Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 46
Helgin 3.-5. júlí 201542 heilsa
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
LÁGHITA
MIÐSTÖÐVAROFNAR
Gæði fara aldrei úr tísku
Breyttist úr ballerínu
í járnkarl
Irina Óskarsdóttir kynntist þríþraut fyrir þremur árum og
stefnir nú á sína aðra keppni í járnkarli. Hún segir bakgrunn
sinn sem ballerínu hafa komið sér vel á æfingum sem geta verið
krefjandi en skemmtilegar. Þríþraut er tímafrekt sport og er
Irina dugleg að nýta morgnana til æfinga svo hún trufli ekki
aðra fjölskyldumeðlimi um of.
Þ ríþraut er íþrótt sem krefst úthalds og samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaup-
um. „Iron man“ eða járnkarl er ein
tegund þríþrautar og sú lengsta.
Þrautin samanstendur af 3,8 kíló-
metra sundi, 180 kílómetra hjólreið-
um og 42 kílómetra hlaupi. „Það eru
til margar styttri útgáfur af þríþraut
svo maður þarf alls ekki að vera neitt
svakalegur til að geta byrjað að
stunda íþróttina,“ segir Irina.
Æfir á morgnana til að trufla
ekki fjölskylduna
Sjálf hefur Irina stundað íþróttir
frá unga aldri. „Ég æfði ballett frá
fimm ára aldri og þegar ég var 18
ára byrjaði ég að æfa í World Class
og tók tvisvar sinnum þátt í fitness
og keppti í kjölfarið í Miss Fitness
World og hafnaði þar í þriðja sæti.“
Það var svo fyrir þremur árum þeg-
ar Irina tók sæti í stjórn sundfélags
Breiðabliks sem hún kynntist þrí-
þrautinni. „Strákurinn minn fór
að æfa sund og þegar ég tók sæti í
stjórninni kynntist ég mörgu góðu
fólki, meðal annars Viðari Braga
Þorsteinssyni sem er einn af okkar
bestu þríþrautarmönnum, en hann
hefur meðal annars keppt í heims-
meistaramótinu í þríþraut.“
Irina æfir með Þríkó, Þríþrautar-
félagi Kópavogs. „Þar er boðið upp
á fjöldann allan af hlaupa-, sund- og
hjólaæfingum alla daga vikunnar.
Þetta er tímafrekt sport, ég viður-
kenni það, en ákaflega skemmtilegt.
Ég æfi oftast á morgnana, því þá er
ég ekki að trufla aðra fjölskyldu-
meðlimi,“ segir Irina og hlær. „Við
eigum þrjú börn og ég og maðurinn
minn erum bæði mikið á faraldsfæti
í tengslum við störf okkar. Ég næ
því ekki alltaf að klára æfingapró-
grammið fyrir vikuna en þannig er
það bara, maður gerir sitt besta,“
segir Irina, en hún starfar sem flug-
freyja.
Andlegur styrkur skiptir máli
Irina tók þátt í sínum fyrsta járn-
karli í Svíþjóð í fyrra. „Þetta var
mjög skemmtileg braut, synt var í
sjónum og hjóla- og hlaupaleiðin var
frekar slétt.“ Aðspurð um hvernig
sé best að undirbúa líkamann fyrir
átök sem þessi segir Irina að and-
legur styrkur skipti einnig máli.
„Hugurinn ber þig hálfa leið, það er
bara þannig. Ég fer í ákveðið „zone“
og bara gefst ekki upp.“ Irina nýtir
sér auk þess hinar ýmsu keppnir
hérna heima í undirbúningnum. „Ég
stefni á að keppa í hálfum járnkarli í
ágúst, í keppni sem nefnist Kjósam-
órinn. Þar er synt í Meðalfellsvatni
og hjólað og hlaupið um Hvalfjörð-
inn. Chris McCormack, einn fremsti
þríþrautarmaður heims, hefur boðað
komu sína sem er frábær hvatning
fyrir íslenskt þríþrautarfólk til að
taka þátt.“
Syndir í Mexíkóflóa
Irina er á leiðinni í sína aðra keppni í
járnkarli í Flórída í nóvember. „Mig
hefur alltaf langað að taka þátt í
þessari keppni. Sundið er talið frek-
ar erfitt, en það er synt í Mexíkófló-
anum og getur öldugangurinn orðið
ansi mikill.“ Alls munu sex konur
frá Þríkó taka þátt í þessari keppni.
„Við erum á öllum aldri, sú elsta er
63 ára og er að fara að taka þátt í
sínum þriðja járnkarli. Hún er algjör
fyrirmynd.“ Aðspurð um hvort hún
eigi sér uppáhalds grein segir Irina
að hún sé sterkust í hjólreiðunum og
þær séu því í uppáhaldi. Irina hvetur
alla áhugasama um að kynna sér þrí-
þrautina frekar. „Það eru starfandi
nokkur þríþrautarfélög hér á landi
og það er bara um að gera að hafa
samband við þau. Í Þríkó er að finna
frábæran félagsskap og skemmti-
legan anda sem skiptir sköpum á
löngum æfingum.“
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Irina Óskarsdóttir tók þátt í sínum
fyrsta járnkarli í Svíþjóð í fyrra. Hún
segir íþróttina stórskemmtilega og
stefnir á sína aðra keppni ásamt sex
öðrum íslenskum konum í Flórída í
nóvember.
Vegalengdir í þríþraut:
Sund / Hjól / Hlaup
Sprettþraut:
400 m / 10-12 km / 2-3 km
Hálf ólympíuþraut:
750m / 20 km / 5 km
Ólympíuþraut:
1,5 km / 40 km / 10 km
Hálfur járnkarl:
1,9 km / 90 km / 21,1 km
Járnkarl:
3,8 km / 180 km / 42,2 km.