Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 2
Píratar með nær þriðjungsfylgi Píratar mælast með mest fylgi allra stjórn- málaflokka í nýrri könnun MMR, 32,4%, borið saman við 34,5% fylgi í síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,3% en fylgi flokksins var 21,1% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 11,6% borið saman við 11,8% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,5%, borið saman við 11,1% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflok- ksins mældist nú 10%, borið saman við 11,3% í síðustu könnun og fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 6,8%, borið saman við 6,7% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mældist undir 2%. Könnunin var framkvæmd dagana 16. til 24. júní og var heildarfjöldi svarenda 931 einstaklingur, 18 ára og eldri. Hreyfing á fylgi flokkanna er innan vikmarka milli kannana. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 31,9% en var 29,4% í síðustu mælingu. -jh Iðnaðarmenn sömdu Fulltrúar iðnaðarmannafélaga undirrituðu kjarasamning við Samtök atvinnulífsins á mánudagsköld. Þar með var komið í veg fyrir víðtækt verkfall iðnaðarmanna. Þau félög sem sömdu voru Félag hársnyrti- sveina, Grafía/FBM, Matvís, Rafiðnaðar- samband Íslands, Samiðn og Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Samþykkt á almenna markaðnum Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins samþykktu kjarasam- ning félaganna við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda sem skrifað var undir í maílok. Úrslit í atkvæðagreiðslum félagsmanna lágu fyrir fyrr í vikunni. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund m anns á vinnumar- kaði. Enn kröftugur vöxtur í komu erlendra ferðamanna Alls komu 217 þúsund erlendir ferða- menn til landsins í gegnum Leifsstöð á fyrsta ársfjórðungi og voru þeir 31,4% fleiri en á sama fjórðungi í fyrra. Árið fer því kröftuglega af stað rétt eins og það hefur gert á síðustu árum, að því er fram kemur í Hagsjá Landsban- kans. „Sé litið til þróunarinnar á fyrsta ársfjórðungi tvö ár aftur í tímann var vöxturinn 39% árið 2013 og 35% í fyrra og 31% nú. Það gæti bent til þess að farið sé að hægja á vextinum í komum ferðamanna hingað til lands en vöxtu- rinn á síðustu árum hefur verið langt umfram sögulegan meðalvöxt, 8%“ Suður England og Wales 10.-16.ágúst Sjö daga ferð um Suður England og Wales Ein af vinsælustu ferðunum okkar Ekið um borgir og þorp í hjarta Englands og komið víða við. Skemmtileg og fræðandi ferð. Skoðunarferðir alla daga og hálft fæði innifalið. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson. Verð frá 198.500,- kr Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónssonar Borgartún 34, 105 Reykjavík, S: 511-1515, outgoing@gjtravel.is , www.ferdir.is  Umhverfismál Borgin mUn Bjóða Upp á plastendUrvinnslUtUnnUr Erfitt fyrir borgina að banna plastpoka „Fólk er greinilega mjög áhuga- samt um endurvinnslu og með- höndlun á úrgangi,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri um- hverfis- og úrgangsstjórnunar hjá Reykjavíkurborg, en hún sat kynn- ingarfund um framtíð borgarinnar í úrgangsmálum á Kjarvalsstöðum í vikunni. Kannanir sýna að borgarbúar er duglegir að flokka til endurvinnslu og vilja flokka enn meira og því hefur borgin ákveðið að bjóða upp á plastendurvinnslutunnu við hvert heimili siðar