Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 9

Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 9
 ský 9 sky , Fólk Að sögn Ingu Birnu tekur vetraráætlun Flugfélags Íslands gildi í lok október nk. en flogið verður til sömu áfangastaða og áður. Áætlunarflug er frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar. Flogið er til Vopna- fjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar frá Aku- reyri en þau flug eru styrkt af ríkinu. Þá er flogið til austurstrandar Grænlands tvisvar í viku allt árið og er það flug styrkt af heimastjórn Grænlands. Yfir sumartímann er flogið tvisvar á dag til Kulusuk á austurströnd Grænlands og tvisvar í viku til Narsarsuak á suðurströnd Grænlands. Boðið er upp á dagsferðir til Kulusuk og eru þær mjög vin- sælar hjá erlendum ferðamönnum. Flugfé- lagið selur einnig flug til Færeyja í samstarfi við færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Starfsmenn Flugfélags Íslands eru í kringum 250 – þeir eru þó fleiri yfir sumartímann – og þar af eru um 65 flugmenn. Flugfélagið á sex Fokker 50 flugvélar en þær eru rúmgóðar, hrað- fleygar og sérstaklega hljóðlátar. Flugvélarnar taka 50 farþega hver. Þá á flugfélagið tvær Twin Otter flugvélar. Þær hafa oft sannað gildi sitt við erfið skilyrði en hægt er að búa vélarnar skíðum til lendingar á snjó og jöklum. Þær flugvélar fljúga eingöngu frá Akureyri á fyrr- nefnda staði auk þess sem þær eru mikið notaðar í flugi á Grænlandi við erfið skilyrði. Vélarnar taka 19 farþega hvor. Í sumar voru svo fest kaup á tveimur flugvélum af gerðinni DASH 8 sem taka 37 farþega í sæti. Þessar vélar munu leysa af Metró flugvélar flugfélagsins. Félagið var með þrjár 19 sæta Metró vélar í rekstri en síðasta vélin var seld í septemberbyrjun. Hugarfarsbreyting Flogið er til færri staða en áður og segir Inga Birna Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, að tekin hafi verið ákvörðun um að fljúga eingöngu til þeirra staða sem gætu staðið undir sér. ,,Áfangastöðum hefur sífellt verið að fækka hjá Flugfélagi Íslands en taprekstur var á flugi til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Það var einnig flogið til Húsavíkur en því hefur einnig verið hætt. Hins vegar hefur verið mikil aukning í fluginu undanfarin fimm til sex ár og hefur veltan tvöfaldast frá árinu 1999. Þá var veltan um tveir milljarðar en hún stefnir á að verða um fjórir milljarðar í lok ársins.“ Skýringuna á þessu má meðal annars rekja til virkjanafram- kvæmda á Austurlandi. Árið 2000 flugu um 67.000 farþegar með Flugfélagi Íslands til Egilsstaða. Í fyrra voru farþegar um 120.000. Farþegafjöldi til Akureyrar hefur líka aukist og er um að ræða 7% aukningu á milli ára. Fjöldi farþega til Ísafjarðar hefur verið svipaður undanfarin ár eða í kringum 45.000 farþegar á ári. Inga Birna telur að hugarfarsbreyting hafi orðið hjá Íslendingum og að þeir séu farnir að ferðast meira innanlands en áður – og að sífellt fleiri nýti þann kost að geta flogið á áfangastað. ,,Við höfum aldrei séð eins mikið af íslenskum ferðamönnum og í sumar. Það fóru til dæmis margir austur í góða veðrið. Fólk fer jafnvel yfir helgi til Egilsstaða og Akureyrar og leigir þá gjarnan bíl. Þetta er að aukast enda er mikið að gerast á þessum stöðum.