Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 22
Þakklát fyrir krabbameinið Sonja Georgsdóttir myndlistarkona segist þakklát fyrir að hafa fengið ólæknandi krabbamein því hún hafi lært meira á þeim örfáu mánuðum síðan hún greindist en á allri ævinni þangað til. Hún hefur lært að njóta stundarinnar og fundið meiri kær- leika en hún hélt að væri til. Sonja er óhrædd við dauðann og fyrst eftir að hún var greind sá hún þar tækifæri til að deyja án þeirrar fordæmingar sem fylgir sjálfsvígi. Hún ákvað hins vegar að þiggja meðferð og stendur nú – með dyggum stuðningi vina sinna – fyrir söfnun á útgáfu bókar sem spannar 25 ára feril hennar sem listamanns. É g hugsa ekki mikið um það beinlínis að ég sé að fara að deyja,“ segir Sonja Georgs- dóttir myndlistarkona. „Ég lít svo á að ég sé að ganga frá lausum endum. Ég er að taka til heima – hendi því sem ég get hent og gef það sem ég get gefið. Ég fann heila ferðatösku af sendibréfum sem ég var búin að merkja „Opnist eftir 30 ár!“ og ég ætlaði að lesa í ellinni en ég er búin að henda þeim. Satt að segja reiknaði ég ekki með því að gera þetta svona snemma,“ segir hún. Sonja er fimmtug á þessu ári, fædd 1965, og dauðvona. Í ágúst síðastliðnum var Sonja greind með fjórða stigs ólæknandi krabbamein og hefur síðan sætt sig við að hún deyr innan tíðar. „Ég fæ enn grátköst og mér finnst það allt í lagi. Í byrjun var ég viss um að ég gæti ekki hætt að gráta. Mér leið þannig að ef ég byrjaði að gráta þá myndi ég gráta að eilífu,“ segir Sonja og hlær við. Hún er glaðleg og mér finnst vera einkar létt yfir henni, ekki síst miðað við að vera að tala um dauðann. „Það er gott að gráta og hreinsandi. Ég græt smá hér og smá þar. Það er margt sem setur mig úr jafnvægi sem hefði ekki gert það áður. Ég sé fegurð í smæstu hlutum og það kemur við hjartað í mér,“ segir hún og vökn- ar um augun þrátt fyrir glaðlegan svip. „Ég hef lært að njóta þess að vera í núinu. Um daginn keypti ég mér nokkur fræ sem ég ákvað að gróðursetja í garðinum hjá mér. Sólin skein, ég sat í grasinu við að setja fræin niður og varð skyndilega hugsað til þess hvað þetta var yndis- leg stund. Þetta var svo heil upplif- un og það skipti engu máli hvort það myndi koma upp grænmeti af fræj- unum. Það þurfti ekkert framhald til að þessu stund væri heil. Hún var þegar orðin það,“ segir Sonja. Leitandi barn og áttavilltur unglingur Hún býr sjálf á Sogaveginum í Reykjavík en tekur á móti mér á heimili móður sinnar og eigin- manns hennar á Seltjarnarnesi. „Ég er hér þegar ég er sem veikust. Ég hef mikið til verið rúmliggjandi síðustu dagana og þegar ég er sem verst kemst ég ekki sjálf fram úr rúminu. Ég er einstaklega heppin að eiga þau að og þau hafa aðstoð- að mig mikið,“ segir Sonja. Það var henni mikið áfall þegar hún fékk að vita að hún væri með ólæknandi krabbamein en áfallið hafi ekki verið síðra fyrir móður hennar. „Ég fékk taugaáfall en þetta var ekki síður taugaáfall fyrir fjölskylduna, sér í lagi mömmu. Ég held að hún, blessunin, hafi tekið þetta mest nærri sér. Það tók mig smá tíma að átta mig á stöðunni en mamma hefur sjálf verið með krabbamein, og maðurinn hennar, þannig að þau gerðu sér betur grein fyrir alvar- leika málsins, sér í lagi því þau voru aldrei úrskurðuð dauðvona,“ segir hún. Sonja var leitandi sem barn og áttavillt sem unglingur. Hún byrj- aði snemma að drekka ótæpilega og fann sig hvergi í tilverunni, allra síst vissi hún hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór. Það var ekki fyrr en hún var orðin 25 ára atvinnulaus í Kaupmannahöfn sem hún fann köllun sína. „Ég fór þar á ýmis námskeið hjá atvinnumiðlun- inni. Sum námskeiðin voru skylda en önnur voru val og þarna fyrst fór ég að reyna fyrir mér við að teikna. Ég var ekki þessi krakki sem var sífellt teiknandi heldur uppgötvaði ég það ekki fyrr en 25 ára gömul að myndlist lægi vel fyrir mér. Þarna kviknaði einhver blossi innra með mér og mér hreinlega fannst ég springa út.