Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 33

Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 33
S érfræðingar Rannsóknar-miðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Sel- fossi brugðust skjótt við fréttum af jarðskjálftanum í Nepal 25. apríl 2015, og héldu fund 4 tímum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Ákveð- ið var að dr. Símon Ólafsson og dr. Rajesh Rupakhety (sem er fæddur og uppalinn í Nepal) myndu halda af stað 29. apríl í leiðangur til Kat- mandú höfuðborgar Nepal og rann- saka afleiðingar jarðskjálftans og jafnframt taka með sér mælitæki til að freista þess að ná mælingum í stórum eftirskjálftum. Fenginn var hröðunarmælir að láni til fararinn- ar úr ICEARRAY mælafylkingunni en því verkefni er stýrt af dr. Bene- dikt Halldórssyni og dr. Ragnari Sigbjörnssyni. Sú viðleitni að taka með sér jarðskjálftamæli til að skrá yfirborðshröðun í eftirskjálftum átti eftir að skila góðum árangri. Hröðunarmælirinn sem var settur upp á jarðhæð á einkaheimili 31. apríl, hefur skráð yfirborðshröðun í fjölda eftirskjálfta, þar á meðal í eftirskjálftanum 12. maí sem var að stærð M7.3. Mælingar á hröðun yfirborðs jarðar í jarðskjálftum eru mikilvæg- ar vegna þess að þær gefa upplýs- ingar um þá áraun sem mannvirki verða fyrir í jarðskjálftum. Mjög fáir hröðunarmælar hafa verið settir upp í Nepal. Eini mælirinn sem vit- að er um, með vissu, var settur upp á vegum bandarísku jarðvísinda- stofnuninnar (USGS) en þeir hafa sett gögn úr honum á netið. Auk þess hefur heyrst að Jarðskjálfta- miðstöð Nepal (Nepalese Seismo- logical Center), sem er ríkisstofn- un, sé með slíkan mæli í rekstri í skrifstofubyggingu sinni, en gögn úr þeim mæli hafa ekki verið gerð aðgengileg almenningi. Í gögnum úr mælistöðinni sem USGS rekur má greina mjög sér- staka yfirborðshröðun sem er til- komin vegna staðbundinna áhrifa vegna þykkra jarðlaga sem Kat- mandú borg er að stórum hluta reist á. Mælingarnar úr mæli Rannsókn- armiðstöðvarinn sýna hins vegar, lítil merki um jarðvegsmögnun og munu því þjóna hlutverki sem við- miðunarmælingar fyrir framtíðar rannsóknir á eftirskjálftunum og eðli yfirborðshröðunar í þeim. Jarð- lög úr efni sem er laust í sér getur magnað upp jarðskjálftabylgjur og haft mjög slæm áhrif á öryggi mann- virkja og íbúa þeirra í jarðskjálftum. Varað við hættu sem heima- menn gera sér ekki grein fyrir Leiðangursmenn frá Rannsóknar- miðstöð í jarðskjálftaverkfræði dvöldu í Nepal til 6. maí og nýttu meðal annars tímann, í samvinnu við alþjóðlega sveit verkfræðinga, til skoðunar á skemmdum sem mann- virki höfðu orðið fyrir í jarðskjálft- anum. Í samvinnu við almanna- varnasveit frá ESB voru hverfi í Katmandú skoðuð sem höfðu orðið verst úti. Í tvo daga var framkvæmd skoðun á meira en 100 húsum og ráðleggingar varðandi öryggi mann- virkjanna gefnar íbúum, eigendum, verkfræðingum og yfirvöldum. Leiðangursmennirnir frá Há- skóla Íslands vöruðu einnig heima- menn við aðsteðjandi hættu, sem margir virtust ekki gera sér grein fyrir, og var fólgin í fallandi braki og að hús myndu hrynja til grunna í eftirskjálftum. Oftar en ekki var um að ræða nýleg hús sem voru ónýt eftir stóra jarðskjálftann og und- antekning var ef þau voru tryggð. Vert er að geta sérstaklega tilfellis í Tyanglaphat en þar var um að ræða hús sem