Ský - 01.10.2006, Side 18
18 ský
Viðtal
oft leiðinlegt og skildum ekki tilganginn með því sem væri verið að
setja á svið. Frekar en að væla sífellt yfir því fannst okkur við þurfa
að þróa okkar eigin hluti.
Svo var það einhvern daginn þegar við Björn Hlynur vorum að
labba niður Vesturgötuna að við sáum rafmagnsskúr til leigu í porti
og við tókum hann á leigu á staðnum! Þarna var komið þetta fína
húsnæði til að gera allt mögulegt. Við gerðum okkur samt fljótt grein
fyrir því að það þyrfti fleiri til að reka þetta, enda enn á námslánum,
svo við leituðum til þeirra sem við vissum að myndu hafa áhuga á
að eiga eigið leikhús í góðum félagsskap. Það endaði með því að
við vorum þrettán manns í hópnum. Það var aldrei krafa um neitt,
nema mánaðarlegar greiðslur og þar með aðstaða til að gera hvað
sem er með hverjum sem er. Þarna var haldið fullt af sýningum og
tónleikum og það var aldrei skortur á fólki til að taka þátt í vinnunni
því allir hjálpuðust að.
Við erum hætt að reka starfsemi í rafmagnsskúrnum og það mætti
segja að hópurinn hafi farið í nokkrar áttir. Fólk kemur og fer og
starfar saman eins og hugurinn innblæs því, en grunnurinn að Vest-
urporti er samt alltaf sama fólkið og það liggja fyrir mörg verkefni
á Íslandi sem og víðs vegar um heiminn í komandi framtíð. Bæði í
leikhúsi og kvikmyndum. Við styðjum ótrúlega vel við bakið á hvort
öðru og ég efast um að ég væri ennþá í faginu án þessa bakhjarls. Þar
fæ ég olnbogarými til þess að gera það sem mér sýnist, þar liggur inn-
blásturinn minn, þar fæ ég mína hörðustu gagnrýni. Þar á ég heima.
Fimleikar og ferðalög
Gísli var fastráðinn í Borgarleikhúsinu eftir að hann útskrifaðist.
Hann samdi við Guðjón Pedersen leikhússtjóra um að fá lánað svið
til að setja upp Rómeó og Júlíu í eigin frístundum. „Mig langaði
alltaf til að setja upp verk þar sem fimleikagrunnurinn nýttist mér og
þannig varð þessi sýning í Borgarleikhúsinu til,“ segir Gísli Örn.
„Þetta er ævintýraleg sýning, mjög líkamleg og mikil sirkus-
stemmning í gangi. Við vorum í hálft ár að æfa þetta og fórum
meðal annars í tæknilega þjálfun hjá Sirkus Cirkör í Svíþjóð áður en
sýningin fór á fjalirnar.
Sýningin í Borgarleikhúsinu var lengi að komast í gang, en
svo tóku Rómeó og Júlía flugið og eftir það gat ekkert stoppað
þau. Gottskálk Dagur fékk þá hugmynd að fara með sýninguna til
London og við buðum David Lan frá Young Vic leikhúsinu hingað
til lands til að sjá hana og þar með var stefnan sett á útlönd.
„Ég er ekki úr
leiklistarfjölskyldu
þótt mamma hafi
gaman af leiklist. Ég
var að æfa fimleika
og fylgdist ekkert
með því sem var að
gerast í leikhúsum.
Ekki neitt,“
„Ég er ekki úr
leiklistarfjölskyldu
þótt a a hafi
ga an af leiklist. Ég
var að fa fi leika
og fylgdist ekkert
eð því se var að
gerast í leikhúsu .
Ekki neitt.“
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 18 28.9.2006 10:54:39