Allt um íþróttir - 01.01.1951, Page 11
sinn. Þegar Vals-stúlkurnar hafa
yfirbugað keppnisskjálftann, mega
hin félögin vara sig á þeim.
Allmargir áhorfendur voru að
Hálogalandi á annan jóladag, en
þeir voru orðnir hálfleiðir, því að
keppnin var allt of langdregin, og
er hætt við, að Ármenningar verði
að finna upp annað fyrirkomulag,
ef þeir ætla sér að halda jólamót
aftur.
Einstakir leikir fóru sem hér
segir:
Meistaraflokkur kvenna:
Ármann—Valur 4:0.
Meistaraflokkur karla:
Valur—K.R. 8:6.
Í.R.—Afturelding 22:8.
Ármann—Víkingur 7:3.
K.R.—Í.R. 8:6.
Valur—Víkingur 10:2.
Ármann—Afturelding 11:4.
K.R.—Víkingur 6:4.
Valur—Afturelding 10:4.
Ármann—Í.R. 14:5.
Til kaupenda.
Þar sem pappír og allur annar
kostnaður hefur hækkað mjög í
verði, hafa útgef. séð sig tilneydda
að hækka lausasöluverð ritsins í
kr. 5.00. Árgangurinn hækkar
ekki og er kr. 40.00 (12 blöð).
Þeir áskrifendur, sem ekki hafa
sent greiðslu II. árg. fyrir 1. febr.
verður sent febrúarheftið í póst-
kröfu. Útg.
SPREYTTU ÞIG!
Sá, sem getur svarað 8 spurn-
ingum rétt, hefur góða þekkingu
á íþróttum og íþróttamálum.
1. Hvað er drengjametið í 3 km.
og hver á það?
2. Hver er form. Frjálsíþrótta-
ráðs Reykjavíkur?
3. Hvaða félag er Reykjavíkur-
meistari í 3. fl. karla í hand-
knattleik?
4. Hvað hlaut Gunnar Huseby
mörg prósent greiddra at-
kvæða í atkvæðagreiðslunni
um íþróttamann ársins?
5. Hvaða félag sigraði í Tjam-
arboðhlaupinu s.l. vor?
6. Hvað hafa margir íslending-
ar kastað sleggjunni yfir 40
metra?
7. í hvaða landi voru Vetrar-
Ólympíuleikarnir haldnir ár-
ið 1948?
8. Hver er íslandsmeistari í
svigi?
9. í hvaða íþróttagrein keppir
Bergur Bergsson aðallega?
10. Hvaða íslendingur var það,
sem komst í aðalkeppnina á
Ólympíuleikunum í Berlín
1936 og í hvaða íþróttagrein?
Svör á bls. 29.
Joe Louis vann Beshore á rot-
höggi í 4. lotu í keppni þeirra ný-
lega. Hann virðist vera að ná sér
á strik aftur.
IÞRÓTTIR
7