Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 50
50 matur & vín Helgin 26.-28. júní 2015
Coste Carezzi
Parziale
Appassimento
Gerð: Rauðvín
Þrúga: Cabernet
Sauvignon – Merlot
Uppruni: Veneto,
Ítalía
Styrkleiki: 14%
Verð í Vínbúð-
unum: kr. 6.399 3L
Smá sæta, milt en
kryddað.
Mixtus
Chardonnay
Chenin
Gerð: Hvítvín
Þrúga: Blanda af
Chardonnay og
Chenin
Uppruni: Argentína
Styrkleiki: 12%
Verð í Vínbúð-
unum: kr. 5.298 3L
Pínu súrt með greip-
bragði. Fínt á góðum
sumardegi.
Drostdy-
Hof Chenin
Blanc
Gerð: Hvítvín
Þrúga: Chenin Blanc
Uppruni: Suður-
Afríka
Styrkleiki: 12%
Verð í Vínbúð-
unum: kr. 5.199 3L
Þurrt með ljósum
ávexti og eplum.
Sýruríkt.
Vina Maipo
Cabernet
Sauvignon
Gerð: Rauðvín
Þrúga: Cabernet
Sauvignon
Uppruni: Chile
Styrkleiki: 11,5%
Verð í Vínbúð-
unum: kr. 4.998 3L
Milt og hentar
flestum. Gott verð.
Pata Negra
Tempranillo
Barrel Aged
Gerð: Rauðvín
Þrúga: Tempranillo
Uppruni: Spánn
Styrkleiki: 13%
Verð í Vínbúð-
unum: kr. 5.699 3L
Dökkur og mikill
ávöxtur. Fínt með
grillkjötinu.
Two Oceans
Sauvignon
Blanc
Gerð: Hvítvín
Þrúga: Sauvignon
Blanc
Uppruni: Suður-
Afríka
Styrkleiki: 12,5%
Verð í Vínbúð-
unum: kr. 5.399 3L
Sítrus og smá
suðrænn seiðingur.
Fersk sýra. Gott með
skelfiski.
Xxxxxx
Xxxxx: Xxxxx
Vín vikunnar
Höskuldur Daði Magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is
klippið
Sendu okkur 5 toppa af Merrild
umbúðum og þú gætir unnið hina
sígildu kaffikönnu frá Stelton.
10 heppnir vinningshafar verða
dregnir út í hverri viku frá 30. júní til
1. september 2015, alls 100 talsins.
Þátttökuumslög í öllum verslunum. Á Facebook-síðu okkar, Facebook/Merrild á Íslandi, verða birt
úrslit auk frekari upplýsinga um leikinn.
Geta kassavín
verið klassavín?
K assavín eru vinsæl á Íslandi. Eflaust er upp undir 40% af öllu léttvíni sem selst í
þess konar umbúðum. Samt er orð-
spor kassavínsins ekki jafn gott og
flöskuvína. Kannski skiljanlegt því
hægt er að fá mun dýrari og betri
vín í flöskum en kössum en kassavín
og sama vín á flösku er sama vínið
og bragðast nákvæmlega eins. Svo
er hægt að gera kostakaup í kassa-
vínum. Bæði eru þau oft ódýrari en
sama vín í flöskum og svo geymast
þau tíu sinnum lengur eftir opnun en
flöskuvínin. Annar kostur við kassa-
vínin er að þau eru miklu umhverfis-
vænni en flöskuvínin. Kassavín eru
vín sem á að njóta strax, helst innan
árs frá framleiðsludegi. Þau henta
ekki til geymslu óopnuð en haldast
þó fersk í opnuðum kassanum í 6-8
vikur og lengur séu þau
geymd í kæliskáp. Þau
eru því einkar þægileg
sé ætlunin að fá sér bara
eitt glas með matnum,
annað slagið. Þegar
vínið er að klárast
borgar sig að opna
kassann og kreista
síðustu dropana úr
pokanum. Það eru
nefnilega alltaf eitt
til tvö glös eftir þegar
hægist á bununni úr
kassanum. Svo er um að
gera að endurnýta pok-
ann undan víninu. Hann
er hægt að þrífa og nýta
sem vatnsgeymslu eða
jafnvel til að vökva
blómin.
Fjögur frábær tækifæri fyrir kassavín
1. Geyma í
kæliskápnum
til að fá sér eitt
og eitt glas með
matnum annað
slagið. Geymist
þannig vikum
saman og helst
ferskt.
2. Taka með í
útileguna eða
ferðalagið. Raðast
vel í bílnum, þú
þarft bara einn
kassa en 4 flöskur
fyrir sama magn. Er
umhverfisvænt og endur-
nýtanlegt sem vatnspoki.
3. Sparnaður
fyrir stórafmælið,
útskriftarveisluna
eða bara hvaða
partí sem er. Ef þú
vilt ekki að gestirnir
sjái kassann þá er um
að gera að fylla á glösin inni í
eldhúsi eða setja í karöflur.
4. Í grillveisluna þar sem allir
eru afslappaðir úti við að
skemmta sér.