Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 58
Jack Magnet samanstendur af bráð- músíkölskum vinahópi Jakobs Frímanns Magnússonar.  TónlisT Jack MagneT QuinTeT á egilssTöðuM Árleg tónlistarveisla á Austurlandi Hin árlega djasshátíð Austfirðinga, Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi, verður haldin á morgun, laugardag- inn 27. júní í Valaskjálf. Hátíðin hef- ur verið árviss viðburður síðan 1988 þegar Jón Múli Árnason setti fyrstu hátíðina. Í gegnum árin hefur hátíð- in skartað frábærum listamönnum á borð við Larry Carlton, James Car- ter, Svend Assusend og Beady Belle. Jack Magnet Quintet flytur nýstár- lega blöndu af djassi, fönki, raftónlist og íslenskri sveiflu en hljómsveitin samanstendur af skrautlegum og bráðmúsíkölskum vinahópi Jak- obs Frímanns Magnússonar. Björn Thoroddsen spilar en hann hefur á undanförnum árum komið fram og stjórnað gítarfestivölum út um allan heim og Beebee and the Bluebirds er ein athyglisverðasta blúshljóm- sveit landsins í dag með tónlistar- konuna Brynhildi Oddsdóttur í far- arbroddi. Þá er Garðar Eðvalds og stórsveit skipuð frábærum tónlistar- mönnum en forsprakki sveitarinnar, Garðar Eðvalds, er austfirskur tón- listarmaður. Lokst sækja Ranghalar innblástur í ýmsar áttir t.d. í djass, fönk og progg.  TíMaMóT HáTíðardagskrá á arnarHóli og gróðurseTningaráTak Forsetakjörsafmælis Vigdísar minnst Þ rjátíu og fimm ár verða liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands 29. júní næstkom- andi. Til að minnast tímamótanna munu Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur og Háskóli Íslands í samvinnu við Alþingi, Reykjavík- urborg, Samtök íslenskra sveitar- félaga, framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, Þórshöfn í Færeyjum og fjölmörg félagasamtök standa fyrir hátíðar- dagskrá á Arnarhóli á sunnudag- inn, 28. júní. Viðamikið gróðursetningarátak fer fram í öllum sveitarfélögum landsins á morgun, laugardag. Gróðursett verða þrjú birkitré í anda Vigdísar, eitt fyrir stúlkur, eitt fyrir drengi og eitt fyrir ófæddar kynslóðir. Skógræktarfélag Íslands og Samtök íslenskra sveitarfélaga standa fyrir þessum hluta dag- skrárinnar og fjármagna átakið. Fjölbreytt dagskrá verður flutt af stóru sviði við rætur Arnarhóls frá klukkan 19.30 til 21. Dagskráin verður blanda tónlistar og talaðs máls og verður hún send út í beinni útsendingu sjónvarps RÚV. List- rænn stjórnandi dagskrárinnar er Kolbrún Halldórsdóttir og stjórn= andi útsendingarinnar verður Egill Eðvarðsson. Dagskráin er skipulögð með það í huga, að því er fram kemur í til- kynningu, að hún sé áhugaverð og upplýsandi fyrir þann hluta þjóð- arinnar sem var ekki fæddur árið 1980 þegar Vigdís var kjörin for- seti. -jh Gróðursetningarátak fer fram í öllum sveitarfélögum landsins á morgun, laugardag. Gróðursett verða þrjú birkitré í anda Vigdísar, eitt fyrir stúlkur, eitt fyrir drengi og eitt fyrir ófæddar kynslóðir. Mynd/RAX Vigdís Finn- boga- dóttir var kosin forseti Íslands fyrir 35 árum. Mynd/Árni Sæberg Þjóðminjasafn Íslands leitast nú við að safna heimild- um um aðstæður kynjanna hér á landi á síðari hluta 20. aldar fram til dagsins í dag en tilefnið er 100 ára kosningaafmæli kvenna á þessu ári. Einnig er enn unnið að söfnun á minningum um ömmur, að því er fram kemur á heimasíðu safnsins. Spurningaskrár eru aðgengilegar á heimasíðunni en leitað er eftir að fólk segi frá minningum sínum og gefi löng og ítarleg svör. Sýningin Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár er sýningarframlag Þjóðminjasafns- ins á kosningarafmælinu en sýningin stendur yfir í Bogasalnum út árið 2015. Heimildasöfnun um ömmur og aðstæður kynja Stúlka með brúðu í kerru. Mynd Þjóðminjasafnið 58 menning Helgin 26.-28. júní 2015 Fuss teppi HK Living stóll Finnsdottir krukka Brúðargjafirnar fást hjá okkur Bjóðum brúðhjónum upp á að gera brúðargjafalista. Brúðhjónin fá 10% inneign í versluninni af heildarúttekt listans og fallega gjöf frá okkur. Síðumúla 21 S: 537-5101 snuran.is Sími: 5 700 900 - prooptik.is Air Optix Aqua linsurnar með 40% afslætti frá 19.-30. júní. Fullt verð 9.900 kr. TILBOÐSVERÐ: 5.940 kr. Barnagleraugu frá 0 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.