Fréttatíminn - 17.07.2015, Page 54
Símamótið 2015 Helgin 17.-19. júlí 20152
Símamótið 2015
D agskrá, vallarkort, Instag-ram-myndir, úrslit og riðl-ar. Allar mikilvægu upplýs-
ingarnar eru á simamotid.is,“ segir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir,
upplýsingafulltrúi Símans. Strax á
fyrsta ári síðunnar varð þörfin ljós.
7.800 gestir nýttu sér þá síðuna sem
var sérhönnuð fyrir farsíma og það
að meðaltali fjórum sinnum. Flett-
ingarnar voru 108 þúsund og hver
heimsókn varði í um sex mínútur.
„Þetta er þriðja árið sem Síminn
heldur úti þessari sérsniðnu síðu
fyrir Símamótið. Hún hefur nú að
hluta til verið unnin frá grunni til
að fylgja nýjustu straumum. Svona
síður þurfa að vera í takti við tím-
ann, bæði í útliti og virkni. Frá því
að við kynntum síðuna fyrst hefur
snjalltækjanotkun aukist gífurlega
og má búast við því að nú muni 90%
heimsókna á síðuna verða úr slíkum
tækjum,“ segir Gunnhildur Arna.
Aldrei hefur verið eins mikilvægt
að auðvelda sýn yfir mótið enda er
þetta fjölmennasta mótið hingað til.
Sautján hundruð keppendur tóku
þátt í hittifyrra, 1900 í fyrra og í ár
eru þeir í kringum 2000. „Liðum
fjölgar um 24 milli ára og eru rétt
tæplega 300. Það er því mikið lán að
geta alltaf athugað næstu skref með
símanum,“ segir Gunnhildur Arna.
Síminn er afar stoltur styrktar-
aðili mótsins í ár eins og síðustu ár.
„Þetta er elsta, langstærsta og vin-
sælasta knattspyrnumót stúlkna
og hefur eflt kvennaknattspyrnu á
Íslandi í gegnum árin. Breiðablik á
heiður skilinn. Það er frábært fyrir
Símann að fá að taka þátt í þessu
ævintýri og fylgjast með ungum
stúlkum á framabraut knattspyrn-
unnar,“ segir Gunnhildur Arna.
Síminn er einnig bakhjarl Sím-
inn Rey-Cup knattspyrnumótsins
sem fram fer helgina á eftir, þann
22.-24. júlí og heldur einnig úti,
í fyrsta sinn, síðu fyrir það mót.
„Fjarskipti eru sérsvið Símans.
Þetta er það sem við kunnum best
og viljum auka upplifun mótsgesta
sem mest.“
Farsímasíða sem
slær alltaf í gegn
Nýtt útlit og meiri hraði mætir notendum vefsíðu Símamótsins. Síðan er sérhönnuð til að auðvelda
foreldrum þessara ungu og upprennandi fótboltastjarna að halda utan um dagskrána á Símamótinu,
knattspyrnumóti Breiðabliks fyrir ungar stúlkur. Keppendurnir sjálfir hafa einnig tækifæri til að halda
fullri yfirsýn og geta fylgst með nýjustu myndunum af samfélagsmiðlinum Instagram.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Símanum.
G óðan dag og verið öll hjart-anlega velkomin á Síma-mótið 2015.
Breiðablik hefur staðið fyrir
Símamótinu árlega í 30 ár sem ég
held að hljóti að vera einhvers konar
met í kvennaknattspyrnu. Á
árum áður var Símamótið
eina stelpumótið í knatt-
spyrnu en sem betur fer
hefur það breyst. Að taka
þátt í mótinu á að vera frá-
bær skemmtun. Allar okk-
ar helstu knattspyrnukon-
ur eiga það sameiginlegt
að hafa spilað hér á sínum
yngri árum og allar eiga þær góðar
minningar frá mótinu. Mótið í ár
er það stærsta sinnar tegundar á
landinu en um 299 lið eru skráð til
þátttöku. Svona mót er ekki hægt
að halda nema með góðri þátttöku
sjálfboðaliða og erum við í Breiða-
bliki einstaklega heppin með að
eiga flottan hóp aðstandenda sem
er tilbúinn að leggja hönd á plóg-
inn til að mótið heppnist sem best.