á árinu. Tunnan verður græn á litinn og verður losuð á 28 daga fresti. Að draga úr myndun úrgangs er kjarninn í nýrri aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar um framtíð úr- gangsmála og nokkrar tillögur borg- arinnar voru kynntar á fundinum. Aðspurð um stefnu borgarinnar þeg- ar kemur að notkun einnota plast- poka og hvort Reykjavík hefði í huga að taka sér aðrar stórborgir til fyr- irmyndar og banna notkun þeirra, sagði Eygerður það vera vandasamt verk að ráðast í. „Ein af okkar hugmyndum þegar kemur að úrgangsforvörnum er átak gegn plastpokanotkun. En við viljum ekki ráðast í það verkefni að banna plastpoka nema það sé raunverulega hægt. Ég veit ekki hvort borgin hef- ur bolmagn til að standa fyrir slíku banni ein og sér því bann við plast- pokanotkun þarf auðvitað að vera í samstarfi við svo marga aðila.“ Eins og er býður Gámaþjónustan upp á alhliða endurvinnslutunnu til heimila á höfuðborgarsvæðinu og eru um 3000 heimili sem nýta sér þá þjónustu í dag. Í þá tunnu má setja plast, pappír, rafhlöður, málma og fernur og kostar sú þjónusta 816 krónur á mánuði sé tunnan tæmd á átta vikna fresti en 1.255 krónur sé hún tæmd á fjögurra vikna fresti. Ey- gerður telur að græna tunna borgar- innar muni kosta borgarbúa svipaða upphæð á ári og bláa pappírstunnan, eða 558 krónur á mánuði. -hh Reykjavíkurborg mun bjóða upp á plastendurvinnslutunnu við hvert hús síðar á árinu. Of flókið er að banna plastpoka eins og gert hefur verið í borgum víða um heim. MYND AF RÖGNU Ragna Árnadóttir kynnti niðurstöður stýrihópsins í gær, fimmtudag: „Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið bitbein og deilumál og er það mikilvægt að okkar mati að gögnin sem við leggjum fram verði rædd og skoðuð. Við leggjum áherslu á að óvissan er versta niðurstaðan.“ Mynd/Hari  rögnUnefnd hvassahraUn talinn fýsilegasti kostUrinn Flugvöllur í Vatnsmýri kostar meira en nýr Fýsilegasta staðsetningin fyrir nýjan innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu er í Hvassahrauni, á mörkum sveitarfélaganna Hafnarfjarðar og Voga, samkvæmt niðurstöðum Rögnunefndarinnar svokölluðu. Uppbygging flugvallar í Vatnsmýri væri kostnaðarsamari en að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. k ostnaður við framtíðarupp-byggingu innanlandsflug-vallar í Vatnsmýrinni er meiri en við uppbyggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni sem stýrihópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar telur fýsilegastan þeirra kosta sem skoð- aðir voru. Hvassahraun er þó einna fjærst frá byggðarmiðju og því ber að skoða að viðbragðstími vegna sjúkra- flugs lengist um 8,5-12 mínútur verði flugvöllurinn þar. Hvassahraun, sem er á mörkum sveitarfélaganna Hafn- arfjarðar og Voga, kemur best út af þeim fimm flugvallarkostum sem stýrihópurinn skoðaði. Niðurstöður hópsins voru kynntar á blaðamanna- fundi í gær, fimmtudag. Á honum áréttaði Ragna Árnadóttir, formaður stýrihópsins, að verkefni hópsins hafi verið að skoða flugvallarkosti á höf- uðborgarsvæðinu og því hefði Kefla- víkurflugvöllur ekki verið tekinn til skoðunar. „Allir f lugvallarkostirnir fimm höfðu sína kosti og galla. Við horfð- um til framtíðar hvað varðar þróun innanlandsflugs, skoðuðum upp- byggingarmöguleika og farþegasp- ár,“ sagði Ragna. „Við viljum jafn- framt árétta að ákveðin tímamót eru í flugsamgöngum því