hafði orðið fyrir miklum skemmdum í jarðskjálftanum 25. apríl en ekki hrunið. Engin opin- ber skoðun hafði verið framkvæmd á húsinu þrátt fyrir að mikil hætta væri á að það myndi hrynja í sterk- um eftirskjálftum. Húsið var við vegamót og skapaði hættu fyrir vegfarendur. Þar að auki komust leiðangursmenn að því að eigand- inn var með tíðar ferðir inn í húsið til að sækja eigur sínar. Leiðangurs- menn framkvæmdu skoðun á hús- inu og skráðu skemmdir. Eiganda hússins var ráðlagt að loka húsinu og íbúar í nágrenninu voru varaðir við að koma nálægt húsinu. Í eftir- skjálftanum 12 maí hrundi síðan húsið til grunna; sem betur fer varð þetta engum að fjörtjóni og enginn slasaðist. Sá bernskuhúsið hrunið Leiðangursmenn gerðu einnig út- tektir á svæðum þar sem mikið var um skemmdir og skráðu niður mismunandi ástæður fyrir hruni húsanna. Gerð voru drög að gagna- grunni þar sem skemmdir á mann- virkjum og undirstöðum þeirra eru flokkaðar eftir því með hvaða hætti þær bar að og jafnframt hnitamerkt- ar myndir og myndbönd látin fylgja með. Upplýsingar sem þessar eru gagnlegar til að meta jarðskjálftaþol mismunandi byggingagerða og til að ákvarða framtíðar hönnunarkröf- ur með tilliti til jarðskjálftaöryggis. Leiðangursmenn tóku einnig þátt í neyðaraðstoð þann 2. maí, við íbúa þorpsins Jiwanpur sem er í um 30 km fjarlægð frá Kat- mandú. Dr. Rajesh Rupakhety fæddist í þorpinu og ólst þar upp til 8 ára aldurs. Með stuðningi f jölskyldumeðlima var neyðar- gögnum dreift á meðal 68 heimila í þorpinu; dýnum, mat, nauðsyn- legum sjúkragögnum og efni til að hreinsa drykkjarvatn. Flest hús í þorpinu höfðu hrunið til grunna, hér einnig meðtalið húsið þar sem dr. Rupakhety fæddist og ólst upp. Leiðangursmenn frá Rannsóknar- miðstöð í jarðskjálftaverkfræði könnuðu einnig öryggi skólabygg- ingarinnar á staðnum og veittu þorpsbúum ráðgjöf. Leiðangurs- menn veittu mörgum öryggisráð- gjöf sem bjuggu enn við hættuleg- ar aðstæður. Þann 4. maí fóru leiðangursmenn- irnir frá Íslandi ásamt þremur liðs- mönnum í franskri almannavarn- arsveit til Jiwanpur þorpsins með það að markmiði að meta gæði drykkjarvatnsins. Vatnssýni voru tekin á mismunandi stöðum í þorp- inu og farið með þau til Katmandú til að framkvæma á þeim prófanir. Niðurstaðan var sú að vatnið var ekki drykkjarhæft. Þorpsbúum var ráðlagt að sjóða vatnið áður en það væri drukkið. Bráðarbirgða aðferð til að hreinsa vatnið var sett í gang og nákvæm áætlun gerð varðandi vatnsþörfina. Lærdómsrík för Leiðangursmennirnir komu aftur til Íslands eftir vikudvöl ytra. Eft- ir stóra jarðskjálftann 12. maí hélt Rajesh Rupakhety aftur til Nepal og mun dvelja þar til í ágúst og hjálpa til með þekkingu sinni í jarðskjálfta- verkfræði. Hann stefnir að því að samþætta aðgerðir opinberra aðila, háskóla og verkfræðistofnana, við uppbygginguna. Áhersla verður lögð á að koma á fót neti hröðunar- mæla og setja af stað hágæða alþjóð- legt framhaldsnám í jarðskjálfta- verkfræði og jarðskjálftafræði og ennfremur stofna rannsóknarmið- stöð í jarðskjálftaverkfræði í Nep- al. Hann mun einnig sinna þjálfun verkfræðinga í Nepal í því að meta öryggi mannvirkja, kenna aðferðir við hönnun mannvirkja með tilliti jarðskjálftaöryggis, mati á jarð- skjálftavá og endurbótum á mann- virkjum til að auka öryggi í jarð- skjálftum. Þar að auki hefur