Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Síða 53
grafhir meö körlum. konum og bömum í
kumlum á víkingaöld hérlendis. Sýningin
undirstrikar frekar dæmigerðar ímyndir
um stöðu og hlutverk karla, kvenna og
bama á þessum tíma og hætt er við að
sýningargestir upplifi hina opinberu
söguskoðun Islendinga sem einfaldaða og
staðlaöa hvað varðar hlutverk kynjanna.
Sú greining, sem gerð var í tengslum
við þessa grein, sýnir aö breidd í sam-
setningu og skiptingu haugfjár á milli kyns
og aldurs hefur verið langtum meiri en
dæmin í Þjóðminjasafhinu sýna. Algengt
var t.d. að konur fengu hest í kuml sitt og
dæmi em um að hundur hafi einnig verið
látinn fýlgja þeim, þó þaö komi ekki fram
á sýningunni. Skartgripir finnast jafnt í
gröfúm karla sem kvenna, líkt og sörvis-
tölur, auk þess sem jafnmargar veíjar-
skeiðar hafa fundist með körlum og
konum. Þessi atriði koma ekki fram á
gmnnsýningu Þjóðminjasafnsins.
Vissulega em til gripaflokkar, sem hafa
aðeins fúndist með öðm kyninu, eins og
sverð og kúptar nælur. Samt sem áður er
kumlasafhið í heild það lítið að vafasamt
er að draga sterkar ályktanir út frá því í
þessu sambandi. Ef kona hefur lagt kúpta
nælu með karikyns maka sínum og ekkert
er eftir af beinum þegar kuml hans er
grafið upp, myndi hann vafalítið verða
greindur sem kona.
Það er ekki ætlunin hér að kollvarpa
neinum kenningum um merkingu eða
þýðingu haugfjár. En ljóst er að samspil
haugfjár, kyns og aldurs er langt frá því
að vera einfalt og nauðsynlegt er að fara
varlega þegar áh'ktað er í þessu sambandi
áður en ítarlegar rannsóknir hafa farið
fram á þessu sviði. Að minnsta kosti skvldi
alltaf koma fram ef einungis er um
kvngreiningu út frá gripum að ræða, en
ekki líffræðilega greiningu beinagrindar,
þegar dregnar er ályktanir um fundi eins
og „Fjallkonuna”. Að öðrum kosti erhætt
við að almenningur fái, ekld nauðs\Tilega
ranga, heldur ófullnægjandi og einfaldaða
mynd af lífsháttum fólks fyrr á öldum.
Heimildir
Elín Ósk Hreiðarsdóttir. (2005). íslenskar
perlurfrá vikingctöld - með viðauka
um perlurjrá sidari öldum. I. hluti.
Óbirt MA-ritgerö: Háskóli íslands,
Hugvísindadeild.
Fomleifavemd. (e.d.). Fjallkonan.
Björgunarrannsókn Fornleifaverndar
rikisins. Sótt 13. janúar2006afslóðinni
http:/Avww.fomleifavemd.is/2/
Fjallkonan/Fjallkonan.htm.
Hildur Gestsdóttir. (1998). Kyn- og
lífaldursgreiningar á beinum úr
islenskum kumlum. Reykjavík:
Fomleifastofnun íslands.
Kristján Eldjám. (2000). Kuml og haugfé
úr heiðnum sið á Islandi. 2 útgáfa.
Ritstjóri Adolf Friðriksson. Reykjavík:
Mál og Menning.
Reykjavíkurborg. (e.d ). Hallveigar-
brunnur. Sótt 16. janúar 2006 af
slóðinni http://wwwumhverfís
svid.is/default.asp?sid_id=22835&tid
= 1.
Stalsbeig, A. (2001). Visible women made
invisible: Interpreting Varangian
Women in Old Russia. í Bettina Amold
og Nancy L. Wicker (ritstj.), Gender
and the Archaeolog\> ofDeath. Bls. 65
- 79. England: AltaMira Press.