Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Síða 50
15 kumlum og stakar í átta kumlum. Sam-
kvæmt Kuml og hctagfé eru þær algeng-
astar skartgripa í gröfum kvenna. Rétt er
aö benda á aö fundaratvik virðast oft vera
frekar óljós og ekki unnt að kyngreina
beinagrindur meö vissu (Kristján Eldjám,
2000, bls. 353). í þeirn 23 kumlum þar
sem kúptar nælur fundust viröast aðeins
fimm þeirra hafa veriö kyngreind meö
vissu samkvæmt Kuml og haugfé. Þar er
um kvenkynskuml aö ræða (Kristján
Eldjárn, 2000, bls. 49-249). Af þeim
sökum er skiljanlega hugsað um kúptar
nælur sem kvengripi, enda hafa þær ekki
enn fundist meö körlum í kumlum hér á
landi svo vitaö sé. Nokkur kuml í kumla-
talinu vekja sérstaka athygli. í kumli frá
Mjóadal í Noröurárdalshreppi vom nær
engar beinaleifar en ásamt kúptum nælum
fundust þríblaöa næla, 25 sörvistölur, tveir
silfurpeningar og ryögaður jámbútur sem
samkvæmt Kuml og haugfé „...líkist helst
sveröi eöa stórum hníf." (Kristján Eldjám,
2000, bls. 103). Augljóslega má túlka
ryðgaðan jámbút á ýmsa vegu en út frá
þessum fundi er ekki hægt aö útiloka aö
kona hafi borið vopn.
Vitneskja um kumlfund aö Brú í
Biskupstunguhreppi er athvglisverö en
engu að síður ófullnægjandi. Þar bendir
haugféötil þess að karl hafi verið heygður
í því samkvæmt Kuml og haugfé, en þar
kemur einnig ífam að . .nælubrotiö hefur
ekki getaö veriö í karlkynskumli."
(Kristján Eldjárn, 2000, bls. 86). Þó
eðlilegt sé aö álvkta aö um tvö kuml hafi
verið aö ræða. karls og konu, er haugféð
eitt og sér varla næg sönnun til aö kveða
upp dóm um þaö. Af þessu má sjá aö ekki
erheldur hægt aö fúllyrða aö kúptarnælur
hafi ekki verið grafnar meö líffræðilega
greindum karlmannsbeinagrindum. þótt
þær hafi ekki fúndist með vissu hjá þeim.
Axir:
Fundist hafa 24 axir í kumlum hér á landi
(Kristján Eldjám, 2000, bls. 345). Sex
þeirra tengjast kyngremdum einstaklingum
samkvæmt Kuml og haugfé og er þar um
karla að ræöa (Kristján Eldjám, 2000, bls.
49-238). Þar er einnig vakin athygli á
tveimur litlum öxum. Önnur þeirra er sögö
hafa verið lögö í gröf 10 ára drengs en hin
með unglingsdreng. (Kristján Eldjám,
2000, bls. 347) Hildur Gestsdóttir sem
hefur framkvæmt kyn- og lífaldurs-
greiningu á beinum úr þeim kumlum sem
tekin em fyrir í Kuml og haugfé, bendir
þar á aö ekki hafi verið hægt aö kvngrcina
bein unglingsins en bein bamsins vom
ekki á lista hennar yfir þau kurnl sem hún
kvngreindi (Hildur Gestsdóttir, 1998, bls.
11-18). Því máleiða líkum aö því aö kyn
ungmennanna hafi veriö ákvarðað út frá
haugfé, svo sem öxunum, enda tíökaöist
þaö enn á þeirn tíma sem Kristján Eldjám
vann rit sitt Kuml og haugfé á sjötta áratug
síðustu aldar.
Þar sem einungis einn fjórði afkumlum
meö öxum em greinanleg til kyns, verða
axir aö teljast vafasöm vísbending um
kyn, þó vissulega hafi þær ekki fundist
meö konu svo vitað sé.
Sverð:
Fundist hafa sverð í sextán kurnlum á
landinu (Kristján Eldjám, 2000, bls. 323).
Helmingurinn af þessum sverðum em
samkvæmt Kuml og haugfé í karlkyns-
kumlum en ekki er hægt aö fullyrða urn
kyn beinagrinda meö hinum helming
þeirra. Þó sverö virðist vera betri vís-
bending urn karlk\nskuml en axir, er langt
frá því aö fullt mark sé takandi á kyn-