Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 9

Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 9
– fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s NÝTT TWIST ÓTRÚLEGA ÞÆGILEGUR ALLIR LITIR KOMNIR AFTUR SYLVESTER borð- stofustóll með krómfótum Tilboð: 9.990 Fullt verð: 13.990 TWIST hægindastóll Tilboð: 59.990 Fullt verð: 69.990 TWIST skemill Tilboð: 24.990 Fullt verð: 29.990  Heilbrigðismál Nýjar tölur laNdlækNis Met í ófrjósemisaðgerðum á körlum Aldrei hafa fleiri karlar farið í ófrjósemis- aðgerð hér á landi en árið 2014, alls 584, að því er fram kemur í nýjum Talnabrunni Landlæknis. Árið 2013 voru gerðar 675 ófrjósemisað- gerðir, 507 á körlum og 168 á konum. Ófrjó- semisaðgerðum á körlum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarna áratugi, en árið 2014 gengust fleiri karlmenn undir slíka aðgerð en nokkru sinni fyrr. Það ár voru karlmenn ríflega 79% þeirra sem fóru í slíkar aðgerðir. Fyrir áratug voru ófrjósemisaðgerðir á körl- um hins vegar tæplega 42% af heildarfjölda aðgerða og fyrir tuttugu árum voru þær ein- ungis um 13% allra ófrjósemisaðgerða. -sda  samgöNgur metumferð á HriNgvegiNum í NýliðNum júNí Aukningin er mest á Austur- landi en minnst á Suðurlandi. u mferðin á hringveginum hefur aldrei áður verið meiri en í nýliðnum júní. Hún jókst um 4,6 prósent frá því í júní í fyrra og hefur nú aukist þrjú ár í röð í júní, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Um- ferðin á hringveginum í ár hefur aukist um 2,2 prósent sem er minni aukning en í fyrra. Áberandi er að aukningin er minnst á Suðurlandi. Umferð í nýliðnum júní jókst mik- ið miðað við sama mánuð á síðasta ári eða um 4,6% og var nýtt met verið slegið í umferðinni um hring- veginn í sama mánuði. Aldrei hafa fleiri ekið um hringveginn í júní fram til þessa, segir enn fremur á síðu stofnunarinnar. Þetta er þriðja árið í röð þar sem umferð eykst á milli ára í júní. Umferð jókst mest á Austurlandi, eða 11%, en minnst um Suðurland eða 1,9%. Það sem af er ári hefur umferðin á hringveginum aukist um 2,2% en það er heldur minni aukning miðað við sama tímabil á síðasta ári en þá nam aukningin 5,2%. Líkt og milli júnímánaða hefur umferð frá ára- mótum aukist mest um Austurland, eða 12,1%, en minnst um Suðurland, eða 1,1%. Það er athyglisvert, segir Vega- gerðin, að umferð á hringveginum um Suðurland eykst ekki jafn mikið og á öðrum landsvæðum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að mikið er rætt um aukningu ferðamanna um Suðurland t.d. á Gullna hringnum, en hringvegurinn er hluti þeirrar leiðar. Umferðin á Hellisheiði jókst t.d. aðeins um 1,9% milli júnímán- aða og hefur hún dregist saman um 0,7% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. „Hugsanlega er þetta vísbending um breytt leið- arval á Suðurlandi og eða umsvif á þessu landsvæði aukist hóflegar en á öðrum landsvæðum, segir á síðu Vegagerðarinnar en þar kemur fram að erfitt sé að meta það nákvæm- lega. Hugsanlega fari hluti umferð- ar um Suðurstrandarveginn sem áður fór um hringveginn. Nú stefnir í, segir Vegagerðin, að umferðin, á hringveginum gæti aukist um rúmlega 2% í ár miðað við árið á undan. Gangi þessi spá eftir myndi gamla metið, frá árinu 2007, verða slegið. Umferð hefur aukist alla viku- daga nema sunnudaga, það sem af er ári. Hlutfallslega eykst umferðin mest á mánudögum og þriðjudög- um en dregst saman um 1% á sunnu- dögum. Athygli vekur enn fremur að á meðan umferð eykst alla viku- daga á öðrum landssvæðum, nema á sunnudögum við höfuðborgar- svæðið, hefur umferð dregist sam- an frá föstudögum til sunnudaga á Suðurlandi. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Stefnir í að umferðarmetið frá 2007 verði slegið Umferð um hringveginn umhverfis Ísland hefur aldrei verið meiri en í nýliðnum júní. Athyglisvert er þó, að því er fram kemur hjá Vegagerðinni, að aukningin er minnst á Suðurlandi. Sérsveitarmenn lögreglunnar voru staddir í aðstöðu sinni við Skúlagötu um klukkan hálf þrjú aðfararnótt fimmtudags er þeir heyrðu hróp í mönnum frá Grjótgarði við Sæbraut neðan við Snorrabraut, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu höf- uðborgarsvæðisins. Eftirfarandi er lýsing lögreglu af atburðinum: „Er lögreglumennirnir komu á vettvang til að ræða við mennina sem stóðu á Grjótgarðinum sáu þeir unga konu í sjónum u.þ.b. 50 metra frá landi og var hún hrópandi til þeirra. ... Lög- reglumaðurinn fór þá í sjóinn og synti til konunnar og náði að bjarga henni. Þegar hann nálgaðist land var hinn lögreglumaðurinn kominn aftur og fór hann einnig strax í sjóinn án sjó- galla og aðstoðaði félaga sinn við að koma konunni í land. Þegar lögreglu- menn komu með konuna að landi var komin aðstoð frá slökkviliði, sjúkra- bifreið og fleiri lögreglumenn. Konan var köld og hrakin og var hún flutt í sjúkrabifreið til aðhlynningar á Slysa- deild. Mennirnir sem voru á Grjót- garðinum voru erlendir ferðamenn sem voru þarna á göngu og sáu kon- una.“ Sérsveitarmenn björguðu konu úr sjó við Sæfarið 8 fréttir Helgin 3.-5. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.