Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 10
Caddy City er enn einfaldari og hagkvæmari útfærsla af Volkswagen Caddy, sniðin að þörfum þeirra sem vilja traustan vinnufélaga til að létta sér lífið við dagleg störf. City er viðbót í sendibílalínu Volkswagen Caddy. Volkswagen Caddy hefur árum saman verið mest seldi atvinnubíllinn á Íslandi. Með tilkomu City er enn auðveldara að bætast í hóp hæstánægðra Volkswagen eigenda. Caddy City kostar aðeins frá 2.630.000 kr. (2.120.968 kr. án vsk) Caddy með nýju sniði Atvinnubílar Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Vinsælasti atvinnubíll á Íslandi síðastliðin ár! www.volkswagen.is Fjölga þarf úrræðum ríkissátta- semjara Fyrrum ríkissáttasemjari og sérfræðingur í vinnumarkaðs- málum eru sammála um að endurskoða þurfi vinnumarkaðs- löggjöfina. Fjölga þurfi úrræðum sem sáttasemjari geti gripið til náist ekki sátt milli deilenda. Lögin voru sett fyrir 80 árum og átti að endurskoða gagngert stuttu síðar. Það hefur ekki verið gert og skortir okkur nú úrræði sem önnur Norðurlöndin geta gripið til í álíka aðstæðum. G ylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í viðskiptafræði, hefur í tuttugu ár talað fyrir breyt- ingum á vinnulöggjöfinni og nýjum starfsaðferðum við gerð kjarasamn- inga. Lögin um stéttarfélög og vinnu- markaðsdeilur hafa lítið breyst í þau 80 ár sem liðin eru frá því þau voru sett þrátt fyrir að þau hafi verið hugsuð til skamms tíma, líkt og fram kemur í greinargerð með lögunum: „Engum mun þó ljósara en nefndinni, að ekki má við því búast að hér sé um neina framtíðarlausn að ræða. Annars staðar hefur fyrsta löggjöf af þessu tagi yfir- leitt þarfnast endurskoðunar, lagfær- ingar og viðbóta eftir skamman tíma.“ „Það þarf að samræma vinnulög- gjöfina milli hins opinbera og almenna vinnumarkaðar,“ segir Gylfi í samtali við Fréttatímann. „Um þessa hópa gilda tvenn lög [nr 80/1938 lög um stéttar- félög og vinnudeilur annars vegar og lög nr. nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna]. Inn í lög um stéttarfélög kemur frestunarheimild árið 1996 þar sem samninganefnd eða til þess bærum fyrirsvarsmönnum samningsaðila er heimilt að aflýsa vinnustöðvun,“ bendir Gylfi á. „Þetta er mikilvægt ákvæði eins og dæmin hafa sannað og sýnt upp á síðkastið þegar verkföllum á almenn- um vinnumarkaði hefur verið frestað. Frestunarheimild sem þessari er ekki fyrir að fara í lögum um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna og er það bagalegt, því að þegar opinberir starfs- menn hefja verkfall má segja að þeir séu í raun læstir í verkfalli og verða að „klára“ deiluna. Þegar þessu ákvæði var bætt inn í hina almennu vinnulög- gjöf árið 1996 segir í greinargerð með þessum breytingum að svona frest- unarheimild sé ekki fyrir að fara hjá opinberum starfsmönnum og sé það bagalegt,“ segir Gylfi. Magnús Pétursson var ríkis- sáttasemjari frá 2008 þar til nú í vor. Hann segir skorta úr- ræði sem sáttasemjari getur gripið til, svo sem að geta frestað verkfalli tímabundið án þess að löggjafinn komi strax í málið. Gylfi Dalmann Aðalsteins- son, dósent í viðskiptafræði, hefur talað fyrir breytingum á vinnulöggjöfinni í tvo áratugi. Sérfræðingar í vinnumark- aðsmálum eru sammála um að skortur sé á úrræði fyrir sáttasemjara þegar deilt er um kjarasamninga. 10 fréttaskýring Helgin 26.-28. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.