Allt um íþróttir - 01.01.1951, Síða 7

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Síða 7
ALLTUM ÍÞRÓTTIR TÍMARIT UM INNLENDAR □□ ERLENDAR ÍÞRDTTIR RITSTJÓRAR : RAGNAR INBDLFSSQN □ G □ RN EIOSSQN ÁBYRGÐARMAÐUR: GÍSLI ÁSMUNDSSDN UTANÁSKRIFT: TÍMARITIÐ TþrÓTTI R, VÍÐIMEL 31 SÍMI: 5G55 - KL. 9—11 ÁRD. 1. HEFTI JANÚAR II. ÁRG. Nýtt ár — 1951. Vafalaust hafa allir óskað öll- um gleðilegs árs, svo að varla er hætta á öðru en árið verði gleði- legt! Eða er hætta á öðru? Horfurnar í heimsmálunum eru allt annað en gleðilegar og búast má við dagversnandi fréttum. Ófriðarbálið hefur kviknað á ný og enn er hálfvöxnum mönnum og unglingum otað á vígvöllinn. Þar fer fram hættulegur leikur, og honum er sleitulaust haldið áfram, þótt afleiðingar hans séu limlestingar og dauði á tugum og jafnvel hundruðum þúsunda æsku- manna. ,,Menningarþjóðirnar“ eru að berjast fyrir friði og velmegun er tilkynnt, og þær þjálfa æ fleiri menn í vopnaburði. Tvisvar á þessari öld hefur þessi bölvun mannkynsins komið í veg fyrir að íþróttamenn allra landa geti haldið hátíðlegt Ólympíuár, komið saman og þreytt keppni í sátt og samlyndi og notið þess að vera til — áhyggjulausir og frið- elskandi. Enn einu sinni virðist sem örfáum mönnum ætli að tak- ast að ota milljónum manna sam- an í blóðuga heimsstyrjöld til þess að „varðveita friðinn" og um leið koma í veg fyrir að hvers konar alþjóðlegar samkomur, sem hafa friðsamleg störf á stefnuskrá sinni framar öllu öðru, t. d. Ólympíuleik- ir, geti farið fram. Það er hrein- asta furða, hvað mönnunum fer lítið fram, — hvernig þeir láta blekkjast æ ofan í æ. Þeir vilja frið, þegar þeir tala hver við ann- an, en það er eins og Platon sagði forðum við samborgara sína: „Það hef ég oft undrazt, Aþenumenn, að þér eruð skynsömustu menn, þegar ég tala við yður hvern um sig, en þegar þér komið allir sam- an, hagið þér yður eins og fáráð- lingar!“ - Við skulum samt vona, að ekki fari eins illa og á horfir, og biðja þess, að ekkert komi í veg fyrir, að fulltrúar hins friðelskandi hluta mannkynsins geti á sínum tíma (1952) komið saman til drengilegs leiks og haldið vörð um hinn ólympiska anda, sem fyrst og fremst er andi friðar og kærleika. Nái hann að gróa í hugum alls mannkynsins, er áfanganum til alheimsfriðar náð. Allir íþrótta- menn óska þess, að svo megi tak- ast. Þá mun „gleðilegt ár!“ gjalla Citius — Altius — Fortius.

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.