Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 6
SHAPE DELUXE HEILSURÚM • Lagar sig fullkom lega að líkama þínum • 26 cm þykk heilsudýna • 2 cm latexlag bólstrað í áklæði • 4 cm gel memoryfoam • 4 cm shape memoryfoam • Non-slip efni á botni dýnunnar • Engir rykmaurar • 5 ára ábyrgð! • Ofnæmisprófuð • Burstaðir stálfætur Aðeins 176.175 kr. Shape Deluxe dýna með Classic botni og löppum Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 234.900 kr. Endurnýjanleg hráefni Aloe Vera Cool Comfort gel foam Bambus trefjar Open cell structure Memory foam Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Sumar útsala Holtagarðar | Akureyri | www .dorma.is Sumar útsala TVENNUTILBOÐ dúnsæng + koddi NATURE’S REST heilsurúm Aðeins 59.900 kr. Nature’s Rest heilsudýna með Classic botni. Stærð: 140x200 cm. Fullt verð: 92.900 kr. 33.000 krónur AFSLÁTTUR O&D dúnsæng · 50% dúnn · 50% smáfiður + Dúnkoddi Fullt verð: 24.900 kr. Aðeins 18.900 kr. TVENNU TILBOÐ Þú finnur bæklinginn á dorma.is Aðeins 366.900 kr. C&J stillanleg rúm: · Inndraganlegur botn · 2x450 kg lyftimótorar · Mótor þarfnast ekki viðhalds · Tvíhert stál í burðargrind · Hliðar- og enda stopparar · Hljóðlátur mótor – Total silence® Stillanlegt og þægilegt C&J SILVER STILLANLEGT með Shape heilsudýnum Stillanlegur botn og Shape heilsudýnur Stærð: 2x90x200 cm. Fullt verð: 466.900 kr. SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G 100.000 krónur AFSLÁTTUR Fullkominn stuðningur – enn meiri mýkt SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G 25% AFSLÁTTUR MEIRA Á dorma.is  SkýrSla Vernda á Villtu hreindýrin Lagst gegn hreindýrabúskap hérlendis Ekki er mælt með því að tekið verði upp hreindýraeldi eða stórfelldur hreindýrabúskapur hér á landi ef á sama tíma á að standa vörð um villtan stofn hreindýra í landinu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu starfs- hóps um hreindýraeldi. Starfshóp- urinn afhenti Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra ný- verið skýrslu og niðurstöður sínar um hugmyndir um hreindýraeldi og hreindýraræktun sem nýja búgrein á Íslandi. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að veruleg hætta sé á aukinni tíðni og útbreiðslu sjúkdóma, einkum í tengslum við hættuna á samgangi eldisdýra við villt dýr og annan bústofn. Bent er á að hrein- dýraeldi sé þess eðlis að því fylgi óhjákvæmilega umtalsverð breyting á landnýtingu og það takmarki aðra landnýtingu og aðgengi almennings að landinu vegna nauðsynlegra girð- inga. Þá þurfi slíkar girðingar að vera verulega háar og ná yfir stór svæði eigi þær að þjóna tilgangi sínum. Hópurinn telur, að því er fram kem- ur á vef umhverfis- og auðlindaráðu- neytisins, að ef vegnir eru saman þeir kostir sem felast annars vegar í að viðhalda villtum hreindýrastofni og nýtingu hans með þeim hætti sem gert er í dag og hins vegar að heimila hreindýraeldi með óvissu um áhrif þess á náttúru landsins, þar með talið á hreindýrastofninn sjálfan og aðra þætti lífríkisins, sé farsælast að við- halda núverandi sjálfbærri nýtingu og verndun villtra hreindýra á Íslandi. -jh Níels Árni Lund átti sæti í starfshópn- um, Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra og Sigurður Á. Þráins- son, formaður starfshópsins. Mynd/Um- hverfis- og auðlindaráðuneytið Frá kynningarfundi Félags hjúkrunarfræðinga um nýundirritaðan kjarasamning á Landspítalanum í Fossvogi í gær, fimmtudag. Hjúkrunarfræðingar eru margir hverjir ósáttir við samninginn og vilja meiri launahækkun. Mynd/Hari  VinnuréttarSérfræðingur lögin gilda Verði Samningar felldir Hjúkrunarfræðingar vilja fá að setjast aftur við samninga- borðið verði nýundirrituðum kjarasamningi hafnað. Sér- fræðingur í vinnurétti segir lögin kveða á um að þá muni deilunni vísað í gerðardóm sem sé líklegur til að skila hjúkrunarfræðingum lakari niðurstöðu en þeim standi til boða nú. BHM-deilan stefnir í gerðardóm Hártoganir um gerðardóm S kiptar skoðanir eru á því hvað verður ef hjúkrunarfræðingar hafna nýundirrituðum kjara- samningi en almenn óánægja ríkir meðal stéttarinnar um hin nýju kjör sem samið var um. Fari deilurnar fyrir gerðardóm er líklegt að úr- skurður hans verði lakari en nýr kjarasamningur. Ólafur G. Skúlason, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist telja að hægt verði að setjast á ný við samningaborð verði samn- ingurinn felldur. Lára V. Júlíusdóttir, lektor í lögfræði og sérfræðingur í vinnurétti, segir hins vegar ljóst að hafni hjúkrunarfræðingar samningn- um verði þeir að halda áfram að vinna því lög um verkfallsbann gildi áfram. Gerðardómur verði kallaður saman og honum gert að úrskurða um kjör. „Það má ef til vill hártoga einhver ákvæði í lögunum en ef þau eru á ein- hvern hátt óskýr þá verður löggjafinn að lagfæra það og ég geri ráð fyrir því að það verði gert,“ segir Lára. Hún segir þetta mjög einkennilega stöðu. Hjúkrunarfræðingar virðist ekki eiga kost á neinu nema því að samþykkja þennan samning eða hætta á að gerð- ardómur úrskurði þeim lakari kjör en þeir hafi þegar hafnað. Samninganefnd hjúkrunarfræð- inga skrifaði í vikunni undir samn- inga við ríkið sem skila 18,6% launa- hækkun á næstu fjórum árum. Áður hafði Alþingi sett lög sem bundu enda á verkfall stéttarinnar. Af verkfalli Bandalags háskóla- manna er lítið að frétta enda þokast ekkert í viðræðum. Lagasetning batt einnig enda á verkfall BHM og hafa forsvarsmenn þess stefnt rík- inu fyrir dómstóla af þeim sökum. Hafa deilendur frest til 1. júlí að semja en þá mun deilan fara fyrir gerðardóm sem úrskurða mun um kjör. Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður BHM, er svartsýn á að takist muni að semja fyrir þann tíma. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Skiptar skoðanir eru á því hvað gerist ef hjúkrunarfræðingar hafna í atkvæða- greiðslu nýundirrituðum kjarasamningi. Mynd Hari 6 fréttir Helgin 26.-28. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.