Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 40

Fréttatíminn - 03.07.2015, Side 40
36 heimili & hönnun Helgin 3.-5. júlí 2015 SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR Bar Hvern langar ekki í sinn eigin útibar? Með einu vörubretti og nokkrum gang- stéttarhellum má búa til fyrsta flokks bar. Einföld og skemmtileg lausn sem mun eflaust slá í gegn. Lifandi lúpína í vasa Lúpínan er nú í blóma og setur hluta landsins í f jólubláan bún- ing, landsmönnum ýmist til ama eða unaðar. Lúpínan sem vex hér á landi nefnist Alaskalúpína og var fyrst flutt til Íslands um alda- mótin 1900 sem garðplanta og um fimmtíu árum síðar var farið að nota hana í land- græðslu. Hún hefur víða gert sitt gagn en sit t sýn- ist hverjum um útbreiðslu hennar nú, en lúpínan hefur náð að dreifa sér hratt um landið. Lifandi blóm í vasa lífga svo sannarlega upp á heimilið og er lúpínan fínasta heimilisprýði, bæði sér í vasa og í bland við önnur blóm. Blómvendir geta kostað sitt svo það er tilvalið að skella sér út í náttúruna og tína nokkrar lúpínur og setja í vasa. Gott er þó að hafa í huga að lúp- ínan getur verið lúsug þó sú lús smitist ekki yfir á fólk. Lúpín- an stendur reyndar ekki sér- staklega lengi, yfirleitt í 2-3 daga, en þá er bara um að gera að fara út aftur og tína meira og endur- nýja í vasann. Vörubretti fá nýtt líf Nú þegar sum- arið er loksins gengið í garð er um að gera að lífga aðeins upp á svalirnar eða ver- öndina. Það þarf alls ekki að kosta mikið og geta vörubretti eða pallettur til dæmis skapað huggulega stemningu. Hér má sjá þrjár mis- munandi skemmti- legar útfærslur: Sumarblóm Örlítið af hvítri málningu, nögl- um og festingum og vörubrettið er orðið að fínasta blómavegg. Það er þó alls ekki nauðsynlegt að festa það við vegginn, það er vel hægt að láta brettið standa upp við hann. Svo er bara að raða blómunum eftir smekk. Það er einnig auðvelt að skipta þeim út og raða upp á nýtt að vild. Vörubretti eru einnig til- valin til kryddjurtaræktunar. Garðhúsgögn Þetta er skemmtileg lausn fyrir stærri svæði. Ágætt er þó að fá einhvern handlaginn með sér í verk af þessu tagi. Þetta er því tilvalið verkefni fyrir alla dútl- ara. Einnig er hægt að hrúga nóg af koddum og teppum í „sófann“ í stað þess að rækta hann og þá er komin hin fínasta setustofa undir berum himni.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.