Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 28
Það að fólk taki eftir Intersport- sokkunum gerir fullt fyrir mig. Með blæti fyrir tíunda áratugnum Magnús Leifsson hefur leikstýrt mörgum af flottustu tónlistar- myndböndum á Íslandi síðustu ár. Í því nýjasta fylgjumst við með röppurum á hestbaki í Breiðholti og rúntandi í blæjubíl í Mosfellsbæ með Skt. Bernharðshunda í farþegasætinu. Magnús er heltekinn af fortíðarþrá og reynir að lauma inn vísunum í eigin áhugamál í myndböndum sínum. Hann slysaðist til að fá áhuga á kvikmyndagerð þegar hann skrifaði sjónvarpsþætti með Steinda Jr. É g er ekkert sérstaklega hrifinn af haha-húmor en í mínum myndböndum er oft lúmskt djók undir niðri. Ég reyni að hafa þetta smá fyndið en á sama tíma einlægt,“ segir Magnús Leifs- son leikstjóri. Magnús hefur leikstýrt mörgum af flottustu tónlistarmyndböndum á Íslandi síðustu misseri – nú síðast frábæru myndbandi með hljómsveit- inni Úlfur Úlfur, Brennum allt. Með- al annarra eftirminnilegra mynd- banda hans má nefna Glow með Retro Stefson, Brighter Days með FM Belfast og Tarantúlur með Úlf- ur Úlfur sem er skemmtileg heimild um það hvernig Bíladagar á Akur- eyri eru – og fólkið sem þá sækja. Á hestbaki í Neðra-Breiðholti Í nýjasta myndbandinu, með Úlf- ur Úlfur, sjáum við annars vegar rapparann Arnar Frey á hestbaki í Neðra-Breiðholti en hins vegar Kött Grá Pje í blæjubíl að rúnta um Mosó, með Skt. Bernharð- shunda í aftursætinu. Er einhver djúp merking þarna sem þarf að skýra? „Nei, það eru engin skilaboð þarna á bak við,“ segir Magnús og hlær. „Þetta var bara sjónrænt og skemmtilegt. Og fyndið. Ég spurði Arnar á sínum tíma hversu góður hann væri að sitja hest á skalanum 1-10. Þegar hann sagði 9 fannst mér að við yrðum einhvern veginn að nýta okkur það.“ Það er einhver fortíðarþrá í mér Þegar maður skoðar myndböndin þín kemur í ljós eitthvað sem gæti kallast rauður þráður, fyndin skot og „díteilar“ sem lyfta þeim upp. Til að mynda nærmynd af Intersport- sokkum, Cheerios-bolur og gamlir körfuboltabolir. „Já, ég er með mikið næntís-blæti og finnst gaman að lauma inn fyndn- um og hálf lúðalegum „díteilum“. Það að fólk taki eftir Intersport- sokkunum gerir fullt fyrir mig.“ Hver ástæðan fyrir þessu blæti, stoppaðirðu bara þarna eða er þetta einhvers konar nostalgía? „Ég held að það leiti allir einhvern tímann aftur í barndóminn, að því sem þeir fíluðu sem krakkar. Þetta er einhver fortíðarþrá í mér, ég er alls ekki fastur þarna. Það er bara eitthvað við NBA á tíunda áratugn- um og grafíkina sem fylgdi.“ Þú virðist líka hrifinn af Breið- holtinu. Það er sögusviðið í Brenn- um allt og í Glow má sjá kunnugleg kennileiti á borð við söluturninn King Kong og Danshöllina. „Já, það er nú eiginlega tilviljun að við höfum endað þar í stórum skot- um. Blokkirnar eru náttúrlega graf- ískar og flottar en King Kong-planið hentaði bara vel fyrir spólatriði.“ Skrifaði handrit að Steind- anum okkar Magnús er 32 ára og uppalinn í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann býr nú ásamt kærustu sinni, Mel- korku Sigríði Magnúsdóttur dans- ara. Hann lærði grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2007. „Eftir útskrift þá slysaðist ég til að fara að skrifa handrit með Steinda Jr. og Bent sem varð Stein- dinn okkar. Ég eiginlega slysaðist til að fá áhuga á kvikmyndagerð. Ég skrifaði með þeim tvær seríur og líka Hreinan Skjöld. Það var minn kvikmyndaskóli.“ Magnús vinnur hjá Döðlum hug- myndahúsi þar sem hann fæst við eitt og annað; leikstjórn, hugmynda- vinnu og grafík. „Það er hellingur að gera hjá Döðlum. Þetta er ekki beint hefðbundin auglýsingastofa því við gerum allskonar öðruvísi hluti. Það eru mjög fjölbreytt og spennandi verkefni hjá okkur.“ Enginn gróðabransi að gera myndbönd Myndbandagerðina stundar Magn- ús því í frítíma sínum, enda sjálfsagt vonlaust mál að ætla að lifa af vinnu í þeim bransa þrátt fyrir auknar vinsældir með tilkomu Youtube. „Á sínum tíma voru menn í fullri vinnu í Skífunni að drita út mynd- böndum fyrir Írafár og Sálina en músíkbransinn hefur breyst. Nú eru græjurnar aðgengilegar öllum og það getur hver sem er byrjað að gera myndbönd.“ Magnúsi hefur þó gengið bet- ur en mörgum og í tvígang hafa myndbönd hans verið valin best á Íslensku tónlistarverðlaununum. „Það er gaman hvað það er vel tek- ið í þetta,“ segir hann, hógværðin uppmáluð. Hann viðurkennir fúslega að það sé ekki gróðabransi að gera tón- listarmyndbönd á Íslandi. „Nei, alls ekki. Þetta er meira og minna keyrt á ástríðu.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Magnús Leifsson leikstjóri hefur vakið athygli fyrir tónlistar- myndbönd sín. Hann laumar inn eigin húmor og fortíðarblæti í myndböndin. Ljósmynd/Hari Tarantúlur Úlfur Úlfur ásamt Eddu Borg Valið Myndband ársins á Íslensku tón- listarverðlaununum 2014. Magnús fær útrás fyrir næntís-blætið með Cheerios-bol og gömlum NBA- bolum. Áhorf á Youtube: 195.000. Flottustu myndbönd Magnúsar Brennum allt Úlfur Úlfur ásamt Kött Grá Pje Komið með yfir 30 þúsund áhorf á Youtube á tveimur vikum. Magnús fær útrás fyrir næntís-blætið með nærmynd af Intersport-sokkum. Áhorf á Youtube: 32.000. Glow Retro Stefson Valið Myndband ársins á Íslensku tón- listarverðlaununum 2012. Magnús laumar inn skotum af þekktum kennileitum á borð við Danshöllina í Breiðholti og Kebabhúsið. Áhorf á Youtube: 500.000. Brighter Days FM Belfast Tilnefnt sem Myndband ársins á Ís- lensku tónlistarverðlaunum 2014. Magnús fær útrás NBA-blæti sitt með gömlum Nets-bol. Áhorf á Youtube: 140.000. 28 viðtal Helgin 26.-28. júní 2015 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð LÁGHITA MIÐSTÖÐVAROFNAR Gæði fara aldrei úr tísku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.