Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Austlæg átt, 3-10 m/s, hvAssAst syðst. BjArt- viðri Nv-til eN skýjAð sA-til, hlýtt í veðri. höfuðBorgArsvæðið: Austlæg átt og bjArtviðri, hlýtt í veðri. fremur hæg Austlæg átt, BjArtviðri vestAN- til eN skúrir eðA rigNiNg sA- og A-lANds. höfuðBorgArsvæðið: Austlæg átt og bjArtviðri, hiti breytist lítið. suðAustAN 5-13, hvAssAst sA-til, rigNiNg eN léttskýjAð Nv-lANds. höfuðBorgArsvæðið: Austlæg átt, bjArtviðri og fremur hlýtt. Blíðskaparveður um helgina um helgina sækir hlýtt loft að landinu og útlit er fyrir hið fallegasta veður norðvestan- og vestanlands. suðaust- antil og á Austurlandi verður skýjað og á laugardag og sunnudag er útlit fyrir vætu á þeim slóðum, einkum undir vatnajökli. hiti er í hærri kantinum vestanlands, og gæti náð yfir 20 gráður staðbundið. 13 17 15 15 13 14 16 13 13 12 15 15 12 11 11 elín Björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is  dómsmál meginreglan í íslensku réttarkerFi eru opin réttarhöld Vilja opin réttarhöld í málum vændiskaupenda sigríður ingibjörg ingadóttir alþingismaður ætlar að leggja fram fyrirspurn til innanríkisráðherra um hvort lagabreytingu þurfi til að tryggja opin réttarhöld í málum vændiskaupenda. Kvennahreyfing Samfylkingarinnar stóð fyrir alþjóðlegu mál- þingi í vikunni um áhrif löggjafar um bann við kaupum á vændi. Þar voru kynntar niðurstöður norskrar rannsóknar þar sem kom fram að vændi og eftirspurn eftir því minnkaði í Noregi eftir lagasetninguna. s igríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinn-ar, vinnur nú að fyrirspurn til innanríkisráðherra sem hún hyggst leggja fram á Alþingi í næstu viku um málsmeðferð vændiskaupa- mála. „Ég vil fá svör við því hvort lagabreytingu þurfi til að tryggja opin réttarhöld í þessum málum og hvort til standi að auka rannsókn- arheimildir miðað við refsiramma brotanna,“ segir hún. Kvennahreyfing Samfylkingar- innar hélt á þriðjudaginn alþjóð- legt málþing um áhrif löggjafar af banni við kaupum á vændi á Ís- landi, í Noregi og í Svíþjóð. Þar voru til að mynda kynntar niðurstöður norskrar rannsóknar á hinni svo- kölluðu sænsku leið, að gera kaup á vændi refsiverð, og kom þar berlega í ljós að vændi – sem og eftirspurn eftir því – minnkaði í Noregi eftir að vændiskaup voru bönnuð með lögum. Engar íslenskar rannsóknir liggja fyrir um áhrif löggjafarinnar. Heiða Björk Hilmisdóttir, formað- ur Kvennahreyfingar Samfylking- arinnar, segir málþingið hafa ver- ið afar árangursríkt en þingkonur frá Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi voru meðal frummælenda. „Niður- staða málþingsins var sú að innleiða þyrfti sænsku leiðina í öllum Evr- ópulöndum. Þjóðverjar standa nú ráðþrota gagnvart þessum vanda en í Írlandi tóku nýlega gildi lög um bann við vændiskaupum og í Frakklandi hefur verið samþykkt að fara þessa leið en hún hefur ekki enn komið til framkvæmda,“ segir hún. Heiða Björk bendir á að á mál- þinginu hafi fyrrverandi utanríkis- ráðherra Finnlands sagt að grunur leiki á að um 250 stúlkur frá Austur- Evrópu fari vikulega um flugvelli þar í landi á leið í vændi. Sigríður Ingibjörg tók þessi mál til umræðu á Alþingi á miðvikudag- inn og benti á að aukinn áhugi lög- reglu á vændismálum og mansali skili sér svo eftir sé tekið. „Árið 2013 komu 167 mál um ólögleg kaup á vændi til kasta lögreglu miðað við 12-13 mál árið á undan og árið á eftir. Rannsóknarheimildir lög- reglu virðast ónógar og réttarhöld vegna brota á þessum lögum eru lokuð. Þrátt fyrir að ríkissaksókn- ari, lögregla og kvenkyns dómarar vilji að réttarhöldin séu opin þurfa þau að lúta í lægra haldi fyrir meiri hluta niðurstöðu karlkyns dómara í Hæstarétti,“ sagði hún á Alþingi. Sigríður og Heiða eru sam- mála um að opna þurfi réttarhöld í vændiskaupamálum þannig að fælingarmáttur löggjafarinnar sé sem mestur og segjast þær báðar ætla að beita sér fyrir því í framhaldi af fyrirspurn Sigríðar til innanríkisráðherra. Sigríður segir að hún telji raunar að ekki þurfi lagabreytingu til að réttarhöldin séu opin en gott sé að fá staðfestingu á því hvort það sé raunin. „Það er meginregla í ís- lensku réttar- kerfi að réttar- höld séu opin og þeim ekki lokað nema af sérstöku ástæðum, til að mynda til að vernda brotaþola,“ segir hún en í fyrir- spurninni sem hún vinnur að spyr Sigr íð - ur Ingibjörg einnig um hvað stjór- nvöld hafi gert til að kortleggja umfang vandans og til - komu hans. erla hlynsdóttir erla@frettatiminn.is sigríður ingibjörg ingadóttir vinnur að fyrirspurn til innanríkis- ráðherra, Ólafar Nordal, um hvort laga- breytingu þurfi til að hafa réttarhöld opin í vændiskaupa- málum. Mynd/Hari hringinn í kringum landið á gömlum traktorum hálfrar aldar draumur tveggja vina varð að veruleika þegar hringferð þeirra hófst í gær, fimmtudag, á traktorum hringinn í kringum landið. Þeir kalla sig vini ferguson og fara hringinn á tveimur massey ferguson traktorum. Annar þeirra er traktorinn sem þeir unnu á í sveitinni fyrir fimmtíu árum. Karl friðriksson, framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, og Grétar Gústavsson, meistari í bifvélavirkjun og áhugamaður um búvélar og fornbíla, voru saman í sveit á bænum valdarási frá fimm ára aldri fram á unglingsár og unnu ýmis sveitastörf. „Það kom aldrei til greina annað en að fara á traktornum okkar, þeim sem við lékum okkur í og unnum á í sveitinni. massey ferguson, tegund 35X, árgerð 1963, enda hefur þessi draumur blundað í okkur í 50 ár og við erum sammála um að maður eigi að láta góða drauma rætast,“ segir Karl. „okkur var auðvitað sýnd mikil ábyrgð og leyfðist að ferðast um á vélunum milli bæja og svo notuðum við traktorana okkur til skemmtunar þegar tími gafst til,” segir Grétar. stöðvað verður á öllum olísstöðvum á leiðinni þar sem fólk fær að skoða vélar og ökumenn. áætlað er að hringferðinni ljúki við olísstöðina á Norðlingaholti 8. júlí. Félagarnir leggja góðu málefni lið með ferðalaginu og safna áheitum í gegnum símanúmerið 904 1900, fyrir 500 krónur, en ágóðinn rennur til vináttu – forvarnarverkefnis barnaheilla gegn einelti í leikskólum. -jh 4 fréttir Helgin 26.-28. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.