“ Sonja flutti brátt aftur heim til Íslands og útskrifaðist úr skúlptúrdeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1994. Eftir það hóf hún framhaldsnám í Scho- ol of Visual Art í New York og út- skrifaðist þaðan með MFA gráðu í myndlist árið 1998. Hún unni sér vel þar ytra og ílengdist í New York til ársins 2002 er hún fluttist aftur til Danmerkur um tveggja ára skeið. Sonja hefur verið búsett og starfað á Íslandi frá árinu 2004. Nýtur sín best í myndlistinni Verk Sonju eru margbreytileg enda Gildi – Karolina Fund Sonja Georgs- dóttir gerir upp 25 ára feril sinn sem myndlistamaður í bókinni, Gildi/Can- cer closure. Hún og vinir hennar standa fyrir hópfjármögn- un á Karolina Fund til að standa undir útgáfunni. Söfnunin stendur til 6. júlí og hægt er að leggja til söfnunarinnar allt frá 10 evrum, fyrir 25 evrur fæst eintak af bókinni, en hægt er að leggja allt að 800 evrur til söfnunarinnar og fæst þá að auki stórt listaverk eftir Sonju. Nauðsynlegt er að skrá sig inn á Karolina Fund til að leggja sitt af mörkum en ekki verður af útgáfunni og fólk ekki rukkað nema náist að safna þeim 5000 evrum sem lagt er upp með. Þegar hafa safnast áheit upp á um helming þeirrar upphæðar. Karolinafund.com/ project/view/856 Sonja Georgsdóttir hefur lært að njóta stundarinnar síðan hún greindist með ólækn- andi krabbamein og sér nú fegurðina í smæstu hlutum. Mynd/Hari hefur hún unnið í ýmsa miðla á ferli sínum. Hún hefur unnið mínimalíska hugmyndalist þar sem form og hversdagslegir hlutir úr umhverfinu eru dregnir út úr samhengi sínu en þó látnir falla inn í umhverfið. Þannig urðu til form án beins nota- gildis sem augað las sem form með notagildi og hversdagslegir nytjahlutir svo sem rafmagnsinn- stungur og niðurföll urðu að myndrænum form- um og myndum. Í hennar fórum er einnig finna málverk, klippimyndir og myndbandsverk, svo eitthvað sé nefnt. Sonja Georgsdóttir gerir upp 25 ára feril sinn sem myndlistamaður í bókinni „Gildi/Cancer closure“ sem hefur að geyma myndir af málverk- um hennar, teikningum og innsetningum auk myndbanda á geisladisk. Hún safnar nú fyrir út- gáfunni á Karolina Fund en söfnuninni lýkur 6. júlí. „Hugmyndin að því að gefa út þessa bók kom í vetur. Ég fór strax í uppskurð og lyfjameðferðir sem fóru mjög illa í mig. Lyfjameðferðirnar voru á fjögurra vikna fresti og þar á eftir var alltaf ein vika þar sem ég var rúmliggjandi. Ég talaði um það í gríni að ég væri í „kímókóma“ en í þessu hálfgerða lyfjadái vöknuðu alls konar hugmyndir. Ein þeirra var að taka saman yfirlit yfir verkin mín sem ættingjar og vinir gætu notið. Ég viðraði þessa hugmynd við vini mína og þeir lögðu þá strax til að fjármagna þetta í gegnum Karolina Fund,“ segir hún en það eru þau María Péturs- dóttir verkefnisstjóri, Bragi Halldórsson hönn- uður og Almar Ingason ljósmyndari sem leggja henni lið við verkefnið. „Vonandi gengur þetta upp en ef ekki þá verður það bara þannig,“ segir hún. „Þessi tími sem ég hef unnið við myndlistina er sá tími þar sem ég hef notið mín hvað mest, notið þess að vera ég í staðinn fyrir að reyna að vera einhver önnur. Það er ekki öllum gefið að vera sáttur við sjálfan sig eins og maður er. Ég er töluverður gallagripur en ég á líka margar góðar hliðar sem ég held að vegi vel upp á móti göll- unum,“ segir hún. Heldur vinskap við fyrrverandi ástkonur Sonja er einhleyp og barnlaus, hún er samkyn- hneigð og segir flest ástarsambönd sín ekki hafa staðið lengur en um þrjú ár. „Ég er svona þriggja- ára-sambands-kona,“ segir hún og brosir. „Það hefur einhvern veginn legið fyrir mér að búa á sama staðnum í 3 ár, vera í sambandi í 3 ár, vera í vinnu í 3 ár. Ég hef hins vegar verið svo heppin að flestar af þessum konum eru góðir vinir mínir í dag. Ég er mjög ánægð með að við höfum hald- Framhald á næstu opnu 22 viðtal Helgin 26.-28. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.