Fréttatíminn - 17.07.2015, Síða 32
32 heilsa Helgin 17.-19. júlí 2015
á Tenerife með GamanFerðum!
Verð á mann miðað við 2 saman í herbergi.
Innifalið er flug með sköttum, gisting í
7 nætur með hálfu fæði og 20 kg taska
báðar leiðir. Brottfarir í október 2015.
Las Palmeras ****
126.800 kr.
Enn
meira
su ar
Verð á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli.
Innifalið er flug með sköttum, gisting í 7
nætur með morgunverði og 20 kg taska
báðar leiðir. Brottfarir í október 2015.
Cleopatra Palace ****
128.440 kr.Frá:
Frá:
Frá:
Verð á mann miðað við 2 saman í íbúð
með einu svefnherbergi. Innifalið er
flug með sköttum, gisting í 7 nætur
og 20 kg taska báðar leiðir.
Brottfarir í október 2015.
Apartmentos
Aguamar ***
93.500 kr.
www.gaman.is / gaman@gaman.is / Gaman Ferðir fljúga með WOW air
Enn fleiri GamanFerðir á gaman.is!
Efstiás 22 í Svínadal
HVALFJARÐARSVEIT
Fallegt sumarhús við Eyrarvatn Hvalfjarðarsveit,
45 mín malbikaður akstur frá Höfuðbor-
garsvæðinu.
7,300 fm endaleigulóð í suðurhlíð. Steypt plata,
hitaveita, gestahús, sólskáli og heitur pottur.
Öryggishlið. Eldhús og stofa eitt opið rými
með gegnheilu eikarparketi. Baðherbergi með
sturtu og útgengi út á verönd. Geymsla með
þvottavél. Heimilt er að byggja annan bústað og
tvö gestahús á lóðinni. Einungis 15 mín akstur á
Akranes í ýmsa verslun og þjónustu.
STÆRÐ: 85 FM SUMARHÚS HERB: 5
23.900.000
Heyrumst
Þórunn Gísladóttir
Löggiltur fasteignasali
510 7900
thorunn@fastlind.is
Heyrumst
Jóhanna Gústavsdóttir
Sölufulltrúi
698 9470
johanna@fastlind.is
BÓKIÐ SKOÐUN
D æmi sýna að árið 1500 fyrir Krist var A- vítamín eitt fyrsta vítamínið sem var skilgreint. Það var notað af
forn Egyptum til að meðhöndla náttblindu.
Síðan var það endurfundið fyrir árið 1930 og
hafa margar rannsóknir verið gerðar síðan
til að leiða í ljós gildi þess fyrir húð, slímhúð,
vörn gegn sýkingu og náttblindu.
A-vítamín er fituleysanlegt og finnst í
dýraríkinu sem retínól (retinol), einnig
finnst það í jurtaríkinu sem karótín (catot-
in). Lifrin er forðabúr fyrir daglegt A- vítam-
ín, ef neysla þess er of mikil hleðst það upp
í lifrinni. Lifrin getur stjórnar jafnri útdeil-
ingu A- vítamíns um lengri tíma þegar ekki
er nóg af því í fæðunni. Hvernig líkaminn
tekst á við þetta er ekki vitað. Ef neysla A-
vítamíns fer út í öfgar getur það verið skað-
legt. En áhrif ofneyslu A-vítamíns eru oft
ekki greinanleg fyrr en löngu seinna.
Bæði form A-vítamíns retínól og karótín
eru viðkvæm fyrir súrefni og það rýrnar
við suðu.
Ef fólki er hætt við hósta og hálssýking-
um virðist skynsamlegt að auka neyslu A-
vítamíns með fiskiolíum (lýsi) eða neyta vít-
amína. A-vítamín er mælt í míkrógrömmum
(PRG) eða alþjóðaeiningum (ae).
Hvar er það?
A-vítamín er að finna í lifur, mjólkur-
afurðum, eggjum, sumu grænu og gulu
grænmeti m.a. í spergilkáli og gulrótum,
spínati, maís, baunum, appelsínum (rauð-
um og gulum afbrigðum), fiski, þorskalýsi,
lúðulýsi og ufsalýsi. Ef ekki er borðað mik-
ið af þessum fæðutegundum ætti að auka
neyslu þeirra.
Nauðsynlegt er að hafa í huga að neyta
E-vítamíns með A-vítamíni til að vernda
virkni þess.
Ef teknar eru inn getnaðarvarnartöflur
þarft ekki eins mikið A-vítamín.
Við rannsóknir á dýrum kom fram að
skortur á A-vítamíni olli vanda í lungnapíp-
um sem leiddi til lungnabólgu. Dýr virðast
einnig þurfa A-vítamín til að verjast sum-
um tegundum af nýrnasteinum og sumum
krabbameinum.
Hvað gerir það?
A-vítamín vinnur gegn kvefi, húðvanda-
málum og unglingabólum. Það byggir upp
mótstöðu gegn sjúkdómum og sýkingum í
berkjum og lungum. Er gott fyrir augu og
bætir sjón. Vitað er að það tengist vítamín-
búskap líkamans hvernig mannsaugað að-
lagar sig að litlu ljósi.
A-vítamín er nauðsynlegt fyrir heilbrigð-
an vöxt og viðhald húðar og aðra þekjuvefi.
Þ.e. vefi í nefi, hálsi, lungum og augnlokum.
A-vítamín er nauðsynlegt fyrir bein og
líkamsvöxt og hefur verið sýnt fram á að það
er gagnlegt gegn bólum, kossageit, opnum
sárum og blóðkýlum. Einnig hefur það flýtt
fyrir bata sjúklinga eftir veikindi.
Kjúklingalifur er ein A-vítamínríkasta fæðuteg-
und sem finna má.
Hvað er A-vítamín og
hvaða gagn gerir það?
Eftirfarandi
matvæli gefa að
meðaltali 740
míkrógrömm af
A-vítamíni:
Nautslifur
5 gr
Lambalifur
5 gr
Hænsnalifur
5 gr
Svínalifur
10 gr
Ostur
180 gr
Rjómi 36%
250 gr
Egg 4 stk.
250 gr
Mjólk
2.000 gr
Síld
1.650 gr
Gamlar gulrætur
40 gr
Nýjar gulrætur,
smjör, spínat
75 gr
Skortseinkenni
Náttblinda, sýkingar
og sár á augum, húð-
vandi, t.d. hörð, þurr
húð og kláði.
Vísbendingar eru um
að nýting líkamans á
járni geti skerst vanti
A-vítamín.
Ef A-vítamín vantar í
mataræðið getur það
komið fram í lélegri
húð, nöglum og hári.