Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 44
40 útivist Helgin 3.-5. júlí 2015
Hjólakeppni umhverfis
Þingvallavatn
RB (Reiknistofa bankanna) í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind, Ion hótel og Kríu hjólaverslun
stendur fyrir stórskemmtilegri götuhjólakeppni umhverfis Þingvallavatn í sumar.
Þ etta er í annað skipti sem mótið fer fram. Í fyrra tóku 144 manns þátt og
við stefnum á fleiri keppendur í
ár,“ segir Bragi Freyr Gunnars-
son, mótstjóri RB Classic. „Við
vildum gera þetta að einni af stóru
keppnum sumarsins og fékk ég
RB í lið með okkur. Þar er mikil
hjólamenning svo þetta hefur ver-
ið skemmtilegt samstarf,“ segir
Bragi. Ræst verður við ION hót-
el og hjólað réttsælis umhverfis
Þingvallavatn í frábæru umhverfi.
Boðið er upp á tvær vegalengdir,
65 km (einn hringur) og 127 km
(tveir hringir). Keppendum verður
skipt í flokka eftir vegalengdum.
Peningaverðlaun verða veitt fyrir
efstu þrjú sætin hjá þátttakendum í
lengri vegalengdinni, en sú keppni
er einnig hluti af bikarmótaröð-
inni. „Keppnin er þó bæði fyrir
þá sem eru fikra sig áfram í hjól-
reiðum sem og lengra komna. Allir
sem skrá sig fara í pott og verða
veitt vegleg útdráttarverðlaun að
keppni lokinni. Meðal annars frá
hjólreiðaverzluninni Kríu,“ segir
Bragi.
Þrjár hjólakeppnir á einni viku
Elvar Örn Reynisson er meðal
fremstu hjólreiðamanna landsins
og hlakkar hann mikið til að taka
þátt í RB Classic í ágúst. „Mér
finnst skemmtilegast að taka þátt
í lengri keppnum, það er 100 kíló-
metra eða lengri,“ segir Elvar, en
Bragi Freyr Gunnarsson, mótstjóri RB Classic og Elvar Örn Reynisson, hjólreiðakappi eru fullir tilhlökkunar fyrir RB Classic götu-
hjólakeppnina sem fer fram í lok ágúst. Mynd/Hari
Evonia eykur hárvöxt með því að
veita hárrótinni næringu og styrk.
Evonia er hlaðin bætiefnum sem
næra hárið og gera það gróskumeira.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Evonia
www.birkiaska.is
í húsi Hirzlunnar, Smiðsbúð 6,
Garðabæ, s ími : 564 5040
HJÓLATÖS KU R
DOWNTOWN
FARTÖLVU-
TASKA
ULTIMATE 6
STÝRISTASKA
MESSENGER
BAKPOKI
SÖLUAÐILAR
Kría Hjól, Grandagarði 7
Markið, Ármúla 40
Útilif, Glæsibæ og Smáralind
heimkaup.is
Skíðaþjónustan á Akureyri
www.fjallli.is
BACK-
ROLLER
CLASSIC
Sími: 5 700 900 - prooptik.is
ÚTSALA HJÁ PROOPTIK
20-50% AFSLÁTTUR
AF GLERAUGNAUMGJÖRÐUM
FULL VERSLUN AF: