Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Page 9

Fréttatíminn - 03.07.2015, Page 9
– fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s NÝTT TWIST ÓTRÚLEGA ÞÆGILEGUR ALLIR LITIR KOMNIR AFTUR SYLVESTER borð- stofustóll með krómfótum Tilboð: 9.990 Fullt verð: 13.990 TWIST hægindastóll Tilboð: 59.990 Fullt verð: 69.990 TWIST skemill Tilboð: 24.990 Fullt verð: 29.990  Heilbrigðismál Nýjar tölur laNdlækNis Met í ófrjósemisaðgerðum á körlum Aldrei hafa fleiri karlar farið í ófrjósemis- aðgerð hér á landi en árið 2014, alls 584, að því er fram kemur í nýjum Talnabrunni Landlæknis. Árið 2013 voru gerðar 675 ófrjósemisað- gerðir, 507 á körlum og 168 á konum. Ófrjó- semisaðgerðum á körlum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarna áratugi, en árið 2014 gengust fleiri karlmenn undir slíka aðgerð en nokkru sinni fyrr. Það ár voru karlmenn ríflega 79% þeirra sem fóru í slíkar aðgerðir. Fyrir áratug voru ófrjósemisaðgerðir á körl- um hins vegar tæplega 42% af heildarfjölda aðgerða og fyrir tuttugu árum voru þær ein- ungis um 13% allra ófrjósemisaðgerða. -sda  samgöNgur metumferð á HriNgvegiNum í NýliðNum júNí Aukningin er mest á Austur- landi en minnst á Suðurlandi. u mferðin á hringveginum hefur aldrei áður verið meiri en í nýliðnum júní. Hún jókst um 4,6 prósent frá því í júní í fyrra og hefur nú aukist þrjú ár í röð í júní, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Um- ferðin á hringveginum í ár hefur aukist um 2,2 prósent sem er minni aukning en í fyrra. Áberandi er að aukningin er minnst á Suðurlandi. Umferð í nýliðnum júní jókst mik- ið miðað við sama mánuð á síðasta ári eða um 4,6% og var nýtt met verið slegið í umferðinni um hring- veginn í sama mánuði. Aldrei hafa fleiri ekið um hringveginn í júní fram til þessa, segir enn fremur á síðu stofnunarinnar. Þetta er þriðja árið í röð þar sem umferð eykst á milli ára í júní. Umferð jókst mest á Austurlandi, eða 11%, en minnst um Suðurland eða 1,9%. Það sem af er ári hefur umferðin á hringveginum aukist um 2,2% en það er heldur minni aukning miðað við sama tímabil á síðasta ári en þá nam aukningin 5,2%. Líkt og milli júnímánaða hefur umferð frá ára- mótum aukist mest um Austurland, eða 12,1%, en minnst um Suðurland, eða 1,1%. Það er athyglisvert, segir Vega- gerðin, að umferð á hringveginum um Suðurland eykst ekki jafn mikið og á öðrum landsvæðum. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að mikið er rætt um aukningu ferðamanna um Suðurland t.d. á Gullna hringnum, en hringvegurinn er hluti þeirrar leiðar. Umferðin á Hellisheiði jókst t.d. aðeins um 1,9% milli júnímán- aða og hefur hún dregist saman um 0,7% frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. „Hugsanlega er þetta vísbending um breytt leið- arval á Suðurlandi og eða umsvif á þessu landsvæði aukist hóflegar en á öðrum landsvæðum, segir á síðu Vegagerðarinnar en þar kemur fram að erfitt sé að meta það nákvæm- lega. Hugsanlega fari hluti umferð- ar um Suðurstrandarveginn sem áður fór um hringveginn. Nú stefnir í, segir Vegagerðin, að umferðin, á hringveginum gæti aukist um rúmlega 2% í ár miðað við árið á undan. Gangi þessi spá eftir myndi gamla metið, frá árinu 2007, verða slegið. Umferð hefur aukist alla viku- daga nema sunnudaga, það sem af er ári. Hlutfallslega eykst umferðin mest á mánudögum og þriðjudög- um en dregst saman um 1% á sunnu- dögum. Athygli vekur enn fremur að á meðan umferð eykst alla viku- daga á öðrum landssvæðum, nema á sunnudögum við höfuðborgar- svæðið, hefur umferð dregist sam- an frá föstudögum til sunnudaga á Suðurlandi. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Stefnir í að umferðarmetið frá 2007 verði slegið Umferð um hringveginn umhverfis Ísland hefur aldrei verið meiri en í nýliðnum júní. Athyglisvert er þó, að því er fram kemur hjá Vegagerðinni, að aukningin er minnst á Suðurlandi. Sérsveitarmenn lögreglunnar voru staddir í aðstöðu sinni við Skúlagötu um klukkan hálf þrjú aðfararnótt fimmtudags er þeir heyrðu hróp í mönnum frá Grjótgarði við Sæbraut neðan við Snorrabraut, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu höf- uðborgarsvæðisins. Eftirfarandi er lýsing lögreglu af atburðinum: „Er lögreglumennirnir komu á vettvang til að ræða við mennina sem stóðu á Grjótgarðinum sáu þeir unga konu í sjónum u.þ.b. 50 metra frá landi og var hún hrópandi til þeirra. ... Lög- reglumaðurinn fór þá í sjóinn og synti til konunnar og náði að bjarga henni. Þegar hann nálgaðist land var hinn lögreglumaðurinn kominn aftur og fór hann einnig strax í sjóinn án sjó- galla og aðstoðaði félaga sinn við að koma konunni í land. Þegar lögreglu- menn komu með konuna að landi var komin aðstoð frá slökkviliði, sjúkra- bifreið og fleiri lögreglumenn. Konan var köld og hrakin og var hún flutt í sjúkrabifreið til aðhlynningar á Slysa- deild. Mennirnir sem voru á Grjót- garðinum voru erlendir ferðamenn sem voru þarna á göngu og sáu kon- una.“ Sérsveitarmenn björguðu konu úr sjó við Sæfarið 8 fréttir Helgin 3.-5. júlí 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.