Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 40
40 heilsutíminn Helgin 26.-28. júní 2015
FÆST Í HEILSUBÚÐUM OG FLESTUM MATVÖRUVERSLUNUM
Nitric Oxide
ÞAÐ KEMUR EKKI Á ÓVART
BEETELITE NOTENDUR
ERU Í EFSTU SÆTUNUM
Meiri orka, þrek, úthald
1 skot 30 mín. fyrir æfingar, keppnir blandað í 100 - 150 ml af vatni.
Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði og súrefnis upptaka
30 mín. eftir inntöku.
Eitt skot = 1 líter af rauðrófusafa eða 6 rauðrófur. 100% lífrænt
Fæst í Heilsuhúsinu og Heilsuver,
Tri ehf. og Heimkaup.is
4 sinnum Olympíu triathlon meistari Hunter Kemper
V
IT
EX
.IS
Hvenær er þörf á sér-
stakri hjólatryggingu?
Hjólamenningin hér á landi er í miklum blóma. Hjólum og hjólreiðafólki fer fjölgandi og vinsældir
hjólreiðakeppna aukast ár frá ári. Að mörgu þarf að huga áður en haldið er út í hjólasumarið og
eru tryggingamál ofarlega á listanum. Fréttatíminn fékk Jóneyju Hrönn Gylfadóttur, sérfræðing
hjá Sjóvá, til að fara yfir hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að hjólatryggingum.
F jölskyldutrygging bætir ýmis tjón sem verða á reiðhjólum en bætur eru mismunandi
eftir því hvers konar tryggingu þú
ert með,“ segir Jóney. Algengasta
tjón sem hjólreiðafólk verður fyrir er
þegar það lendir í því að reiðhjólum
þeirra er stolið ýmist utandyra eða
í innbrotum, að sögn Jóneyjar. „Til
að fá bættan þjófnað þarf hjólið að
hafa verið læst utandyra við fastan
hlut eða sjáanleg merki um innbrot.
Við mælum því með að hjól séu ávallt
læst í reiðhjólageymslum og öðrum
svæðum þar sem margir ganga um.
Reiðhjólageymslur eru oft opnar og
því yrðu ekki sjáanleg merki um inn-
brot ef hjóli væri stolið.“
Verðmæti hjólsins skiptir máli
Jóney segir að mikilvægt sé að
hafa verðmæti hjólsins í huga þegar
það er tryggt. „Dýrum reiðhjólum
hefur fjölgað gríðarlega í takt við
aukinn áhuga á hjólreiðum. Ef
þú átt hjól sem er verðmætara en
500.000 krónur mælum við með
að keypt sé sérstök trygging fyr-
ir reiðhjól.“ Líkt og er með hefð-
bundna heim il is- eða fjölskyldu
trygg ingu er eig in áhætta 25% en
með því að tryggja hjólið sér er það
bætt óháð verðmati.
Sérstök slysatrygging fyrir
hjólakeppnir
Þeir sem ætla að keppa á hjóli
þurfa að huga sérstaklega að trygg-
ingum. „Í frítímaslysatryggingu
sem fylgir ákveðnum fjölskyldu-
trygginum eru bætt slys í íþrótt-
um sem stundaðar eru til heilsu-
bótar og skemmtunar,“ segir Jóney.
Sú trygging bætir hins vegar ekki
slys sem verða í keppni eða við æf-
ingar til undirbúnings fyrir keppni.
„Til að þú sért tryggður í keppnisí-
þróttum ráðleggjum við því fólki
að hafa almenna slysatryggingu.“
Það er því fyrir öllu að tryggja bæði
hjólið og hjólreiðakappann, áður en
haldið er út í hjólasumarið.
Þegar kemur að því að tryggja hjól er æskilegt að tryggja dýr hjól sérstaklega. Ef stefnt er á hjólreiðakeppni er nauðsynlegt að
hafa slysatryggingu. Mynd/Shutterstock.