Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 26.06.2015, Blaðsíða 34
Gunnar Smári Egilsson skrifar um mat og menningu frá Montmartre gunnarsmari@frettatiminn.is  MatartíMinn í MontMartre Dýrslegur draugagangur í vélinni Eitt af undrum vorra daga er hvers vegna við förum svona illa með dýrin og náttúruna við framleiðslu mat- væla, hvers vegna við hendum og sóum meira en helmingnum af því sem við framleiðum og hvers vegna við verðum svona feit og heilsutæp af matnum sem við þó borðum. Hvernig gátum við búið til svona vont kerfi um svona einfaldan hlut? í greinum síðustu vikna höfum við skoðað hvort að baki hruni matvælaframleiðslu, -sölu og -neyslu geti verið andlegt hrun; einhver grundvallar skekkja í undirstöðum mannfélagsins sem skekktir síðan öll kerfin sem á þeim hvíla. Við ræddum um gamlar og nýjar hugmyndir um hvernig andlegar kreppur geta breitt eðli samfélaga og sveigt markmið þeirra svo þau þjónuðu ekki leng- ur fólkinu sem í þeim bjó. Og við ræddum um klukkur og ský; hvernig sumt í umhverfi okkar virðist hafa vélrænt gangverk sem má mæla, skrá og spá fyrir um, á meðan aðrir þættir eru kvikari og óútreiknanlegri en verða lífvana og myrkir ef við komum fram við þá eins og væru þeir vélrænar klukkur. Við drógum fram þetta og ýmislegt annað til að undirbúa greiningu okkar á sjúkleika mat- vælaframleiðslu-, -sölu og –neyslu. En áður en að því kemur skulum við skoða einn mikilvægan þátt til; handabandið. Verkfræði tekur yfir húmanísk fræði Þótt ég vilji helst ekki þreyta lesendur á enn einni útskýringunni á risi og falli alþjóðlega fjármálakerfisins; þá vil ég samt taka dæmi af nýliðnu hruni og þeim hörmungum sem enn geisa af þess völdum. Við höfum áður rætt um þær eðlisbreytingar sem urðu þeg- ar bankastarfsemi hætti að vera húmanískt fag, sem byggði á þekkingu útibússtjórans á viðskiptavinum sínum og því samfélagi sem hann starfaði í, og umbreyttist í fjármálaverk- fræði, sem byggðist upp á tölfræðilegum lík- önum af áhættu og ávöxtun. Við vitum að ekki leið nema rúmur áratugur frá því að þessi breyting gekk yfir viðskiptabankana þar til fjármálakerfi heimsins riðaði til falls. Bankastarfsemi hafði verið byggð upp úr flóknum vef mannlegra samskipta og var því í eðli sínu svifasein og varkár. Í slíku umhverfi þarftu að kynnast aðstæðum áður en þú getur lagt á þær mat og ákveðið hvernig þú átt að hegða þér. Hið nýja kerfi taldi sig hins vegar hafa fundið lögmálin að baki hegðunar fólks og samfélaga og þurfti því ekki að kynnast neinu eða neinum. Það má segja að það hafi boðið samfélögunum inn í sína veröld fremur en það hafi verið að reyna að komast inn í samfélagið. Það skapaði nýja veröld í sinni mynd. Og það var sú mynd sem hrundi og tók með sér í fallinu væna sneið af fjármunum heimsins. Og því miður hrundi myndin yfir mannheima, særði og meiddi fjölda fólks. Hrun fjármálakerfisins er því ákjósanlegt dæmi til að lýsa hvað gerist þegar fólk um- gengst ský eins og klukkur. Mannfélagið er lífrænt, kvikt og hangir uppi á fyrirbrigðum sem eru ekki vélræn. Það mun því aldrei ganga eins og það ætti að ganga, séð frá sjón- arhóli klukkunnar. Mannfélagið er ský og því ómöguleg klukka. Vandi lítils heila Og það vissu menn svo sem. Menn höfðu hins vegar ekki leitt hugann að því um langa stund. Þannig hugsa nefnilega skýin. Meðal skýja er eitt að vita og annað að vita. Þú getur vitað og breytt samkvæmt því. En þú getur líka vitað og ekki notað þá vitneskju. Fyrr en kannski síðar þegar réttar aðstæður skapast. Þá áttar þú þig skyndilega á til hvers þú vissir þetta. Það var til þess að gera ekki þær bölv- uðu