Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.07.2015, Page 59

Fréttatíminn - 17.07.2015, Page 59
Símamótið 2015Helgin 17.-19. júlí 2015 7 Sara Katrín Ólafsdóttir 10 ára Dagbjört Ylfa Ólafsdóttir 12 ára Lið: Haukar. Hversu oft hefur þú tekið þátt í Símamótinu? Sara: Þrisvar sinnum Dagbjört: Fimm sinnum Hvað er skemmtilegast við Símamótið? Sara: Að spila fótbolta allan daginn, vera með vinkonum sínum og skemmtileg kvöldvaka. Dagbjört: Að spila fótbolta, vera með vin- konum sínum, skrúðgangan, landsliðs-pres- suliðsleikurinn og kvöldvakan. Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnuheiminum? Sara: Sara Björk Gunnarsdóttir og Messi. Dagbjört: Margrét Lára Viðarsdóttir og Ger- ard. Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta? Sara: Liverpool, Barcelona og Haukar. Dagbjört: Væntanlega Liverpool. Lovísa Davíðsdóttir 11 ára Lilja Davíðsdóttir 9 ára Lið: Grótta Hversu oft hefur þú tekið þátt í Síma- mótinu? Lovísa: Fimm sinnum. Lilja: Þrisvar sinnum. Hvað er skemmtilegast við Símamót- ið? Lovísa: Að keppa og vera með liðs- félögum. Lilja: Að keppa og hafa gaman. Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnu- heiminum? Lovísa: Messi og Tony Duggen. Lilja: Messi og Neymar. Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta? Lovísa: Grótta, Arsenal og Barce- lona. Lilja: Barcelona, Arsenal og Grótta. Andrea Marý Sigurjónsdóttir 11 ára Elísa Lana Sigurjónsdóttir 9 ára Lið: FH Hveru oft hafið þið tekið þátt á Símamótinu? Andrea Marý: Fimm sinnum og þetta er sjötta skiptið núna. Elísa Lana: Fimm sinnum og þetta er sjötta skiptið núna. Hvað er skemmtilegast við Símamótið? Andrea Marý: Að spila með liðinu mínu og gera okkar allra besta, hvetja vinkonur mínar áfram og markmiðið er auðvitað að sigra og vera jákvæð innan vallar sem utan. Elísa Lana: Að keppa, skora mörk, fagna og berjast. Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnuheiminum? Andrea Marý: Já, Sara Björk Gunnarsdóttir er ótrúlega flott fyrirmynd og Christiano Ro- naldo er bestur í heimi. Elísa Lana: Margrét Lára er geggjuð með boltann og Gylfi Sig er FH-ingur og svaka- legur í fótbolta. Áttu þér uppáhaldslið í fótbolta? Andrea Marý: FH og Real Madrid. Elísa Lana: FH og Real Madrid. Ásdís Ýr Þorgrímsdóttir 12 ára Karen Þorgrímsdóttir 9 ára Lið: ÍA Hversu oft hefur þú tekið þátt á Síma- mótinu? Ásdís Ýr: Ég er að fara á Símamótið í sjötta skiptið í ár, en verð á hliðar- línunni þetta árið því ég handleggs- brotnaði fyrir tveimur vikum. Karen: Ég er að fara í fjórða skiptið í ár. Hvað er skemmtilegast við Símamót- ið? Ásdís Ýr: Að keppa í fótbolta og vera með öllum stelpunum alla helgina. Karen: Að keppa í fótbolta, gista í skólanum og svo á ég oft afmæli á þessu móti. Í fyrra fékk ég afmælis- söng frá Friðriki Dór. Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnu- heiminum? Ásdís Ýr: Margrét Lára Viðars- dóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir. Karen: Sara Björk Gunnarsdóttir. Áttu uppáhalds fótboltalið? Ásdís Ýr: Uppáhaldsliðin mín eru ÍA, Real Madrid og Manchester United. Karen: ÍA er uppáhaldsfótboltaliðið mitt. Helena Björk Arnarsdóttir 11 ára Rakel Vilma Arnarsdóttir 7 ára Anna Sigríður Arnarsdóttir 11 ára Lið: Fylkir. Hveru oft hefur þú tekið þátt á Símamótinu? Anna Sigríður: Tvisvar sinnum. Helena Björk: Tvisvar sinnum. Rakel Vilma: Einu sinni. Hvað er skemmtilegast við Símamótið? Anna Sigríður: Að spila fótbolta og að eiga skemmti- lega helgi með vinkonum mínum. Helena Björk: Að fá að keppa í vonandi góðu veðri og að vera með vinkonum mínum. Rakel Vilma: Að fara að keppa og að vinna leikina. Átt þú þér fyrirmynd í knattspyrnuheiminum? Anna Sigríður: Mamma mín sem spilaði fótbolta með Fylki þegar hún var yngri. Helena Björk: Ekki beint en mér finnst Hrafnhildur Hauksdóttir landsliðskona mjög flott fótboltakona. Rakel Vilma: Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir, þjálfar- inn minn. Átt þú þér uppáhaldslið í fótbolta? Anna Sigríður: Barcelona. Helena Björk: Manchester United. Rakel Vilma: Fylkir.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.