Allt um íþróttir - 01.01.1951, Page 25

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Page 25
skíðadeild Ármanns að senda einn þátttakanda á Skíðaskóla ísaf jarð- ar og varð ég fyrir valinu. Kenn- ari var Guðmundur Hallgrímsson, og hjá honum lærði ég öll helztu undirstöðuatriði skíðaíþróttarinn- ar. Þennan vetur tók ég ekki þátt í keppni. Fyrsta keppni mín næsta vetur var í C-flokki karla á Skíða- móti Reykjavíkur. Mér tókst að sigra í svigi og varð annar í bruni, en á Skíðamóti íslands sigraði ég aftur á móti í bruni. Vorið 1947 kom hingað sænskur skíðakennari, B. Nordenskjöld að nafni. Var ég hjá honum í viku- tíma og lærði hjá honum margt nýtt í svigtækni. Á Skíðamóti Is- lands tókst mér að sigra í B-flokki í svigi og varð annar á Skíðamóti Reykjavíkur. í desember þennan vetur voru þrír Reykvíkingar send- ir norður á Akureyri til æfinga undir Ólympíuleikina. Þeir, sem urðu fyrir valinu voru Guðni Sig- fússon, Hafsteinn Þorgeirsson og undirritaður. Þjálfari okkar var hinn góðkunni skíðamaður, Her- mann Stefánsson. í nokkurs konar úrtökukeppni hreppti ég fjórða sæti, en aðeins tveir voru sendir í hverja grein. Á skíðamóti Rvík- ur 1948 tókst mér að verða Reykja- víkurmeistari í bruni og hafnaði í þriðja sæti í svigi. Á íslands- mótinu var ég aftur á móti í 5. sæti í bruni og 6. í svigi. íslands- meistari í svigi varð ég svo 1949 og annar í bruni, en gat ekki keppt á Reykjavíkurmótinu þetta ár vegna meiðsla. S.l. vetur tókst mér að verða Reykjavíkurmeistari í svigi og vann allar svigkeppnir, sem háðar voru hér í Reykjavík þennan vetur, en var töluvert lak- ari í bruninu. Mér tókst aftur á móti illa upp á íslandsmótinu, datt og varð aftarlega, bæði í svigi og bruni. Þennan vetur réði Skíða- deild Ármanns til sín Svíann Erik Söderin sem þjálfara. Hann kenndi á vegum félagsins frá miðjum jan- úar til vors. Af honum var mik- ið hægt að læra. Fyrsta keppni mín eriendis var á Holmenkollenmótinu í fyrra, en þar keppti ég bæði í svigi og bruni. Þessi ferð var engin sigurför, en framar hefðum við orðið, ef skyn- samlega befði verið á málum hald- ið. Brautirnar erlendis eru gjör- ólíkar okkar brautum, sérstaklega í bruninu, þær eru bæði erfiðari og lengri. Mér fannst okkur ekki hafa verið gefinn nægur tími til að kynnast brautunum; ef svo hefði verið, hefði betur farið. Ég segi þetta ekki í afsökunarskyni, held- ur til að minna á það, að til þess eru vítin að varast þau. Ef gera ætti samanburð á íslenzkum skíða- mönnum og skíðamönnum á hin- um Norðurlöndunum, er munurinn miklu meiri í bruni en svigi. Þetta mun stafa af því, að við eigum engar brunbrautir sambærilegar við þeirra. Ef ég væri spurður að því, hvort ég sæi eftir öllum þeim tíma, sem farið hefur í skíðaiðkanir, myndi svar mitt hiklaust verða neitandi. Skemmtilegustu stundirnar hafa einmitt verið á skíðunum, að bruna niður fjallshlíðarnar 1 glampandi IÞRÓTTIR 21

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.