Allt um íþróttir - 01.01.1951, Síða 9

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Síða 9
úr vegi að nafngreina þá hér, sem helzt kæmu til með að eiga rétt til fararinnar. Af svigmönnunum er keppandinn frá síðustu leikum, Magnús Brynjólfsson, sjálfsagður. Þá mundi Haukur Ó. Sigurðsson frá ísafirði ganga næstur, tveir Reykvíkingar og jafnvel Haraldur Pálsson frá Siglufirði, eða alls fimm talsins. Stökkmenn koma varla aðrir til greina en Siglfirðingamir Jónas Ásgeirsson (keppti á síðustu leik- um), Guðmundur Árnason og Ari Guðmundsson. Sá síðastnefndi dvelur í Noregi um þessar mundir við nám í veðurfræði, og æfir stökk þarlendis. Göngumenn er nauðsynlegt að senda og verður það í fyrsta skipti, sem þeir mundu keppa erlendis. Nóg er að senda tvo, og er Jó- hann Strandamaður sjálfsagður í samfylgd með Gunnari Péturssyni frá ísafirði eða Jóni Kristjánssyni úr Þingeyjarsýslu. Gunnar mun þó vera sterkari göngumaður. — Göngumennimir eiga margt eft- ir að læra og einkum er nauð- synlegt að þeir kynnist landslagi því, sem venjulega er keppt í er- lendis og ekki er finnanlegt á ís- landi, en það er skóglendi. Gaman hefði og verið að geta sent keppendur í tvíkeppnina (göngu og stökk), en þar eru án efa mestir möguleikar fyrir okk- ur að verða framarlega. Fjárhagsörðugleikar. Allt þetta er bundið þeim skil- yrðum og því aðeins framkvæm- anlegt, að ekki sé skortur á fé. En því miður er það víst raunin, og kemur nú til kasta Ólympíu- nefndar að sjá um fjárhagshlið- ina. Ekki má koma fyrir, að þátt- töku okkar í þessum leikum verði í nokkm ábótavant, og því verður Ólympíunefndin að styrkja Skíða- samband íslands í þessum efnum, og semja áætlun um fjáröflun í þessu skyni og gera báðum aðilj- um vel Ijóst, hvað hægt er og má. Allir þessir skíðamenn, sem nefndir hafa verið, verða að eiga kost á því að keppa í Noregi í vetur, og undir góðri fararstjóm ætti sú för að geta orðið íslandi til sóma í hvívetna, jafnframt því, sem hún mundi vera skíðamönn- unum lyftistöng á næstu Ólympíu- leikum. Nú reynir á framtakssemi Skíða- sambandsins og Ólympíunefndar, og er það von allra velunnara skíðaíþróttarinnar, að þessir aðil- ar sjái fram úr örðugleikunum, sem eru miklir og margvíslegir, sér í lagi hvað f járhaginn snertir. Magnús Brynjólfsson IÞRÓTTIR 5

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.