Þessu fólki vil ég þakka sérstaklega
fyrir þeirra framlag því án þeirra
væri ekkert mót og sérstakar þakk-
ir fær okkar frábæra Símamóts-
nefnd. Það er okkar von að kepp-
endur Símamótsins 2015 muni njóta
sín sem allra best í góðra
vina hópi og hafa gaman af
því að spila fótbolta og af
öllum þeim skemmtunum
sem boðið er upp á. Við sem
eldri erum getum einungis
verið áhorfendur og þurfum
að hafa það hugfast að við
erum fyrirmyndir. Leyf-
um stelpunum að njóta sín
í fótbolta og hvetjum alla áfram á
jákvæðum nótum. Annars hvet ég
alla til að kíkja í Kópavogsdalinn því
að labba um mótssvæðið og sjá alla
þessar stelpur í fótbolta er eitthvað
það skemmtilegasta sem hægt er
að gera á sumrin. Velkomin á Síma-
mótið 2015.
Borghildur Sigurðardóttir,
formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.
Velkomin á Símamótið 2015
295
lið eru skráð til leiks á
mótið í ár, sem er það
31. í röðinni.
Keppt er í
5., 6. og 7.
flokki kvenna.
Liðin koma frá 38 félögum
með rétt rúmlega 2.000
keppendum og um 400
þjálfurum og liðsstjórum.
Leikið er á 31 velli
og er leikjafjöldinn
vel yfir 1150.
176
dómarar sjá um
að dæma leikina.
Sjálfboðaliðar
eru rétt tæplega
400.
Tími milli leikja er 30 mínútur
á föstudeginum og laugar-
deginum en 35 mínútur á
sunnudeginum þar sem leikir
geta farið í framlengingu.
Símamótið 2015
Útgefandi: Fréttatíminn - Morgundagur ehf.
Auglýsingar: Gígja Þórðardóttir
Blaðamaður: Erla María Markúsdóttir
Ábyrgðarmaður: Valdimar Birgisson
KOMDU Í
FÓTBOLTA
Þ að er hátíðarstund á hverju sumri hér í Kópavogsbæ þegar Símamótið er sett og
bærinn fyllist af fótboltastelpum
og fjölskyldum þeirra. Mótið setur
sannarlega jákvæðan og góðan svip
á bæinn, það er gaman að fylgjast
með knattspyrnuhetjum framtíðar
stíga sín fyrstu skref og eiga góðar
stundir með sínu liði innan og utan
vallar. Umgjörð mótsins er öll hin
glæsilegasta og óska ég Breiða-
blik til hamingju með hversu vel og
glæsilega er að verki staðið. Dag-
skrá mótsins er þétt og skemmti-
leg og hvet ég þátttakendur til það
njóta hennar. Þegar henni sleppir er
nóg við að vera í Kópavogsdalnum,
sem er ein af fjölmörgum perlum
Kópavogs, og í næsta nágrenni þar
sem er að finna afþreyingu við allra
hæfi. Sundlaugar bæjarins, Sund-
laug Kópavogs og Salalaug, eru
sannarlega heimsóknarinnar virði,
Náttúrufræðistofa Kópavogs er eina
náttúrgripasafn höfuðborgarsvæð-
isins og þá eru fjölmargar verslanir
og veitingastaðir innan seilingar.
Ég er þess fullviss að keppendur
og aðstandendur þeirra eiga eftir
að skemmta sér vel á þessu stærsta
opna fótboltamóti landsins. Verið
velkomin í Kópavog og gangi ykkur
öllum sem allra best.
Ármann Kr. Ólafsson
bæjarstjóri Kópavogs.
Kveðja frá bæjarstjóra Kópavogs!