vitleysur sem komu þér í þennan vanda og fengu þig til að átta þig á hvernig þú hefðir getað komið í veg fyrir það. En þá er það orðið of seint. Ástæða þess að fjármálaverkfræðingarn- ir horfðu fram hjá því að mannfélagið væri kannski ský en ekki klukka var að sú hug- mynd var þá orðin almennt viðurkennd að skipting hluta í ský og klukkur væri líklega bara blekking mannshugans; einskonar varn- arviðbrögð litils heila. Ský væru einfaldlega flóknar klukkur, of flóknar til þess að venju- legur maður með venjulegan heila gæti skilið gangverk þeirra. En þótt lítill heili skildi ekki gangverkið væri ekki þar með sagt að það væri ekki til staðar. Tölvur taka við af Guði Í sjálfu sér hefði þetta engu breytt ef ekki væri komið fram yfir bernskuskeið tölvunnar. Mað- urinn hafði alltaf vitað að hann vissi fátt og skildi enn minna. Það má Guð einn vita, sagði hann og beygði sig undir þá staðreynd að hann lifði í veröld sem var svo miklu stærri og flókn- ari en hann sjálfur, svo stór að hann myndi aldrei skilja meira en brot af henni. Og líklega misskilja það líka. Maðurinn gat því ekki lifað á skilningnum einum heldur þurfti hann að treysta á hefðir og aðrar gefnar forsendur eða elta innsæi sitt, innblástur eða guðlega leið- sögn; fylgja straumnum, láta hlutina ráðast, vona að þetta reddaðist og allt það. Þannig brást maðurinn við áður en hann bjó til tölvuna, vél sem gat hugsað fyrir hann og bætt honum upp hvað hann var með lítinn heila. Maðurinn þurfti ekki lengur að biðja um guðlega leiðsögn út úr vandanum heldur gat einfaldlega reiknað út hvaða leið var best að fara. Auðvitað er þetta viss einföldun. En samt. Jafnvel á bernskuskeiði tölvunnar, þegar heilt herbergi af vírum bjó yfir minni reikningsgetu en vekjaraklukkan þín í dag, varð til sú hug- mynd að allt í heiminum væri í raun vélrænt og bundið saman í órjúfanlega keðju orsaka og afleiðinga. Bara hugmyndin um að manninum yrði í framtíðinni mögulegt með hjálp tölva að kortleggja slík kerfi gat af sér heimsmynd sem var samsett úr slíkum kerfum. Sköpunar- verkið varð að lokuðu vistkerfi og mannfélagið að vél sem mátti stjórna með því að gefa ör- lítið inn hér og standa eilítið á bremsunum þar. Það var hægt að stjórna mannheimum þótt við kynnum það ekki enn. Hið óþekka í heiminum Ef við höldum okkur við peningana í mann- heimum þá hafði sú hugmynd vissulega lengi verið til að efnahagslífið væri einskonar vél. Ef þú hækkar verð á vöru þá minnkar eftir- spurnin. Ef þú prentar meira af peningum þá lækkar verðgildi þeirra. En jafnvel þeir, sem gengu hvað lengst í að setja öll peningaleg viðskipti inn í lögmál og lokað kerfi úteiknan- legrar keðju orsaka og afleiðinga, skildu eftir gat á kenningum sínum fyrir hið mannlega, óvænta, óþekkta, óþekka og óútskýranlega. Þegar John Maynard Keynes gekk frá kenningu sinni um víxláhrif á milli vinnu, vaxta og peninga skildi hann eftir gat fyrir hið óvænta í manninum. Maðurinn hegðar sér nefnilega ekki eins og vél sem reiknar lát- laust út hagsmuni sína og vegur kostina sem honum standa til boða, sagði Keynes. Annars væri hann ekki maður. Maðurinn er dýr sem tekur snöggar ákvarðanir byggðar á innsæi sínu. Dýrin mega ekki alltaf vera að því að hugsa. Það getur verið lífsspursmál fyrir dýr- in að hugsa alls ekki neitt áður en það tekur undir sig stökk og flýr af hólmi. Þessi hugs- un – eða hugsunarleysi; hugsun utan og ofan við rökhugsun – mótar líka ákvarðanir fólks í efnahagslegu tilliti. Það tekur ákvarðanir út frá vonum og væntingum fremur en vegnum kostum og göllum tiltekinna aðgerða. Þetta verðum við að hafa í huga þegar við teljum