Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 8
 Sjóferðalög Nýr kafli í þróuN SkemmtiferðaSigliNga Hringferðir skemmtiferðaskipa umhverfis Ísland þ rjú skemmtiferðaskip sigla nú hringinn í kringum Ísland, skipin Ocean Diamond, Sea Explorer og Sea Spirit, en stefnt er að því að þau sigli nokkrum sinnum í kringum landið í sumar. Von er fleiri skemmtiferðaskipum í sömu erinda- gjörðum, meðal annars hinu þekkta skipi National Geographic Explorer. „Við erum að sjá nýjar áherslur í komu skemmtiferðaskipa sem sigla nú í auknum mæli hringinn í kring- um Ísland yfir sumartímann. Skipin hafa viðkomu á allmörgum stöðum á landinu auk Reykjavíkur og tekur hver ferð yfirleitt 10 daga. Það má segja að þetta sé nýjasti kaflinn í þróun skemmtiferðasiglinga hingað til lands. Þetta hefur í för með sér að minni byggðarlög á landsbyggð- inni fá mun fleiri ferðamenn í heim- sókn en ella,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, en fyrirtækið sér um að þjónusta skipin meðan á dvöl þeirra stendur. Skipin stoppa daglega í nýrri höfn. Þau hafa viðkomu í Reykjavík, Grundarfirði, Stykkishólmi, Flatey, Ísafirði, Vigur, Grímsey, Siglufirði, Akureyri, Seyðisfirði, Eskifirði, Nes- kaupstað, Djúpavogi, Höfn og Vest- mannaeyjum. Skipin sigla þó ekki á allar hafnir í hverri ferð en skipta nokkuð jafnt á milli staða. Þegar skipin koma aftur til Reykjavíkur skipta þau um farþega. „Það er á margan hátt mjög þægi- legt fyrir farþegana að búa á siglandi hóteli því þeir eru þá í sama herbergi allan tímann,“ segir Björn. „Ferða- menn sem sigla með skipunum fara í náttúruskoðun sem og heimsækja bæina þar skipin hafa viðkomu og það sem þeir hafa upp á að bjóða, meðal annars söfn, verslun og veit- ingastaði.“ -jh National Geographic Explorer.  Veður Sumarið lokSiNS komið fyrir alVöru Spáin lygilega góð Veðurspáin fyrir helgina er hin besta. Austanátt, sólskin og hlýtt loft verma landsmenn vestan- og norðvestanlands þar sem hiti gæti náð 20 gráðum. Suðaustantil og á Austurlandi verður skýjað á köflum en hlýtt. „Blíðskaparveður um allt land þó ekki verði sól allsstaðar,“ segir Elín Björk Jónas- dóttir veðurfræðingur. Opnað verður fyrir umferð í Kverkfjöll og Dreka í dag, föstudag. É g held að mesta dásemdar-veður helgarinnar verði á Vestfjörðum,“ segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. „En það á eftir að viðra vel um allt norðvest- anvert og vestanvert landið þar sem búast má við 20° hita. Það gæti líka orðið mikið blíðskaparveður í Skaga- firði sem er heppilegt fyrir þá sem ætla á nýju tónlistarhátíðina á Reykj- aströndinni, þeir detta í lukkupottinn. Spáin fyrir helgina er lygilega góð og það er austanáttinni að þakka.“ Suðupottur í Húsafelli „Það er alltaf hætta á þoku í hægri austanátt, því þá nær ekki að hlýna í sólarleysi, en um helgina virðist ætla að fara saman sól, hlýtt loft yfir land- inu og austangola og þannig hefst þetta. Breiðafjörðurinn og Snæfells- nesið eru góðir áfangastaðir þessa helgina og Húsafell verður örugg- lega suðupottur eins og svo oft í svona veðri. En það lítur út fyrir blíð- skaparveður um allt land, þó ekki verði sól allsstaðar. Þeir sem eru búnir að ákveða að fara austur á land þurfa ekki að örvænta þó það verði ekki glampandi sól því það verður ofsalega gott og milt veður. Þetta er algjörlega frábært gönguveður, því það er hlýtt hægviðri og þurrt að mestu fram á sunnudag, sem þýðir minni líkur á að fólk sólbrenni.“ Opnað í Kverkfjöll og Dreka Hitastig verður töluvert hærra en síðustu daga á hálendinu sem gæti hjálpað til við að leysa snjóa og flýta fyrir opnun fjallveganna sem flestir eru enn lokaðir. Samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni er enn allt á kafi í snjó í Lakagígum og ekkert útlit fyrir að þangað verði hægt að komast á næstunni en þó verður opnað upp að Fagrafossi og Eldgjá í dag, föstudag. „Við munum líka opna veginn í Kverkfjöll og Dreka á föstudag en það verður líklega lokað í Sigöldu og Landmannalaugar þar til eftir helgi,“ sagði Kristinn Jóns- son hjá Vegagerðinni. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Rauðisandur á góðum degi. Um helgina verður langbesta veðrið vestanlands þar sem búast má við hægri austangolu, sól og 20° hita. Perspi Guard Bakteríusápa og svitastoppari Dreifing: Ýmus ehf Fæst í apótekum Til meðhöndlunar á vandamálum vegna ofsvitnunar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í þessari frábæru ferð kynnumst við töfrandi menningu og mannlífi suðrænna landa. Við dveljum í bænum Valence, Tossa de Mar við Costa Brava ströndina og heimsborginni Lyon. Farið verður í ótal skoðunarferðir m.a. til Barcelona, í Montserrat klaustrið í Katalónsku hæðunum og Figueres, fæðingarborgar Salvadors Dalí. Verð: 218.800 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Soffía Halldórsdóttir 12. - 22. september Suður-Frakkland & Spánn Sumar 24 NM 68 96 8 Siminn.is/spotify*Gildir fyrir Spotify Premium áskrift hjá Símanum 8 fréttir Helgin 26.-28. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.