Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 36

Allt um íþróttir - 01.01.1951, Side 36
hann, síðan Nordahl-bræðumir, en í ár hefur fyrirliði landsliðsins, Erik Nilsson frá Malmö, hlotið hann. Hann hefur leikið með lands- liðinu 37 sinnum síðan 1938 og var einn af þeim. fáu þátttakendum í heimsmeistarakeppninni í sumar, sem einnig var með í þeirri III., 1938. Millivegalengdahlauparinn Ing- var Bengtsson fór fyrir skömmu til Nýja Sjálands til keppni, ásamt Reiff, Bannister, Slijkhuis og Wint. Þeir félagar munu dvelja í Christ- church til 28. janúar, en vonast einnig til að geta keppt í Ástralíu og Ameríku. Sovétríkin. Á síðastliðnu ári settu rússneskir sundmenn alls 47 ný sundmet. — Sum þeirra eru mjög góð og nærri heimsmetinu. Virðast Rússar hafa tekið miklum framförum í sundi. Brasilía. Stórkostlegur árangur í þrístökki náðist fyrir skemmstu í Sao Paulo, þar sem Adhemar Ferreira da Silva stökk 15.83 m., en aðeins Japan- amir Tajima og Togami hafa stokkið lengra (16,00—15,86). Stökk da Silva voru: 14.71-óg,- 15,62-óg.-15,83. Annar í keppn- inni varð Geraldo de Oliveira með 15,18 m. da Silva hefur síðar gert ennþá betur, þ. e. jafnað sjálft heimsmet- ið með því að stökkva 16.00 m. Á þessu sama móti stukku f jór- ir menn yfir 1,90 í hástökki. 100 m. vann Helio Continho da Silva (da Silva virðist þar álíka algengt og Guðmundur hér) á 10.6 sek., en Roque vann 400 m. á 48.7 esk. Ástralía. Leslie McKeand, sá sem var með 4. bezta af- rek í þrístökki 1950, fórst nýlega í bílslysi. Hann átti bezt 15,35 m. og var 26 ára gamall. Argentína. í heimsmeistarakeppn- inni í körfuknattleik, er fór fram í Buenos Aires, urðu þau óvæntu úrslit, að Argen- tína vann U.S.A. í úrslitunum og varð því heimsmeistari. ísrael. Stokkhólmsfélagið AIK lék nokkra leiki í nóv. gegn landsliðinu og ísra- elsmeisturunum. Sigraði AIK landsliðið með 1:2 og Makkabi, meistarana, með 1:2. Frakkland. Meðan ítalir taka á sig rögg og girða alveg fyrir frekara aðstreymi útlendinga til ítalskra knatt- spyrnufélaga, hafa Frakkar, ef svo má að orði kveða, opnað allar flóðgáttir og streyma útlendingar nú að þeim. Eftir misheppnaðar samningaumleitanir við Legnano á ítalíu, hefur danski leikmaður- inn Poul Erik Petersen frá Köge gert samning við Le Havre, og er 32 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.