Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Page 30
Kynjafornleifafræði
sem einstaklingsfræði
Mynd 1
Kynjahlutverk viö
fornleifauppgröft?
(Ljósm. Steinunn
Kristjánsdóttir).
svo margt og mikiö annað en einfaldlega
það að skoða aðgreiningu vinnuframlags
eða n'mis samkvæmt líffræðilegu kyni.
Sorensen (2000, bls. 91) bendir á þá
staðreynd að menningarbundinn vitnis-
burður getur verið laus við áhrif kyns eða
kyngervis þangað til hann tengist
ákveðnum viðburðum eða er settur í
ákveðið samhengi. Hún telur að ákveðin
viðföng (e. objects) geti verið byggð frá
upphafi á ákveðnu kyngervi eða kyni og
vegna mismunandi, síendurtekinnar
menningarbundnar notkunar verði þau að
ákveðnum táknum um óhlutbundna
hugmynd. Þetta atriði vekur okkur til
umhugsimar um þátt samskipta í skilningi
og sköpun kyngervis og eins um það að
hversu miklu marki hægt er að þekkja
kyngervi af efinsmcnningunni einni saman.
Ef litið er til einfaldrar aðgreiningar
fornleifafræðinnar í forsögulega og
sögulega hluta, er engu að síður hægt að
greina erfiðleika ínnan beggja greinanna
varðandi samskipti k\-njanna eins og þau
birtast í viðföngum þeirra. Og þrátt fyrir
að forsöguleg fomleifafræöi virðist við
f\Tstu s\ti vera háð hinni óendanlegu d\'pt
tímans, þá á söguleg fomleifafræði við
sömu vandamál að stríða. Innan sögulegrar
fornleifafræði getur vinna fornleifa-
fræðinga verið að vissu marki einfölduð
með tengingu við þjóðlýsingar eða þver-
menningarlegan samanburð. Burtséð frá
vel jxkktum vandamálum tengdum slíkum
aðferðum er mögulegt með notkun jieirra
að sýna fram á brevtileika á milli
mismunandi sjónamiiða sem snúa að
félagslega mótuðum athöfhum (Preucel
og Hodder, 1996, bls. 419).
Finna má dæmi um notkun þjóð-
fræðilegs efnis í þessum skilningi í grein
Janets D. Spectors What This AwlMeans:
Towardci Feminist Archaeolog}’2 frá 1996.
I greinimii segir höfúndurinn frá rannsókn
sinni á nítjándu aldar minjum í Austur-
Dakóta i Bandaríkjunum þar sem hún
stvðst við bæði þjóðfræðilegar heimildir
og fomleifafræðilegar upplýsingar sem
safnað var við yfírborðsrannsókn og
uppgröft á staðnum í samvinnu við núlif-
28