Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 03.07.2015, Blaðsíða 20
Á rið 2011 var Björgvin Franz Gíslason einn vinsælasti veislustjóri og skemmti- kraftur landsins. Hann kom víða fram og stýrði hann Stundinni okkar við miklar vinsældir. Björg- vin ákvað ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ólafsdóttur, að flytjast til Bandaríkjanna og sinna heimili á meðan Berglind fór í nám í hjóna- bands- og fjölskylduþerapíu. Þau segjast bæði hafa nýtt sér slíka þerapíu og eru bæði sammála um það að slíkt sé nauðsynlegt í öllum hjónaböndum, og helst áður en þörf er á slíkum meðferðum. Berglind segir þetta jafn mikilvægt og að fara til tannlæknis, eða með bílinn í skoðun. Viðhald er af hinu góða. Björgvin langar að vinna eitthvað áfram með þetta á sinn hátt. Hann segir mannlega þáttinn í því sem hann hefur fengist við í gegnum tíðina gríðarlega áhugaverðan. „Mig langar að fjalla eitthvað um manneskjuna og mannleg sam- skipti, og þá helst í sjónvarpi. Ég hef alltaf verið svo hrifinn af þeim miðli,“ segir Björgvin. „Ég fór í gegnum allskonar sjálfsskoðun úti í Bandaríkjunum. Hvað er ég að fara að gera þegar ég kem heim? Ég fór að pæla í því hvað ég gæti gert fyrir samfélagið? Hvernig nýtast mínir hæfileikar og slíkt. Á ég að leika, á ég að skemmta og allar þessar spurningar,“ segir hann. „Svo fór ég að hugsa hvort það væri ekki bara vettvangur að spjalla við fólk, á mannlegu nótunum. Ég hitti Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Íslendingahátíð í Norður Dakóta, fór bara að spjalla og hugsaði um leið að þetta gæti verið vettvangur. Spjalla bara við fólk um lífið og til- veruna. Allt fólk er að gera eitthvað áhugavert. Sumt kemur mis vel út eins og gengur og ekki allir sam- mála því, en það er með einhverja pælingu. Þannig þátt væri ég til í að gera. Tala við fólk um lífið og hvað það ætlar sér,“ segir Björgvin. Heimavinnandi húsfaðir Upphaflega fóru Björgvin og Berg- lind út vegna þess að hún var að fara í nám. „Ég fór í eitt ár í fíknifræði, til þess að skilja Björgvin betur,“ segir hún og hlær. „Eftir það fór ég í tveggja ára mastersnám í hjónabands- og fjöl- skylduþerapíu og vann sem lærling- ur á unglingageðdeild Minneapolis Fairview Hospital meðfram námi. Þar öðlaðist ég þjálfun í að vinna með unglingum sem voru að fást við geð- og fíkniraskanir af ýmsum toga. Mér fannst það svo gaman að ég hélt áfram að vinna með unglingum á meðferð- arstöð í Minneapolis í eitt ár eftir út- skrift,“ segir Berglind. „Það var rosalega skrýtið fyrir mig að vera bara kominn úr hringið- unni og hafa allt í einu ekkert að gera nema bara að vera heima. Sem er nú ekkert bara,“ segir Björgvin. „Það tók hann alveg ár að lenda á jörð- inni,“ segir Berglind. „Ég hugsaði þetta mjög rómantískt,“ segir Björg- vin. „Hélt bara að nú kæmi tíminn þar sem ég gæti skrifað bíómynd- ina sem mig hefur alltaf dreymt um og slíkt, segir hann með brosi. En svo bara allt í einu spurði ég mig: Af hverju er ég svona þreyttur og þung- ur? Ég hitti lækni og hann sagði að ég væri að verða smá þunglyndur. Ég var að fara í einhverskonar Cold Turkey frá því lífi sem ég hafði lifað. Ég þurfti engin lyf eða neitt, þetta gekk bara yfir,“ segir Björgvin. „Ég hafði bara ekki gert mér grein fyrir því hvað maður hafði verið í mikilli keyrslu. Allt í einu kynntist ég dætr- unum upp á nýtt. Ég fattaði líka að skemmta á Íslandi, var ekkert mál. Að vera heimavinnandi, það er hell- ings vinna.