Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.03.2006, Blaðsíða 93
Roberta Gilchrist
minni. Mikilvægustu rannsóknir á þessu
sviði í dag hafa þó verið gerðar innan
sögulegrar fomleifafræði en þær hafa
opnað nýja leið fyrir túlkanir á
einstaklingnum og tilgangi hans (sjá t.d.
Meskell, 1999; Wilkie, 2000). Visbend-
ingar sem sóttar hafa verið til greftrunar-
siða og fomrar listar. jafnvel án tenginga
við ritaðar heimildir, hafa skipt sköpum
við lífshlaupsrannsóknir á aldri og
kyngervi, líktog Derevenski (1997) sýndi
fram á með rannsókn sinni á gröfúm frá
Tiszapolgár-Basatanya á koparöld og
einnig Gowland (2001) með rannsókn á
aldursþrepum sem greinanleg voru í
gröfum rómansk-breskra bama. Loks ber
hér að nefna að aldursrannsóknir sem brúa
hið félagslega og líffræöilega bil gefa
tilefhi til þess að sætta ólík sjónarmið
þróunarsinna og þeirra sem trúa á lærða
hegðun manneskjunnar, hvað viðkemur
félagslegu lífí (Chrisholm, 1993).
Eldri kvnslóðir femínísta kröfðust
almennt séð nýrra vídda við fomleifa-
fræðilegar rannsóknir á lúnu k\mjaða lífí.
Alison Wylie (1992) dró þá ályktun að
líta beri á áhrif femínismans á
fomleifafræði á níunda og tíunda áratug
síðustu aldar sem hvatningu til imileiðingar
nýrra sjónarmiða um staðbundin og
reynslutengd smáatriði. Og með því að
draga línu á milli aldurs og kyngervis er
athyglinni nú beint að tímalegum
greiningum. Þessi nýja vídd kynjafom-
leifafræðilegm rannsókna bvggir sem íyrr
á samhengisfræði (e. contextualism) en
nytur engu að síður góðs af femínískri
heildarsýn; eða nálgun sem skapar
hugmyndir um hinn kvnjaða líkama og
upplifun manneskjunnar um lífið í
tengslum við tíma, rými og minni.
Þakkir
Höfundur þakkar samstarfsmanni sínum,
Ray Laurence, fyrir gefandi umræður um
sameiginlegan áhuga á lífshlaups-
rannsóknum og sögulegri fomleifafræði.
Mynd 4
Myndþil frá miðöldum
sem sýnir dómsdag. Úr
bogadregnu lofti kórs
Wenhaston
sóknarkirkjunnar í
Suffolk á Englandi
(mynd höfundar).
91