Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 22
kunnugt er sonur leikaranna Gísla Rúnars Jónssonar og Eddu Björg- vinsdóttur. Master í allskonar Eftir tvö ár í Bandaríkjunum var Björgvin orðinn eirðarlaus og ákvað að skella sér í nám. Hann tók mast- ersgráðu og segist vera master í allskonar. „Ég þurfti að finna mér eitthvað að gera, og skoðaði kvik- myndanám og hitt og þetta. Svo fann ég fyrir algera slysni nám í University of Minnesota sem kall- ast Master of Liberal Studies. Á ís- lensku kallast þetta nám þverfaglegt sem þýðir það að maður velur það sem maður vill gera,“ segir hann. „Ég hef verið með þráhyggju gagn- vart Hollywood í mörg ár og ákvað því að gera verkefni um Íslendinga í Hollywood. Hvernig þeir komust þangað? Hvernig þeim hefur gengið o.s.frv. En svo snarbreyttist verk- efnið í að skoða samband Íslendinga við álfa, drauga og spákonur í gegn- um þrjár kvikmyndir, glæpasögu og eitt leikrit. Við segjumst öll vera kristin, en í rauninni er meira mark tekið á álfum á Íslandi en trú,“ seg- ir Björgvin. „Við eigum langa sögu með álfum og náttúrunni og það er gaman að skoða það. Ég þurfti semsagt að flytja til Bandaríkjanna til að kynnast Íslandi betur og er nú kominn með master í allskonar,“ segir Björgvin. „Það var mjög gott að fara í nám hjá einhverjum sem vissi ekkert hver maður var. Einhverjum sem keyrði mann áfram og lét mann heyra það ef maður var að gera ein- hverja vitleysu. Maður fékk alla þá gagnrýni sem maður átti skilið og var brotinn niður og byggður upp,“ segir hann. „Svo hitti ég doktors- nema sem sagði mér að þetta ætti alls ekki að vera ánægjulegt ferli, svo ég tók þessu öllu með glöðu geði.“ Af hverju Minneapolis? „Upphaflega vildum við bara hafa gott veður og skoðuðum svolítið eftir því,“ segir Berglind. „En svo á Björgvin frænda þarna sem gerði þetta aðeins auðveldara.“ „Maður heyrir stundum einhliða umræðu um Minneapolis, sérstak- lega frá Íslendingum sem halda að þetta sé bara Mall of America,“ segir Björgvin. „Íslendingar eru al- ræmdir í Mall of America en málið er að þessi borg og þessi staður hef- ur ótrúlega mikið upp á að bjóða. Það er gríðarlega mikið um hreyf- ingu og allskonar „aktívitet“. Áður en við vissum vorum við komin í jóga, út að hlaupa og á skíði,“ seg- ir Björgvin. „Samfélagið er mjög smitandi, þegar kemur að útivist og hreyfingu,“ segir Berglind. „Mjög gott að vera með börn þarna og það er mjög fallegt þarna. Við þurftum að læra ýmislegt upp á nýtt varðandi rekstur heimilis- ins og slíkt. Björgvin gat ekki bara hoppað út og farið að skemmta,“ segir hún. „Það var líka ein ástæðan fyrir því að hann fór í nám, því þá var sjóðurinn búinn og við gátum fengið meiri námslán,“ segir hún. „LÍN og Sjúkratrygingar Íslands voru okkur mjög hjálpleg og þetta var bara mjög góður tími,“ segir Björgvin. Stóð þá ekki til að vera bara áfram? „Við héldum því alveg opnu,“ seg- ir Berglind. „En þetta er flókið mál og langt.“ „Berglind var að vinna með ung- linga með geðræn vandamál og hefði eflaust fengið að halda þeirri vinnu áfram,“ segir Björgvin. „Það er merkilegt að þrátt fyrir ofgnótt af þerapistum í Bandaríkjunum, þá eru fáir sem vilja vinna með börnum og ungu fólki. Berglind er aftur á móti góð í því,“ segir hann. „Þetta voru unglingar úr vafa- sömum hverfum og ég grínaðist nú bara með það að það skipti mig engu máli þar sem ég var úr get- tóinu á Íslandi,“ segir Berglind sem alin er upp í Breiðholtinu. Nóg af hugmyndum Nú þegar heim er komið þarf Björg- vin að taka sér eitthvað fyrir hendur en er þó áhyggjulaus í sinni leit að því sem hann vill gera. „Ég er svo þakk- látur því fólki sem ég hef unnið með í gegnum tíðina að það voru nokkrir sem hringdu bara strax þegar ég kom til landsins og buðu mér eitt- hvað að gera,“ segir Björgvin. „Ég er til dæmis að fara að vinna aðeins með Siggu og Maríu í Söngvaborginni eins og ég hef lengi gert og svo bara veit ég ekki. Mig langar mikið að tala við fólk. Fólk sem er umdeilt og á grensunni og gera eitthvað mann- legt, og þá helst í sjónvarpi því þar á ég heima,“ segir hann. „Ég er með fullt af hugmyndum og einhverjar fara í framkvæmd. Ég hef ekki leikið í mörg ár og fann mig ekki sterkt í leikhúsunum eftir nám. Kannski þurfti ég bara langa pásu frá leikhúsunum, enda búinn að alast þar upp meira og minna síðan ég var barn,“ segir hann. „Ég veit það ekki. Ég finn mér eitthvað að gera. Ég vil samt skoða hvar ég gagnast best og hvar hæfileikarnir nýtast best,“ segir Björgvin Franz Gíslason. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég fattaði líka að skemmta á Íslandi, var ekkert mál. Að vera heimavinnandi, það er hellings vinna. Björgvin Franz Gíslason og Berglind Ólafsdóttir eru glöð að vera komin aftur heim eftir 4 ár í Bandaríkjunum. Hér er „selfie“ tekin af fjölskyldunni, hjónin með dæturnar Eddu Lovísu og Dóru Marín. Ljósmynd/Hari 20 viðtal Helgin 3.-5. júlí 2015 Prófaðu þetta heyrnartæki í 7 daga Bókaðu tíma í fría heyrnar mælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Heyrnarskerðing er þreytandi! Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Alta2 heyrnartækin frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearing™. Þessi tækni hjálpar heilanum að vinna betur úr hljóði þannig að þú upplifir það eins eðlilega og hægt er. Með Alta2 heyrnartækjunum verður auðveldara fyrir þig að heyra og skilja, hvort heldur sem um lágvært samtal er að ræða eða samræður í krefjandi aðstæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.