okkur geta kortlagt virkni hagkerfisins. Það má vera í grundvallaratriðum lögmálsbundið en síðan ruglar maðurinn alltaf niðurstöðuna með því að taka ákvarðanir út frá einhverjum þáttum sem við sjáum ekki fyrir og gætum ekki séð fyrir. Einhvern veginn svona sá Keynes þetta. Hann bað fólk að gæta sín á þessum fyrir- brigði í manninum. Hann kallaði það animal spirits. Maðurinn er annar í velsæld Keynes hugsaði þetta í kreppunni miklu og skiljanlega kinkuðu margir kolli. Auðvitað er ekki hægt að skýra út mannlega hegðun. Fólk sat í óskiljanlegu öngþveiti eftir stjórnlausa þenslu sem leiddi til heimskulegs hrun. Fólk sem hafði upplifað þetta vissi vel að maðurinn gat hegðað sér á órökréttan hátt. Hann var jafnvel líklegri til þess en ekki. En svo kom stríð og svo kom friður og vel- sæld og þegar tölvurnar fóru að stækka voru flestir búnir að gleyma þessari hugsun um óútreiknanleika mannsins. Maðurinn hafði eignast tæki sem virtist geta hjálpað honum að skilja alla hluti. Það sem var óljóst myndi verða skýrt. Og til hvers að burðast með einhvern skilning á hinu óljósa og óútskýranlega þegar það yrði brátt skýrt og ljóst öllum. Það er eins og að kunna að kveikja eld af spreki þegar búið er að finna upp ljósaperuna og slökkvarann. Fólk með gervigreind Það hefur verið sagt að fólkið sem vill búa til gervigreind í tölvum sé þegar búið að finna upp gervigreind. Það er sjálft með slíka greind. Til að trúa að tölva geti hugsað eins og maður þarftu fyrst að einfalda svo hugmyndir þína um hugsun mannsins að þær rúmist innan getu tölvunnar. Niðurstaðan verður því að tölv- an skapar mann í sinni mynd en ekki maður vél í sinni. Hvort sem eitthvað er til í þessu eða ekki; er ljóst að með aukinni reikningsgetu tölva ein- faldaðist sýn manna á samfélagið og manninn sjálfan. Maðurinn fór að aðlaga sig tölvunni um leið og hann gat ímyndað sér getu hennar í framtíðinni. Þetta átti ekki síst við um hag- fræði og stjórnmál. Einstaklingarnir voru skilgreindir sem fyr- irbrigði sem sífellt reyndi að hámarka hags- muni sína. Við þessar tilraunir leysti einstak- lingurinn úr læðingi afl sem síðan knúði áfram hagkerfið. Og það gekk best ef það var aðlag- að að aflgjafa sínum. Tillögur hagfræðinga, sem stjórnmálamenn síðan fóru eftir, voru að byggja samfélag í kringum tilraunir einstak- linganna til að hámarka öryggi sitt og þægindi og ekki síst frelsi þeirra til að hámarka öryggi sitt og þægindi. Í þessari veröld var litið á samfélagið sem summu einstaklinganna. Það hafði ekkert sjálfstætt líf eða sjálfstæðan tilgang annan en að skapa einstaklingunum svigrúm til að hámarka einkahagsmuni sína. Eina leiðin til að meta gæði samfélags var að summa upp árangri einstaklinganna við að hámarka sína einkahagsmuni. 15 prósent menn Það þarf ekki að taka fram hversu leiðinleg þessi heimsmynd var, alla vega ekki fyrir okk- ur sem upplifðum uppgang hennar og sigur. Allir mælikvarðar mannlífsins urðu einfeldn- ingslegir; fyrst og fremst peningalegir. Meira Mannlegt samfélag hefur lengst af hangið saman á handabandi milli tveggja manneskja. Samfélagið byggir ekki á samanlögðum hagsmunum beggja heldur á samkomulaginu á milli þeirra. Tölvur breyttu ekki bara vinnu okkar heldur heimsmynd og sjálfsmynd. Heimsmyndin aðlagaðist að tölv- unum og við smættuðum okkur sjálf svo tölvan gæti skilið okkur. Hagfræðingurinn John Maynard Keynes varaði fólk við að trúa um of á vélgengni hagkerfisins og ráðlagði því að vera á varðbergi gagnvart dýrs- legum öndum sem stjórnuðu hegðun mannsins. 34 matartíminn Helgin 26.-28. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.