hann skipulagt fyrirlestra í háskólum en einnig hjá nokkrum opinberum og óopinberum samtökum. Nepal hefur orðið fyrir gífurlegu tjóni vegna jarðskjálftanna, bæði efnahagslegu og vegna tapaðra mannslífa og slysa á fólki. Á þeim svæðum þar sem tjónið varð mest eyðilagðist meiri hluta húsa og fólk horfist í augu við að vera heimilis- laust á regntímabilinu. Mikið verk er fyrir höndum við enduruppbygg- ingu eftir jarðskjálftana. Auk þess sem þörf er á efnahagslegri aðstoð er ekki síður þörf á sérfræðiaðstoð varðandi byggingu mannvirkja sem standast jarðskjálfta. Þessi ferð sér- fræðinga frá Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði til Nepal hefur verið lærdómsrík og upplýsingum hefur verið safnað um hvernig hús skemmast í jarðskjálftum. Mikilvæg- um upplýsingum um jarðskjálftaá- raun í eftirskjálftum var safnað með hröðunarmælinum sem komið var með frá Íslandi og settur upp í Kat- mandú. Leiðangursmenn hafa lagt sig fram um að hjálpa til við endur- uppbygginguna með því að leggja til sérþekkingu sína á sviði jarðskjálfta- verkfræði sem mikil þörf er fyrir í Nepal eftir þessar hamfarir. Höfundar Rajesh Rupakhety, Símon Ólafsson, Benedikt Halldórsson, Ragnar Sigbjörnsson Merkar eftirskjálfta- rannsóknir sérfræð- inga frá Íslandi Rannsóknarleiðangur sérfræðinga frá Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi til Katmandú í Nepal, í kjölfar jarðskjálftans mikla í apríl síðastliðnum, hefur skilað góðum árangri. Þann 25. apríl 2015 varð jarðskjálfti að stærð M7.8 í Nepal með upptök nálægt bænum Barpak í héraðinu Gorkha, um 77 km norðvestur af Katmandú. Rúmlega 8600 manns hafa látið lífið og um 19000 slasast af völdum jarðskjálftans og eftirskjálfta hans. Hundruð þúsunda húsa hafa gjöreyðilagst og ennþá fleiri eru mikið skemmd með þeim afleiðingum að milljónir manna hafa misst heimili sín. Jarðskjálfti þessi ásamt eftirskjálftum eru verstu náttúru- hamfarir sem Nepal hefur orðið fyrir síðan Bihar Nepal jarðskjálftinn reið yfir árið 1934. Íbúðahús þar sem fyrsta hæðin hefur fallið saman. Flestar súlur á hæðinni brotnuðu og efri hæðirnar hliðruðust til en eru að mestu heilar. Slæm hönnun, léleg steypa and slæmur frágangur á styrktarjárnum voru aðalástæður hrunsins. Dr. Benedikt Halldórsson er forstöðumaður rannsókna í Rann- sóknarmiðstöð í jarðskjálftaverk- fræði og rannsókn- arprófessor við Rannsóknarmið- stöð í jarðskjálfta- verkfræði. Dr. Ragnar Sig- björnsson er prófessor við Umhverfis- og byggingarverk- fræðideild Háskóla Íslands. Dr. Símon Ólafsson er rannsóknarpró- fessor og forstöðu- maður Rann- sóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverk- fræði. Dr. Rajesh Rupak- hety er dósent við umhverfis- og bygg- ingarverkfræðideild HÍ og forstöðu- maður rannsókna hjá Rannsóknarmið- stöð HÍ í jarðskjálfta- verkfræði á Selfossi. Hann er fæddur og uppalinn í Nepal. Íbúðahús í Tyanglaphant sem hrundi ekki í aðalskjálftanum. Eftir skoðun þá var það mat leiðangursmanna að húsið væri ekki öruggt til íveru og hætta væri á að það myndi hrynja. Í eftirskjálftanum 12. maí hrundi húsið; slóð á myndband sem sýnir húsið eftir hrunið má finna á heimasíðu Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverk- fræði (www.jardskjalftamidstod.hi.is). 30 vísindi Helgin 3.-5. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.