Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Qupperneq 36
Hvar eru hinir?
Mynd 1
Kápa íslandssögubókar
Þorsteins M.
Jónssonar.
hét Stutt kennslubók i Islendingctsögu
handa byrjendum. Þaö er því ekki nema
ein öld síðam sem er ótrúlega stuttur tími.
hjá þessari söguþjóð sem við Islendingar
teljum okkur vera. Líklegt veröur aö teljast
að útgáía bókarinnar hafi átt sér hliðstæðu
í norskri sögukennslu en þar hófst hún í
beinum tengslum við sjálfsstæðisbaráttu
þeirragegn Dönum (Joigensen, 2001, bls.
250-251).
Árið 1915 kom út bókin íslandssaga
handa börnum eftir Jónas Jónsson frá
Hriflu. Þessi bók reyndist verða svo lífsseig
að hún var kennd í 70 ár, og þó myndir
bættust við í seinni útgáfúm hennar var
textinn að mestu óbreyttur (Katrín
Kristinsdóttir, 1998, bls. 76). Þeir
íslendingar sem sett hafa mark sitt á sögu
landsins síðustu áratugina ólust því upp
við söguskoðun Jónasar frá Hriflu, sem
taldi flest ef ekki allt sem miður fór á
Islandi Dönum að kenna, en líklega á það
sjónarmið Jónasar einmitt rætur að rekja
til þeirrar sjálfstæðisbaráttu sem við
stóðum í þegar bókin var skrifuð.
Árið 1984 segir Ragnheiður Jónsdóttir.
sem verið hafði gmnnskólakennari í 25
ár, um þessa bók:
... hún [er] ekki saga þjóðar, nema
að ákaflega litlu marki. Hún er
saga stórmenna og fyrimienna
raðað upp í réttri tímaröð!
[Aðeins] finnast örfáar bls. um
líf fólks í landinu. Það er kafli
um stéttaskiptingu á söguöld,
annar um húsakost og sá þriðji
um daglegt líf. En þeir eru
algerlega aðgreindir frá öðm
söguefhi og í þokkabót prentaðir
með örsrnáu letri sem fælir böm
frá að lesa þá. Auk þess var hefð
að sleppa þessum köflum, a.m.k.
tók þá enginn til prófs! I seinna
bindinu sem nær yfír tímabilið
frá 1200-1900 eru þessir
smámunir ekki orðaðir meir. I
sögu sex alda er ekki minnst á
atvimiuhætti, húsakost, klæðnað,
lífsvenjur fólks - yfírleitt ekkert
urn það hvemig fólk lifði í þessu
óblíða landi (Ragnheiður
Jónsdóttir. 1984, bls. 23).
Síðan segir hún að á sex alda tímabili frá
1300-1900 séu sex konur orðaðar í álíka
mörgum línum - þ.e. ein kona á öld að
jafnaöi. Svo segir Ragnheiður:
Ein þeirra komst á spjöld
sögunnar f\rir þá slembilukku að
karl hennar var ekki heima eitt
sinn þegar gest bar að garði.
Önnur hefndi bónda síns svo
grimmilega að aðdáunarvert
þótti! Sú þriðjatældi ungan svein
frá námi og sæmilegri framtíð.
Sú fjórða og fimmta, þær geröu
ekkert - jú önnur þeirra eignaðist
son - hin bara dó. En hjartnæmust
finnst mér þó saga Ingibjargar
Einarsdóttur. Hún giftist 1845.
Og þegar bóndi hennar andaðist
1879, þá dó hún líka. Og þar er
öll hennar saga (Ragnheiður
Jónsdóttir, 1984. bls. 23).
Næstar koma svo bækumar sem verða
m.a. til umíjöllunarhér. Islandssaga 1874-
1944 eftir Þorstein M. Jónsson, sem kom
fyrst út 1958 og fyrra og seinna hefti
íslandssögu Þórleifs Bjamasonar, sem
komu út 1968 og 1969, en þar er fjallað
urn tímabilið frá landnámi til 1874. Allar
34