Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 19
22327 - búa til collage úr 3 myndum - þar sem hann er með Obama, með fánann og í rauðu sokkunum. létta klassíska og popptónlist Boston-megin við ána. Að tónleikum loknum er hálftíma flug- eldasýning fastur liður. Ég lauma að þeirri stað- reynd að það sé ekki vænlegt að skjóta upp flug- eldum á heiðbjörtum 4. júlí á Íslandi og Barber svarar með leikrænum tilbrigðum að hann gefi „no comment“ á það. Kann að segja Eyjafjallajökull Barber er hins vel kunnugt um að Íslendingar sprengja ógrynni af flugeldum á gamlárskvöld, og sömuleiðis að sala á flugeldum er helsta fjár- öflunarleið björgunarsveitanna. Hann er nýfar- inn að blogga á síðunni Ambassadorblogicel- and.tumblr.com og í nýjustu færslunni segir hann frá heimsókn sinni á Hellu sem hann fór í til gagngert til að þakka Flugbjörgunarsveitinni fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf við að aðstoða bandaríska ríkisborgara í neyð á Íslandi. Hann fór með þeim á Eyjafjallajökul og segist vera orðinn ansi góður í að bera það orð fram. Áður en hann kvaddi meðlimi björgunarsveitarinnar festi hann síðan kaup á lyklakippu til styrkt- ar starfinu sem hann er stoltur að eiga. „Mér finnst starfið sem björgunarsveitirnar sinna vera magnað, það veitir innblástur, er djarflegt og til marks um sanna dyggð. Þetta er algjör- lega stórkostlegt starf,“ segir hann. Mikill stuðningsmaður Obama Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Barber sem sendiherra í október 2013, en það var ekki fyrr en í desember síðastliðnum sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti skipun hans. Barber er meðlimur í Demókrata- flokknum og var greint frá því á sínum tíma að hann hafi lagt mikla fjármuni í kosningasjóði forsetans á árunum 2008 til 2012. Barber hafði aldrei komið til Íslands áður en hann varð skip- aður sendiherra og spurður af hverju hann vildi koma til Íslands segir hann að það hafi einfald- lega verð heiður að þjóna forsetanum og banda- rísku þjóðinni. „Mitt upphaflega markmið var að Obama forsetaframbjóðandi yrði kjörin for- seti árið 2008 og síðan að Obama forseti yrði endurkjörinn árið 2012. Stundum er talað um að sendiherrastöður séu einhvers konar verð- laun en mín verðlaun voru að Obama var kjörin og endurkjörinn forseti,“ segir hann. Hann hefur gott eitt að segja af kynnum sínum af Íslendingum þá rúmu 5 mánuði sem hann hef- ur verið hér. „Ég hef kynnst góðu fólki úr öllum stigum þjóðfélagsins. Mér finnst Íslendingar vera sannir og afdráttarlausir í framkomu, auk þess að vera afar geðþekkir og skemmtilegir.“ Barber er afar spenntur fyrir því að halda upp á 4. júlí á Íslandi og hefur sjálfur frumkvæði að því að setja upp þjóðlegt bindi og klæða sig í rauða sokka við bláu jakkafötin og hvítu skyrtuna, svona fyrir þjóðlega myndatöku en rauðir sokkar tóna raunar einnig vel við heiti uppáhalds hafnarboltaliðs Barbers – Red Sox frá Boston. „Það er gaman að fá tækifæri til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna á ís- lenskri grundu og klæða sig aðeins upp.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, fór í betri fötin fyrir þjóðlega bandaríska myndatöku í tilefni af þjóðhátíðar- degi Banda- ríkjanna. Mynd/Hari viðtal 17 Helgin 3.-5. júlí 2015 Ef þú hleypur 20 kílómetra notar þú jafn mikla orku og þarf til að hafa kveikt á ljósastaur í 1 mínútu Opið 10–17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir. Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.