Fréttatíminn - 17.07.2015, Page 31
ÖGN er fisléttur hágæða dúnjakki með einstaklega
klæðilegu sniði. Andar vel með Technostretch® flísefni
á hliðum. Fullkominn félagi í útivistina.
Technostretch®
90/10
gæsadúnn
800 fill power
Bundnir saumar
Úti er inn
Tinna Anorakkur er þriggja laga skel fyrir konur. „Þriggja laga skeljarnar eru það sem við köllum harðar skeljar og eru frábært
ysta lag,“ segir Lilja Kristín, verslunarstjóri Cintamani í Smáralind. „Sniðið á Tinnu er skemmtilegt og er hún síðari en aðrar
skeljar hjá okkur. Tinna fæst í mörgum litum og við mælum með björtu litunum, ekki bara til að brjóta upp hversdagsleikann
heldur líka af öryggisástæðum svo maður sjáist betur.“ mynd/Hari.
T egund útivistar skiptir vissulega máli þegar verið er að velja útivistarfatnað,“
segir Lilja Kristín Birgisdóttir,
verslunarstjóri Cintamani í Smára-
lind. „Okkur þykir mikilvægt að við-
skiptavinir okkar öðlist vitneskju
um það hvernig eigi að velja sam-
an föt fyrir hvers konar útivist. Við
reynum því að greina þarfir hvers
viðskiptavinar fyrir sig eftir bestu
getu svo að hann gangi sáttur út
í fatnaði sem hann mun nota sem
mest.“ Hjá Cintamani er að finna
fjölbreyttan fatnað sem hentar vel
í ólíkar tegundir útivistar. „Þannig
gæti viðskiptavinur til dæmis keypt
sér jakka sem er frábær í fjallgöng-
ur en sami jakki gæti einnig hentað
vel á skíði eða í klifur. Við reynum
að hanna flíkur sem eru ekki of sér-
hæfðar við eina tegund útivistar,“
segir Lilja.
Þriggja laga kerfið sigrar allar
tegundir veðra
Hjá Cintamani er notast við svokallað
þriggja laga kerfi. „Kerfið skiptist í
innsta lag, miðlag og ysta lag og með
notkun þess er hægt að halda á sér
hita, koma í veg fyrir rakamyndun og
standast öll veðrabrigði,“ segir Lilja.
Innsta lagið er það lag af fötum sem
klæðst er næst húðinni. Tilgangur
innsta lagsins er að færa svita frá húð-
inni og út í næsta lag. Miðlagið hefur
það hlutverk að einangra hita og færa
svita frá innsta lagi út í ysta lag. Ysta
lagið sér svo um að einangra hita og
andar vel á meðan það ver mann fyr-
ir vatni og vindum. Spurð um dæmi
um aðstæður þar sem þörf er á öllum
lögum nefnir Lilja til dæmis langar
gönguferðir, skíði og snjóbretti.
Klæðum okkur vel og njótum
náttúrunnar
Útivistarsumarið nær brátt hámarki
hér á landi og þó svo að nú sé hásum-
ar, á íslenskan mælikvarða, er gott að
vera vel viðbúin allri veðráttu. „Það
þýðir lítið að stóla á íslenska veðurspá
og því er gott að vera vel klædd. Það
er fátt verra en að vera blautur og
kaldur á ferðalagi,“ segir Lilja. Cin-
tamani tekur virkan þátt í útivistinni
í sumar og stendur fyrir skemmti-
legum ljósmyndaleik. „Við hvetjum
alla ferðalanga til að vera duglega að
taka myndir af sér í íslenskri nátt-
úru, fylgja okkur á Instagram á cin-
tamani_iceland og annað hvort setja
inn mynd á Instagram með merkinu
#utierinn eða senda okkur skemmti-
legar myndir á netfangið myndir@cin-
tamani.is,“ segir Lilja. Sigurmyndin
verður svo valin þann 29. júlí og vinn-
ingshafi hlýtur gjafabréf að verðmæti
100.000 kr. í Cintamani.
Unnið í samstarfi við
Cintamani
Þegar kemur að því að velja sér útivistarfatnað skiptir mestu
máli að velja rétta fatnaðinn fyrir réttu aðstæðurnar. Markmið
Cintamani er að koma til móts við þarfir fólks sem stundar mjög
fjölbreytta útivist og því ættu allir að geta fundið sér eitthvað
við hæfi í einni af fimm verslunum Cintamani.
útihátíðir 31 Helgin 17.-19. júlí 2015