Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 36
Heyannir É Ég komst í heyskap um helgina – eða svona því sem næst. Bændur í minni gömlu Múlasveit hefðu varla kallað aðgerðir mínar svo virðulegu nafni – og allra síst lokahnykkinn, að henda heyinu – en sláttur var það að minnsta kosti. Lengi vel börðumst við hjónakornin gegn torfulögn og öðru fíniríi við sumar- bústað okkar austur í sveitum, létum móann halda sér svo ekki þyrfti að hafa fyrir slætti. Þegar við síðan skipum um húsnæði í Kópavogi var séð til þess að kringum nýja húsið væri ekki einn einasti torfusnepill. Við höfðum fengið nóg af garðslætti. Sláttuvélina sem við áttum gáfum við dóttur okkar og tengdasyni, ungu fólki og fílefldu sem nennir að tölta á eftir sláttuvél með nokkurra daga millibili þegar spretta er sem mest yfir hásumarið. En allt er í heiminum hverfult. Þegar barnabörnum fjölgaði voru settar fram frómar óskir um leiksvæði fyrir börn. Ekki væri forsvaranlegt að láta ungviðið kút- veltast í þúfunum austur í sveit. Þar þyrfti að vera slétt og barnvæn flöt. Hvað gera amma og afi í slíkri stöðu? Jú, láta undan og víkja frá prinsippum sínum. Allt fyrir blessuð barnabörnin. Gröfumaður í sveit- inni var fenginn í verkið og það mega synir mínir og tengdasynir eiga að þeir lögðu fram krafta sína þegar kom að þökulagn- ingunni. En gras hefur þá náttúru að spretta, það veit ég af gamalli reynslu sem smaladreng- ur vestur á fjörðum. Þar var heyskapur vitaskuld undirstaða alls, taðan hélt lífinu í fé, hestum og kúm langar vetrarnætur. Því verður ekki neitað að það getur verið gam- an í heyskap þegar vel viðrar og græjur eru til taks, traktorar og múgavélar. Að vísu vorum við krakkarnir í sveitinni löngum stundum með hrífur, rökuðum og rifjuðum út í eitt. Heyinu þurfti að snúa með gamla laginu, að minnsta kosti þar sem erfitt var að koma við vélum. Bændur gripu í orf og ljá þar sem of þýft var fyrir Fergusoninn. Ég efast um að slík fornaldartól séu mikið brúkuð í íslenskum landbúnaði í dag. Það er góð lykt af nýslegnu grasi – og ekki síður heyi þegar það þornar. Sú lykt rifjaðist upp fyrir mér um helgina þegar ég stóð frammi fyrir stórslætti á flötinni góðu við sumarbústaðinn. Vandinn er nefnilega sá að þrátt fyrir að við höfum látið undan kröfum um garðflöt hef ég í engu sinnt tækjakaupum til heyskaparins. Stundum hef ég fengið lánaða bensínsláttuvél hjá syni mínum og elt hana hring eftir hring. Nú var staðan hins vegar sú, komið fram undir júlí, að venjuleg garðsláttuvél réð vart við verkið. Það var kafgras upp í hné. Því þurfti stórtækara apparat en venjulega garðsláttuvél. Mágur minn sá aumur á mér og mætti á staðinn á sláttutraktor, sat klofvega á apparatinu og afgreiddi flötina á tiltölulega stuttum tíma. Svona traktorar eru þarfa- þing en kosta sitt. Því hef ég hvorki getað réttlætt það fyrir sjálfum mér né öðrum að fjárfesta í svo fínni græju, hef treyst á sláttuvél sonar míns, eða traktor mágsins ef dregist hefur úr hömlu að slá. Heyfengur af flötinni var slíkur, þegar mágur minn hafði lokið slætti, að bændur í Múlasveit hefðu verið fullsæmdir af. Minn betri helmingur ber enda áburð á flötina á hverju vori, rétt eins og hún þurfi að heyja fyrir tvær kýr. Mín beið því ærinn starfi við að raka heyinu saman og sæta það svo hirða mætti, eins og kallað var í minni gömlu, góðu sveit. Ekki náði fengurinn þó í galta, en 11 föng taldi ég á túnblettinum að loknum heyskap. Þá voru komnar blöðrur milli þum- alfingurs og vísifingurs á báðum höndum, þrátt fyrir bærilega vettlinga. Það vantaði siggið sem myndaðist þegar menn tóku á þessu fyrir alvöru í sveitinni á sínum tíma. Hrífugarmurinn var heldur ekki til að hrópa húrra fyrir, malarhrífa sem hentaði báglega til heyskapar. Bændur í Skálmardal gættu þess alltaf að eiga nóg af meðfærileg- um hrífum. Svo langt man ég að ég sóttist heldur eftir hrífum með álhaus en tréhaus, fannst þær léttari. Þannig hrífu á ég ekki en verð trúlega að fjárfesta í einni, hvort sem ég læt það eftir mér að kaupa sláttutæki eða fæ slíkt lánað. Það býðst nefnilega enginn til að raka þótt viðkomandi geti séð af sláttu- vél, að minnsta kosti ekki þeir sem fullorðn- ir eru. Ungir kaupamenn, sem voru í vist hjá afa og ömmu um helgina, buðust hins veg- ar til að hjálpa, annar sex ára en hinn nær þriggja. Þeim fannst gaman í heyskapnum, rétt eins og afanum þegar hann var í sveit, en fengu hvorki að sitja á dráttarvélarbretti né aftan á heyvagni eins og þá tíðkaðist. Ökutækið sem ég gat boðið sveinunum upp á var ekki einu sinni vélknúið heldur hjól- börugarmur, nokkuð ryðgaður. Það kom þó ekki að sök. Drengirnir hjálpuðu afa sínum við hirðinguna og fengu í staðinn að liggja ofan á heyinu í börunum. Ekki var að sjá að það kætti þá minna en þegar við, borgar- börnin í sveitinni í gamla daga, fengum að liggja í heyinu þegar Fergusoninn puðaði með vagninn heim á leið. Ég reikna frekar með því að sveinanir geri meiri og tæknilegri kröfur á hendur afanum þegar þeir eldast, komi til aðstoðar við heyskap í framtíðinni. Malarhrífa og hjólbörur eru kannski ekki alveg málið. Sennilega þyrfti ekki að dekstra strákana, þegar fram líða stundir, ef afinn fengi sam- þykki ömmu og tæki skrefið til fulls – og splæsti í sláttutraktor. Hætt er samt við að sá sami afi verði, hér eftir sem hingað til, einn um að raka. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i DrainLine niðurfallsrennur Tilboð 66.900 Hitastýrð sturtu blöndunar- tæki með höfuð- og handúðara með nuddi. 32 viðhorf Helgin 3.-5. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.