Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 4

Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 4
VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hæg breytileg átt eða Hafgola. bjartviðri, en skýjað austast, víða síðdegisskúrir. Höfuðborgarsvæðið: Breytileg átt eða hafgola og Bjartviðri, hlýtt í veðri. austlæg átt, 3-8 m/s en 8-13 m/s við sa- ströndina. bjartviðri og Hlýtt í veðri. Höfuðborgarsvæðið: austlæg átt og Bjart- viðri, hiti Breytist lítið. norðaustan 3-10 m/s, Hvassast og rigning eða súld s-til, annars skýjað en þurrt. Höfuðborgarsvæðið: austlæg átt, skýjað með köflum og fremur hlýtt. austlægar áttir og að mestu þurrt Það er útlit fyrir þokkalegasta veður um helgina, úrkomulítið framan af og fremur hægan vind. í dag er hægviðri víða og síð- degisskúrir gætu fallið í öllum landshlutum en á morgun snýst vindur til austlægrar áttar, þá er víðast hvar búist við bjartviðri en skýjað með köflum austast. Á sunnudag kemur úrkomusvæði upp að sa-landi en v- til er áfram bjartviðri og fremur hlýtt. 14 13 13 16 13 16 15 17 13 12 14 12 13 12 11 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is Erna tekur við ÍD erna Ómarsdóttir hefur verið skipuð listdansstjóri Íslenska dansflokksins. Tekur hún við starfinu 1. ágúst. 18% fækkun hefur orðið á gestum í kvikmyndahúsum hér á landi frá árinu 2009. Nýjar tölur hagstofunnar fyrir síðasta ári sýna að 1,38 milljónir gesta sóttu kvikmyndasýningar samanborið við 1,65 milljónir gesta árið 2009. Þetta jafngildir því að hver landsmaður hafi séð almenna kvikmyndasýningu ríflega fjórum sinnum á árinu. 80% atvinnuþátttaka atvinnuþátttaka á íslandi meðal fólks á aldrinum 15-74 ára var sú mesta af löndum evrópska efnahagssvæðisins. Mældist atvinnuþátttakan um 80% Hagnaður hjá Kalda Bruggsmiðjan Kaldi hagnaðist um 27,4 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 39,6 milljón króna hagnað árið 2013. 159.200.000 krónur hafa utan- landsferðir ráðherra kostað það sem af er kjörtímabili. ferðirnar eru 158 talsins og hefur hver ferð því lagt sig á rúma milljón. gunnar Bragi sveins- son utan- ríkis- ráðherra hefur farið í flestar ferðir, 46 alls, og hafa þær kostað rúmar 54 milljónir króna.  vikan sem var faðir dorritar látinn shlomo moussaieff, faðir Dorritar moussaieff, er látinn á nítugasta aldursári. Ólafur ragnar grímsson, forseti íslands, flutti ræðu við útför tengdaföður síns í hæðum jerúsalem í vikunni. konur í kvikmyndagerð á íslandi hyggjast skera upp herör gegn kynjamisvægi í kvikmyndagerð hér á landi og bjóða nú upp á sérstakt námskeið í kvikmyndagerð fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri. Dögg mósesdóttir er einn skipuleggjenda..  kvikmyndagerð námskeið Fyrir stúlkur konur í kvikmyndagerð á íslandi halda sérstakt námskeið fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri með það fyrir augum að fjölga konum í kvikmyndagerð hér á landi en engin kona var leikstjóri, handritshöfundur, kvikmyndatökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengt hér á landi á síðasta ári. k onur í kvikmyndagerð á Ís-landi hyggjast skera upp herör gegn kynjamisvægi í kvikmyndagerð hér á landi og bjóða nú upp á sérstakt námskeið í kvikmyndagerð fyrir stelpur á framhaldsskólaaldri. „Kveikjan að námskeiðinu er nýlegar tölur frá menntamálaráðuneytinu sem sýna að rúmlega 90 prósent félaga í kvik- myndaklúbbum í framhaldsskólum landsins eru strákar,“ segir Ása Helga Hjörleifsdóttir, ein af skipu- leggjendum námskeiðsins. „Við vit- um að stelpur eru alveg jafnáhug- samir um miðilinn og strákar og hafa ekki síður sögur að segja. Við viljum með þessu hvetja þær til að segja sögur sínar í gegnum þennan miðil,“ segir Ása. Aðspurð segir hún viðbrögðin við framtakinu hafa verið með ein- dæmum jákvæð. „Við vonumst til að fá fjölda umsókna enda finnum við þrá eftir einhverju svona í sam- félaginu,“ segir hún. Ása bendir á að það sé nauðsynlegt að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð svo radd- ir kvenna fái einnig ratað á hvíta tjaldið. Konur segi sögur oft með ólíkum hætti en karlar en samfé- lagið sé svo vant að horfa á myndir eftir karla að þegar fólk sér myndir eftir konur skynji það að þar sé eitthvað öðruvísi á ferð. „Það er mikilvægt að komandi kynslóð verði jafn vön því að sjá mynd- ir sem sagðar eru út frá sjónarhorni kvenna og eru gerðar af könum,“ segir Ása. Kristín Atladóttir hag- fræðingur tók saman gögn um hlutfall kvenna í ís- lenskri kvikmyndagerð í tengslum við Ed- duhátíðina í byrjun árs. Þar kom fram að engin kona var leikstjóri, handritshöfundur, kvikmynda- tökumaður eða höfundur tónlistar í kvikmynd í fullri lengd árið 2014. Þá kom fram að þrír af hverjum fjór- um sem starfa við kvikmyndir hér á landi eru karlar og að konur veljist frekar í aukahlutverk en aðalhlut- verk í kvikmyndum. „Við eigum ótrúlega mikið af frá- bærum kvikmyndagerðarkonum og við vitum jafnframt að stelpur hafa jafn mikinn áhuga á kvikmyndum og strákar og erum með þessu að reyna að virkja þann áhuga,“ segir Ása. Námskeiðið er í sam- vinnu við RIFF og Kvik- myndaskóla Íslands. RIFF mun jafnframt bjóða upp á námskeið í kvikmyndagerð fyrir stelpur á grunnskóla- aldri. sigríður dögg auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Skora á stelpur að skjóta ása helga hjörleifs- dóttir. 4 fréttir Helgin 3.-5. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.