“ Kúl að fara í þerapíu Berglind útskrifaðist sem hjóna- bands- og fjölskylduþerapisti fyrir ári og hefur unnið sem slíkur síðan. Fyrst í eitt ár úti í Minneapolis og nú hér heima hjá Shalom, sem er heildræn meðferðarstöð, þar sem hún tekur fólk í meðferð. „Við erum þarna nokkrir þerap- istar þar sem fáum fólk til okkar og beinum því á þær brautir sem henta því. Þetta er ekki beint ráð- gjöf. Þerapía er bara önnur tegund af samtalsmeðferð,“ segir Berg- lind. „Þerapían fer meira í það að leiðbeina fólki í það að hjálpa sér sjálft. Hver er meistari í sínu lífi og þerapían hjálpar viðkomandi að tengja við það sem það vill sjálft,“ segir hún. „Þerapían virkar best á hjónabönd áður en allt fer í rúst, þ.e.a.s. ef það er að stefna í þá átt. Þetta er í rauninni viðhald á sambandinu. Rétt eins og að fara í ræktina, til tannlæknis eða með bílinn í skoðun,“ segir Berglind. „Það þarf að vinna í hjónabandinu líka og mig langar að hjálpa fólki að gera það. Það er mjög mikið sem gerist þegar hjón fara að tala við þriðja aðilann, það er ákveðin vernd í þriðja aðilanum.“ „Við bjuggum alveg rosalega náið þarna úti og ég komst að allskonar hlutum þegar við fórum í hjóna- bandsþerapíu,“ segir Björgvin. „Ég var alltaf á því að ég hefði yfirleitt rétt fyrir mér,“ segir hann. „En það var oft algert rugl. Í Bandaríkjunum er þetta mjög algengt og þeir eru mun opnari fyrir þessu. Það eru mörg krabbamein í Ameríku, eins og byssueignin, heilbrigðiskerfið og rasismi. En að þessu leyti eru þeir mjög framarlega,“ segir Björgvin. „Sumum þykir þetta of mikið, en það er bara kúl að geta farið í þera- píu og sagt það upphátt um leið. Við höfum verið saman í 15 ár og gift í 6, og það var bara einhvernveginn hollt og gott að fara saman í svona meðferð. Mér fannst ég alltaf hafa rétt fyrir mér og fór bara í vörn, en svo komst maður að því hvað það var gott að gera þetta. Við stilltum samskiptamynstrið,“ segir hann. „Maður þarf bara að geta skoðað hlutina frá öðru sjónarhorni en manns eigin.“ „Þetta var líka svo mikil breyting hjá okkur,“ segir Berglind. „Hér heima var hann að vinna mjög mik- ið og ég meira heima, og svo öfugt þegar við vorum úti. Þá vildi hann fara að gera hlutina öðruvísi og þá þurftum við að stilla okkur upp á nýtt og læra að gera þá meira sam- an,“ segir hún. „Það var líka ekki búið að vera nógu gott jafnvægi og eins ofvirkur og ég er þá var ég alltaf vinnandi,“ bætir Björgvin við. „Það tók bara tíma úti að kynnast eldri dóttur minni upp á nýtt. Við gengum bara í gegnum þetta saman og í dag erum við eins og ein heild,“ segir hann. „Þetta var það besta sem við gerðum.“ „Við komum frá eins ólíkum heimilum og hugsast getur svo það var kannski ekkert skrýtið að við þurftum að skoða okkur upp á nýtt,“ segir Berglind. „Það koma auðvitað flestir frá ólíkara heimili en ég,“ seg- ir Björgvin og hlær, en hann er sem Endurnærð eftir fjölskylduþerapíu og búsetu í Bandaríkjunum Leikarinn og skemmtikrafturinn Björgvin Franz Gíslason söðlaði um ásamt fjölskyldu sinni fyrir fjórum árum og fluttist búferlum til Minneapolis í Bandaríkjunum. Eiginkona Björgvins, Berglind Ólafs- dóttir, fór í nám ytra og Björgvin ákvað að vera heimavinnandi faðir. Hann segist hafa kynnst börnum sínum upp á nýtt og jafnvel sjálfum sér í leiðinni. Fjölskyldan er komin heim, samheldnari en áður og segir Berglind að hún hafi þurft að koma Björgvin í aðra heimsálfu til þess að fá hann til þess að setjast niður. Framhald á næstu opnu Björgvin Franz og Berglind með dætrum sínum, Eddu Lovísu og Dóru Marín. Dætrunum kynntist Björgvin upp á nýtt meðan á Bandaríkjadvölinni stóð. Mynd/Hari 18 viðtal Helgin 3.-5. júlí 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.