mikil fjölgun er fyrirséð á millilandafarþegum á næstu áratum og áratugum samfara frekari þörf á uppbyggingu af þeim sökum,“ sagði hún og benti á að spár ISAVIA bentu til að millilandafarþeg- ar árið 2040 verði 12-14 milljónir á ári og spár um innanlandsflugsfarþega bentu til þess að farþegar um Reykja- víkurflugvöll yrðu hálf milljón um svipað leyti. Þeir eru rúmlega 300 þúsund nú. „Samkvæmt okkar gögnum kemur Hólmsheiði lakar út en aðrir kostir. Hólmsheiði og Hvassahraun eru lengst frá búsetumiðju og huga þarf sérstaklega að umhverfisþáttum á Bessastaðanesi, í Vatnsmýri og Lönguskerjum sem jafnframt er dýr- asti kosturinn,“ segir Ragna. „Kostnaður við breyttar útfærslur á Vatnsmýrinni og uppbyggingarþörf til framtíðar jafngildir því að byggja nýjan flugvöll auk þess sem þar ber að gæta að umhverfisþáttum,“ bendir hún jafnframt á. „Reykjavíkurflugvöllur hefur lengi verið bitbein og deilumál og er það mikilvægt að okkar mati að gögnin sem við leggjum fram verði rædd og skoðuð. Við leggjum áherslu á að óvissan er versta niðurstaðan.“ Hún sagði nefndina leggja til tvennt: Að aðilar komi sér saman um að fullkanna flugvallarkosti í Hvassa- hrauni. Samhliða því verði rekstrar- grundvöllur Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri tryggður þar til annað verði ákveðið. Ennfremur þurfi að eyða óvissu varðandi æfingaflug. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Bessastaðanes Flugbrautir: 2 Þróunarmöguleikar: Takmarkaðir Nothæfisstuðull: Ekki hægt að reikna Skilyrði til nákvæmn- isaðflugs: Góð Veðurmælingar: Liggja ekki fyrir Flugkvikureikning- ar*: Sambærileg við Vatnsmýri Umhverfisáhrif: Talsverð Stofnkostnaður**: 24 milljarðar Sveitarfélag: Garðabær Hólmsheiði Flugbrautir: 3 Þróunarmöguleikar: Góðir Mesti nothæfisstuð- ull: 98,8% Skilyrði til nákvæmn- isaðflugs: Veðurmælingar: Lægri meðalhiti og meiri frosttíðni, meiri vindur. Flugkvikureikning- ar*: Meiri ókyrrð en á öðrum svæðum Umhverfisáhrif: Vatnsvernd og vatnafar Stofnkostnaður**: 25 milljarðar króna Sveitarfélag: Reykja- vík og Mosfellsbær Hvassahraun Flugbrautir: 3 Þróunarmöguleikar: Bestir af öllum kostum Nothæfisstuðull: 99,6% Skilyrði til nákvæmn- isaðflugs: Góð Veðurmælingar: Fremur milt veðurfar Flugkvikureikn- ingar*: Ókyrrð ekki vandamál Umhverfisáhrif: Eld- hraun myndi raskast en önnur áhrif lítil Stofnkostnaður**: 22 milljarðar Sveitarfélag: Hafnar- fjörður og Vogar Löngusker Flugbrautir: 3 Þróunarmöguleikar: Takmarkast vegna dýrra landfyllinga Nothæfisstuðull: Ekki hægt að reikna Skilyrði til nákvæmn- isaðflugs: Veðurmælingar: Liggja ekki fyrir Flugkvikureikning- ar*: Ókyrrð svipuð og Vatnsmýri Umhverfisáhrif: Áhrif á fuglalíf Stofnkostnaður**: 37 milljarðar króna Sveitarfélag: Flug- völlurinn yrði að miklu leyti staðsettur utan lögsögumarka sveitarfélaga en þar sem hann gengur næst landi færi hann inn á lögsögu Seltjarnar- ness, Reykjavíkur og Garðabæjar. Vatnsmýri í breyttri mynd Flugbrautir: 3 Þróunarmöguleikar: Nothæfisstuðull: 99,7% Skilyrði til nákvæmn- isaðflugs: Veðurmælingar: Flugkvikureikn- ingar*: Umhverfisáhrif: Stofnkostnaður**: 19-32 milljarðar Sveitarfélag: Reykjavík *Ókyrrð í lofti **Áætlaður stofnkostnaður flugvallar og bygginga sem tækju við allri starfsemi Reykjavíkurflugvallar. flUgvallastaðir 2 fréttir Helgin 26.-28. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.