Ský - 01.10.2006, Side 9

Ský - 01.10.2006, Side 9
 ský 9 sky , Fólk Að sögn Ingu Birnu tekur vetraráætlun Flugfélags Íslands gildi í lok október nk. en flogið verður til sömu áfangastaða og áður. Áætlunarflug er frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar. Flogið er til Vopna- fjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar frá Aku- reyri en þau flug eru styrkt af ríkinu. Þá er flogið til austurstrandar Grænlands tvisvar í viku allt árið og er það flug styrkt af heimastjórn Grænlands. Yfir sumartímann er flogið tvisvar á dag til Kulusuk á austurströnd Grænlands og tvisvar í viku til Narsarsuak á suðurströnd Grænlands. Boðið er upp á dagsferðir til Kulusuk og eru þær mjög vin- sælar hjá erlendum ferðamönnum. Flugfé- lagið selur einnig flug til Færeyja í samstarfi við færeyska flugfélagið Atlantic Airways. Starfsmenn Flugfélags Íslands eru í kringum 250 – þeir eru þó fleiri yfir sumartímann – og þar af eru um 65 flugmenn. Flugfélagið á sex Fokker 50 flugvélar en þær eru rúmgóðar, hrað- fleygar og sérstaklega hljóðlátar. Flugvélarnar taka 50 farþega hver. Þá á flugfélagið tvær Twin Otter flugvélar. Þær hafa oft sannað gildi sitt við erfið skilyrði en hægt er að búa vélarnar skíðum til lendingar á snjó og jöklum. Þær flugvélar fljúga eingöngu frá Akureyri á fyrr- nefnda staði auk þess sem þær eru mikið notaðar í flugi á Grænlandi við erfið skilyrði. Vélarnar taka 19 farþega hvor. Í sumar voru svo fest kaup á tveimur flugvélum af gerðinni DASH 8 sem taka 37 farþega í sæti. Þessar vélar munu leysa af Metró flugvélar flugfélagsins. Félagið var með þrjár 19 sæta Metró vélar í rekstri en síðasta vélin var seld í septemberbyrjun. Hugarfarsbreyting Flogið er til færri staða en áður og segir Inga Birna Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, að tekin hafi verið ákvörðun um að fljúga eingöngu til þeirra staða sem gætu staðið undir sér. ,,Áfangastöðum hefur sífellt verið að fækka hjá Flugfélagi Íslands en taprekstur var á flugi til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Það var einnig flogið til Húsavíkur en því hefur einnig verið hætt. Hins vegar hefur verið mikil aukning í fluginu undanfarin fimm til sex ár og hefur veltan tvöfaldast frá árinu 1999. Þá var veltan um tveir milljarðar en hún stefnir á að verða um fjórir milljarðar í lok ársins.“ Skýringuna á þessu má meðal annars rekja til virkjanafram- kvæmda á Austurlandi. Árið 2000 flugu um 67.000 farþegar með Flugfélagi Íslands til Egilsstaða. Í fyrra voru farþegar um 120.000. Farþegafjöldi til Akureyrar hefur líka aukist og er um að ræða 7% aukningu á milli ára. Fjöldi farþega til Ísafjarðar hefur verið svipaður undanfarin ár eða í kringum 45.000 farþegar á ári. Inga Birna telur að hugarfarsbreyting hafi orðið hjá Íslendingum og að þeir séu farnir að ferðast meira innanlands en áður – og að sífellt fleiri nýti þann kost að geta flogið á áfangastað. ,,Við höfum aldrei séð eins mikið af íslenskum ferðamönnum og í sumar. Það fóru til dæmis margir austur í góða veðrið. Fólk fer jafnvel yfir helgi til Egilsstaða og Akureyrar og leigir þá gjarnan bíl. Þetta er að aukast enda er mikið að gerast á þessum stöðum.