Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 19
22327 - búa til collage úr 3 myndum - þar
sem hann er með Obama, með fánann og í
rauðu sokkunum.
létta klassíska og popptónlist Boston-megin
við ána. Að tónleikum loknum er hálftíma flug-
eldasýning fastur liður. Ég lauma að þeirri stað-
reynd að það sé ekki vænlegt að skjóta upp flug-
eldum á heiðbjörtum 4. júlí á Íslandi og Barber
svarar með leikrænum tilbrigðum að hann gefi
„no comment“ á það.
Kann að segja Eyjafjallajökull
Barber er hins vel kunnugt um að Íslendingar
sprengja ógrynni af flugeldum á gamlárskvöld,
og sömuleiðis að sala á flugeldum er helsta fjár-
öflunarleið björgunarsveitanna. Hann er nýfar-
inn að blogga á síðunni Ambassadorblogicel-
and.tumblr.com og í nýjustu færslunni segir
hann frá heimsókn sinni á Hellu sem hann fór í
til gagngert til að þakka Flugbjörgunarsveitinni
fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf við að aðstoða
bandaríska ríkisborgara í neyð á Íslandi. Hann
fór með þeim á Eyjafjallajökul og segist vera
orðinn ansi góður í að bera það orð fram. Áður
en hann kvaddi meðlimi björgunarsveitarinnar
festi hann síðan kaup á lyklakippu til styrkt-
ar starfinu sem hann er stoltur að eiga. „Mér
finnst starfið sem björgunarsveitirnar sinna
vera magnað, það veitir innblástur, er djarflegt
og til marks um sanna dyggð. Þetta er algjör-
lega stórkostlegt starf,“ segir hann.
Mikill stuðningsmaður Obama
Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi
Barber sem sendiherra í október 2013, en
það var ekki fyrr en í desember síðastliðnum
sem öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti
skipun hans. Barber er meðlimur í Demókrata-
flokknum og var greint frá því á sínum tíma að
hann hafi lagt mikla fjármuni í kosningasjóði
forsetans á árunum 2008 til 2012. Barber hafði
aldrei komið til Íslands áður en hann varð skip-
aður sendiherra og spurður af hverju hann vildi
koma til Íslands segir hann að það hafi einfald-
lega verð heiður að þjóna forsetanum og banda-
rísku þjóðinni. „Mitt upphaflega markmið var
að Obama forsetaframbjóðandi yrði kjörin for-
seti árið 2008 og síðan að Obama forseti yrði
endurkjörinn árið 2012. Stundum er talað um
að sendiherrastöður séu einhvers konar verð-
laun en mín verðlaun voru að Obama var kjörin
og endurkjörinn forseti,“ segir hann.
Hann hefur gott eitt að segja af kynnum sínum
af Íslendingum þá rúmu 5 mánuði sem hann hef-
ur verið hér. „Ég hef kynnst góðu fólki úr öllum
stigum þjóðfélagsins. Mér finnst Íslendingar
vera sannir og afdráttarlausir í framkomu, auk
þess að vera afar geðþekkir og skemmtilegir.“
Barber er afar spenntur fyrir því að halda upp
á 4. júlí á Íslandi og hefur sjálfur frumkvæði
að því að setja upp þjóðlegt bindi og klæða
sig í rauða sokka við bláu jakkafötin og hvítu
skyrtuna, svona fyrir þjóðlega myndatöku en
rauðir sokkar tóna raunar einnig vel við heiti
uppáhalds hafnarboltaliðs Barbers – Red Sox
frá Boston. „Það er gaman að fá tækifæri til
að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna á ís-
lenskri grundu og klæða sig aðeins upp.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Robert C.
Barber,
sendiherra
Bandaríkjanna
á Íslandi, fór
í betri fötin
fyrir þjóðlega
bandaríska
myndatöku
í tilefni af
þjóðhátíðar-
degi Banda-
ríkjanna.
Mynd/Hari
viðtal 17 Helgin 3.-5. júlí 2015
Ef þú hleypur 20 kílómetra notar
þú jafn mikla orku og þarf til að
hafa kveikt á ljósastaur í 1 mínútu
Opið 10–17 alla daga til 30. ágúst.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir.
Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli
og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum
orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi.
Líttu við í sumar.