“ ,,Nýttu tímann vel“ Miklar breytingar voru gerðar á rekstri Flug- félags Íslands árið 2001. Nýtt bókunarkerfi var tekið í notkun auk þess sem bókunarvél var opnuð á vefsíðunni flugfelag.is ,,Við vorum með bókunarkerfi sem var mjög dýrt og gerði reksturinn erfiðan. Far- gjaldastrúktúr fyrirtækisins var einnig breytt í kjölfarið. Við vorum með þessi týpísku far- gjöld þar sem ekki var kleift að kaupa fargjald aðra leiðina, ásamt mörgum öðrum reglum sem gerði farþeganum erfitt fyrir. Við fórum út í það að einfalda öll fargjöld hjá okkur; vera með einnar leiðar fargjöld ásamt því að bjóða alltaf upp á nettilboð. Þessar breytingar voru mjög jákvæðar fyrir reksturinn og gerði fleirum kleift að nýta sér flugið með því að kaupa ódýrari fargjöld á netinu. Viðbrögðin urðu strax mjög jákvæð og hafa farið stigvaxandi. Nú er svo komið að á milli 50 og 60% bókana fara í gegnum netið. Það gerir okkur kleift að vera með færra starfsfólk þannig að þessu fylgir mikil hagræðing í rekstri.“ Inga Birna nefnir viðskiptaferðir þegar hún er spurð hver mark- aðssóknin sé. ,,Við erum með mjög góð kjör fyrir fólk í viðskipta- erindum. Við bjóðum upp á flugkort en viðkomandi kaupir þá öll sín fargjöld í gegnum það og hann fær afslátt og önnur fríðindi.“ Farið verður í nýja auglýsingaherferð á næstunni og verður gengið mikið út frá því hvað tíminn er dýrmætur. Kjörorðið er: „Nýttu tímann vel.“ ,,Markaðssókn okkar talar til fólks sem hefur lítinn tíma. Við ætlum að leggja áherslu á áfangastaði okkar og auglýsa þá; eitthvað sem við höfum ekki gert áður.“ Inga Birna nefnir flugstöðvarmálin. ,,Við erum í lítilli flugstöð í Reykjavík sem við eigum og rekum sjálf. Samgöngumiðstöð er búin að vera mikið í umræðunni undanfarið og það yrði mjög jákvætt fyrir Flugfélag Íslands ef af byggingu hennar yrði þar sem flugstöðin í Reykjavík er orðin of lítil fyrir okkar rekstur.“ Að flugfélagið vaxi Inga Birna hóf störf hjá Flugleiðum í Keflavík árið 1994 og vann í farþegaafgreiðslunni í fjögur sumur með námi sínu við Háskóla Íslands. Hún lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum árið 1999 og hóf þá störf sem deildarstjóri tekjustýringar og áætlunardeildar hjá Flugfélagi Íslands. ,,Ég sá um alla tekjustýringu, fargjöld og flug- áætlunina. Það var mjög krefjandi og spennandi verkefni. Svo var ég líka í innleiðingu á nýja bókunarkerfinu okkar ásamt því að setja bókunarvélina á netið.“ Inga Birna hóf síðan störf sem sölu- og markaðsstjóri í fyrra. Þess má geta að hún útskrifaðist með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík í sumar. ,,Draumur minn er að Flugfélag Íslands vaxi bæði innanlands og í Grænlandi. Draumur minn er líka að flugfélagið vaxi í leiguflugi en það hefur aukist mikið undanfarin ár að íslensk fyrirtæki þurfi leiguvélar til útlanda sem og innanlands. Ég held að innanlands- flugið sé komið til að vera – ef flugvöllurinn fær að vera áfram í Reykjavík.“ „Farið verður í nýja auglýsingaherferð á næstunni og verður gengið mikið út frá því hvað tíminn er dýrmætur. Kjörorðið er: „Nýttu tímann vel.“ ,,Markaðssókn okkar er að tala til fólks sem hefur lítinn tíma.“ SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 9 28.9.2006 10:54:06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.