Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 6

Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 6
 6 ský Útgefandi: Heimur hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson Útlitshönnun: Heimur hf. Ljósmyndir: Geir Ólafsson, Páll Stefánsson, og fleiri Blaðamenn/greinarhöfundar: Erla Gunnarsdóttir Fríða Björnsdóttir Geir A. Guðsteinsson Hilmar Karlsson Jóhanna Harðardóttir Lízella Páll Ásgeir Ásgeirsson Sigurður Bogi Sævarsson Sigurður G. Tómasson Svava Jónsdóttir Auglýsingastjóri: Vilhjálmur Kjartansson Prentun: Oddi hf. Heimur hf. – Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Heimur hf. Borgartúni 23 105 Reykjavík. Sími: 512-7575 Listin og snillingarnir Í þessu tölublaði Skýja er sagt frá Alfreð Flóka. Flóki var einn kunnasti maður landsins á sjöunda áratugnum. Hann hafði lag á því að ganga fram af lands- mönnum, bæði í list sinni og líferni. Eins og sjá má í greininni efaðist hann aldrei sjálfur um snilligáfu sína, en því miður fór það svo að hann náði aldrei að uppfylla þær væntingar sem til hans voru gerðar. Að lokum var það svo að hann hafði ekki lengur stjórn á eigin lífi, Bakkus tók völdin. Saga Flóka er fjarri því að vera einsdæmi, margir listamenn hafa farið svipaða leið. Óregla hefur orðið þeim sjálfum og list þeirra fjötur um fót. Bóhemlífið sem var svo skemmtilegt og færði þeim svo margt í upphafi varð á endanum myllusteinn um hálsinn. Sem betur fer eiga Íslendingar marga snillinga. Eiður Smári Guðjohnsen leikur nú með sterkustu félagsliðum heims, fyrst Chelsea og svo Barcelona. Hljómsveitin Jakobínarína var fyrir skömmu íslenskt bílskúrsband en reynir nú fyrir sér erlendis. Meðlimir hennar eru býsna ungir að árum og þekkja eflaust lítið til Flóka eða Kjarvals. Listin á sér margs konar uppruna. Jafnvel þorp sem er ekki stærra en Borgarfjörður eystri státar af mörgum stjörnum. Oft tölum við um að erfitt sé fyrir Íslendinga að bera sig saman við milljónaþjóðir, en hvað segir dæmið frá Borgarfirði okkur? Það er geta einstaklinganna sem skiptir máli, ekki hvort þeir koma úr stærri hóp eða smærri. Það er athyglisvert að í kyrrlátu þorpi austur á fjörðum skuli svo margir góðir listamenn á ýmsum sviðum eiga rætur. Ólafur Elíasson myndlistarmaður fékk nýlega verðlaun frá Danaprinsi. Íslendingar og Danir geta eflaust rifist um Ólaf endalaust, en einfaldast er að gera til hans sameiginlegt tilkall. Þegar upp er staðið skiptir ekki öllu máli hvaðan listamaðurinn kemur heldur hvað hann getur. Þess vegna var Flóki kannski snillingur en hann náði aldrei að þroska snilligáfu sína til fulls. Hann festist í farinu, bæði í listinni og lífinu. Halldór Laxness sagði að líf rithöfundarins væri ekki skemmtilegt. Hann yrði að eyða öllum sínum tíma í skriftir, uppköst, hreinritun og frágang. Okkur sýnist reyndar flestum að líf hans hafi verið býsna viðburðaríkt, enda fyllir frásögn af því þúsundir blaðsíðna í nýlegum bókum. En ummælin sýna að til þess að ná frábærum árangri verða listamenn endalaust að halda áfram að vinna úr hugmyndum, útfæra þær og fága. Snilligáfa er kannski meðfædd en það er einstaklinganna að vinna úr henni þannig að verk þeirra endurspegli snilldina. sky , 4. TBL. 2006 Benedikt Jóhannesson GÓÐUR FUNDUR www.icehotels.isNordica I Loftlei›ir I Flughótel I Hamar I Flú›ir I Rangá I Klaustur I Héra› Sími: 444 4000 fundir@icehotels.is Á Icelandair hótelunum finnur þú frábæra fundaraðstöðu sem hentar fyrir fundi af öllum stærðum og gerðum. Við bjóðum fyrsta flokks tæknibúnað, sérþjálfað starfsfólk og umgjörð við hæfi. Verið velkomin! SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 6 28.9.2006 10:53:50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.