“ ,,Nýttu tímann vel“ Miklar breytingar voru gerðar á rekstri Flug- félags Íslands árið 2001. Nýtt bókunarkerfi var tekið í notkun auk þess sem bókunarvél var opnuð á vefsíðunni flugfelag.is ,,Við vorum með bókunarkerfi sem var mjög dýrt og gerði reksturinn erfiðan. Far- gjaldastrúktúr fyrirtækisins var einnig breytt í kjölfarið. Við vorum með þessi týpísku far- gjöld þar sem ekki var kleift að kaupa fargjald aðra leiðina, ásamt mörgum öðrum reglum sem gerði farþeganum erfitt fyrir. Við fórum út í það að einfalda öll fargjöld hjá okkur; vera með einnar leiðar fargjöld ásamt því að bjóða alltaf upp á nettilboð. Þessar breytingar voru mjög jákvæðar fyrir reksturinn og gerði fleirum kleift að nýta sér flugið með því að kaupa ódýrari fargjöld á netinu. Viðbrögðin urðu strax mjög jákvæð og hafa farið stigvaxandi. Nú er svo komið að á milli 50 og 60% bókana fara í gegnum netið. Það gerir okkur kleift að vera með færra starfsfólk þannig að þessu fylgir mikil hagræðing í rekstri.“ Inga Birna nefnir viðskiptaferðir þegar hún er spurð hver mark- aðssóknin sé. ,,Við erum með mjög góð kjör fyrir fólk í viðskipta- erindum. Við bjóðum upp á flugkort en viðkomandi kaupir þá öll sín fargjöld í gegnum það og hann fær afslátt og önnur fríðindi.“ Farið verður í nýja auglýsingaherferð á næstunni og verður gengið mikið út frá því hvað tíminn er dýrmætur. Kjörorðið er: „Nýttu tímann vel.“ ,,Markaðssókn okkar talar til fólks sem hefur lítinn tíma. Við ætlum að leggja áherslu á áfangastaði okkar og auglýsa þá; eitthvað sem við höfum ekki gert áður.“ Inga Birna nefnir flugstöðvarmálin. ,,Við erum í lítilli flugstöð í Reykjavík sem við eigum og rekum sjálf. Samgöngumiðstöð er búin að vera mikið í umræðunni undanfarið og það yrði mjög jákvætt fyrir Flugfélag Íslands ef af byggingu hennar yrði þar sem flugstöðin í Reykjavík er orðin of lítil fyrir okkar rekstur.“ Að flugfélagið vaxi Inga Birna hóf störf hjá Flugleiðum í Keflavík árið 1994 og vann í farþegaafgreiðslunni í fjögur sumur með námi sínu við Háskóla Íslands. Hún lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum árið 1999 og hóf þá störf sem deildarstjóri tekjustýringar og áætlunardeildar hjá Flugfélagi Íslands. ,,Ég sá um alla tekjustýringu, fargjöld og flug- áætlunina. Það var mjög krefjandi og spennandi verkefni. Svo var ég líka í innleiðingu á nýja bókunarkerfinu okkar ásamt því að setja bókunarvélina á netið.“ Inga Birna hóf síðan störf sem sölu- og markaðsstjóri í fyrra. Þess má geta að hún útskrifaðist með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík í sumar. ,,Draumur minn er að Flugfélag Íslands vaxi bæði innanlands og í Grænlandi. Draumur minn er líka að flugfélagið vaxi í leiguflugi en það hefur aukist mikið undanfarin ár að íslensk fyrirtæki þurfi leiguvélar til útlanda sem og innanlands. Ég held að innanlands- flugið sé komið til að vera – ef flugvöllurinn fær að vera áfram í Reykjavík.“ „Farið verður í nýja auglýsingaherferð á næstunni og verður gengið mikið út frá því hvað tíminn er dýrmætur. Kjörorðið er: „Nýttu tímann vel.“ ,,Markaðssókn okkar er að tala til fólks sem hefur lítinn tíma.“ SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 9 28.9.2006 10:54:06

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.