Ský - 01.10.2006, Side 35
Stjórnmál
Kóranes verður Bókhlöðustígur
Ef húsin í bænum mættu mæla kynni sitthvað forvitnilegt að fréttast.
Gamla bárujárnsklædda húsið að Bókhlöðustíg 5 í Reykjavík á merka
sögu að baki, því upphaflega stóð það á Kóranesi. Þegar verslun þar
lagðist af, var húsið tekið ofan og flutt til suður, hvar það stendur
enn. Því má segja að fæðingarstaður Ásgeirs Ásgeirssonar hafi verið
fluttur í heilu lagi til Reykjavíkur.
Ásgeir Ásgeirsson fluttist ungur til Reykjavíkur með foreldrum
sínum. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið
1912 og varð cand. theol. í guðfræði frá Háskóla Íslands 1915.
Næsta ár þar á eftir var Ásgeir ritari
biskups Íslands, Þórhalls Bjarnasonar.
Þar og þannig sköruðust leiðir Ásgeirs
og Dóru dóttur Þórhalls biskups og
Valgerðar Jónsdóttur konu hans og
gengu þau í heilagt hjónaband í októ-
ber 1917.
Eftir framhaldsnám í Svíþjóð og
Danmörku gerðist Ásgeir kennari við
Kennaraskóla Íslands og varð seinna
fræðslumálastjóri með hléum til 1938.
„Margur kom á fræðslumálaskrifstof-
una til Ásgeirs í þungum þönkum,
bæði kennarar, skólanefndir, nem-
endur eða aðstandendur þeirra og
fóru frá honum léttari á svip og sáttari
við sinn hlut. Menn sögðu við mig að
það væri einkennilegt hvernig Ásgeir gerði þeim ljóst að tvær hliðar
væri á flestum málum og gerði viðmælendum auðvelt að sætta sig við
önnur málalok en þeir ætluðu þegar þeir gengu inn til hans,“ segir
Helgi Elíasson fræðslumálastjóri í minningarorðum um Ásgeir.
Snjall í sókn sem vörn
Fyrir kosningar haustið 1923 leituðu framsóknarmenn í Vestur-Ísa-
fjarðarsýslu að fulltrúa sem væri verðugur fulltrúi þeirra á þingi, en
sýslan var þá einmenningskjördæmi. Þeim flaug nafn Ásgeirs í hug,
sem gaf kost á sér eftir nokkra umhugsun. Vestra reyndist hann „...
með afbrigðum snjall og laginn jafnt í sókn sem vörn ... Hann var
sérlega hnyttinn, og ekki var ótítt, að andstæðingur ylti sjálfur um
þau kefli, sem áttu að verða honum að falli,“ skrifar Guðmundur G.
Hagalín um Ásgeir sem vann glæsilegan sigur. Fékk 620 atkvæði en
meðan 341 greiddu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins atkvæði sitt.
Tímabilið í kringum 1930 er róstusamt skeið í íslenskum stjórn-
málum. Kreppan mikla markaði aðstæður þjóðarinnar og sömuleiðis
voru mikil átök milli flokka – og er óhætt að segja að dómsmála-
ráðherrann Jónas frá Hriflu hafi verið möndull þeirra ýfinga. Þegar
Íslandsbanki varð gjaldþrota árið 1930 var Ásgeir í lykilhlutverki í
því að Útvegsbankinn var reistur á rústum hans. Ríkisstjórn Fram-
sóknarflokksins undir forsæti Tryggva Þórhallssonar naut stuðnings
Alþýðuflokksins, en þegar kom fram á árið 1932 var stuðningur við
stjórnina brostinn. Stjórnin náði ekki að koma fjárlögum í gegn og
Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur vildu gera breytingar á kjör-
dæmaskipan. Tryggvi fól því Ásgeiri mági sínum, sem tekið hafði við
embætti fjármálaráðherra árið áður, „... að reyna að mynda stjórn, en
erfiðleikarnir voru miklir,“ segir Magnús Magnússon í bókinni Ráð-
herrar Íslands og ráðuneyti. „Hann hafði þá lofað andstæðingunum
vissum breytingum á kjördæmaskipuninni, en þeir lofað að afgreiða
fjárlög.“ Ásgeir er einnig talinn hafa
verið í hópi þeirra Framsóknarmanna
sem vildu stemma stigu við ofríki
Hriflu-Jónasar. Þar var hann skrefi
á undan mörgum flokksbræðrum
sínum.
Forsætisráðherra í
kreppunni
Ríkisstjórn Ásgeirs Ásgeirssonar, sem
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur
stóðu að, tók við keflinu í júní 1932.
Utan breytingar á kjördæmaskipan
var erfiðasta verkefni Ásgeirs sem for-
sætisráðherra væntanlega þó að sigla
þjóðarskútunni milli skers og báru í
öldusjó kreppuára. Tókst sú sigling
með ágætum og farið var að rofa til þegar ríkisstjórnin fór frá sumarið
1934. Væringar innan Framsóknarflokksins á þessum tíma urðu þess
valdandi að Ásgeir, sem var formaður flokksins 1932 til 1933, yfirgaf
skútuna. Hann bauð sig fram utan flokka og í kosningum 1934 ljáðu
491 kjósendur í Vestur-Ísafjarðarsýslu honum atkvæði sitt, eða ríflega
helmingur sem kosningaréttar neyttu. Þessi tryggð hélst þó Ásgeir
gengi seinna í raðir Alþýðuflokksins, og almennt er hún til marks um
hið mikla persónufylgi sem Ásgeir hafði alla tíð.
Sem fulltrúi Alþýðuflokksins var Ásgeir skipaður bankastjóri
Útvegsbankans árið 1938, jafnframt því sem hann sat á þingi, eins
og alsiða var á þeim tíma. Í bankanum var hann ráðdeildarmaður og
á Alþingi var hann „... eigi ólíkur erni í klettum, sem lá í loftinu að
brátt myndi hefja sig til flugs og fljúga ofar skýjum, sem líkt varð
fljótlega og gaf á að líta,“ segir sr. Emil Björnsson, síðar fréttastjóri,
sem var þingskrifari á fimmta áratugnum. Þannig var strax á fyrstu
árum lýðveldisins litið til Ásgeirs sem forsetaefnis því fæstir bjuggust
við að Sveinn Björnsson gegndi embættinu lengi sakir vanheilsu.
Þegar Sveinn féll svo frá snemma árs 1952 var Ásgeir strax nefndur
til leiks og í fyrstu virtist sem breið samstaða ætlaði að myndast um
framboð hans. En brátt tók að krauma í pottum.
Ásgeir er talinn hafa
verið í hópi þeirra
Framsóknarmanna sem vildu
stemma stigu við ofríki
Hriflu-Jónasar. Þar var hann
skrefi á undan mörgum
flokksbræðrum sínum.
ský 35
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 35 28.9.2006 10:55:46