Skinfaxi - 01.08.2013, Page 3
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 3
S
á umbótaandi sem fylgdi ungmenna-
félagshreyfingunni í upphafi og við
höfum varðveitt í arni okkar, sem
síðan kveikti þann andlega eld sem
knúði fólkið, þjóðina, til framfara, er enn til
staðar í hreyfingunni. Það eru einstaklingarn-
ir sem eru gull þjóðanna og ungmenna-
félögin kveiktu sigurvilja frelsisins. Það var
mikil uppgötvun að skynja samtakamáttinn
til að byggja upp en rífa ekki niður. Eignast
keppnisandann, sjá framtíðina í hyllingum,
þora áfram. Þannig voru verk ungmenna-
félaganna fyrir eitt hundrað árum og enn er
þetta verkefni okkar. Þjóðin eignaðist afreks-
menn bæði í íþróttum, félagsmálum og ekki
síst sjálfboðaliðann sem spyr ekki um daglaun
að kveldi. Andi hreyfingarinnar var inni á
hverju heimili og þar á hann að vera í dag.
Við erum að baka köku sem er hverju barni
og unglingi holl sem nesti inn í lífið.
En hvernig hefur okkur tekist til? Okkar
bíða ný afrek, ný verkefni, og við erum kannski
aldrei jafn mikilvæg eins og nú þegar þjóðin
þarfnast hugsjóna og einingar. Það er andi
og vilji ungmennafélaganna sem dugði svo
vel og dugar enn. Enn vinnum við í anda
þessara markmiða en þar eru stærstu atriðin
að vinna að líkamlegum og félagslegum
þroska félagsmanna með því að gefa sem
flestum kost á að taka þátt í heilbrigðu
félagsstarfi.
Við stöndum fyrir iðkun íþrótta og stuðlum
að hollri hreyfingu og heilbrigðum lífsháttum
með því að vinna gegn neyslu áfengis, tóbaks
og annarra vímuefna.
Við störfum í anda friðar og jafnréttis. Boð-
um að nægjusemin og samhjálpin fylgist að.
Erum bróðir og systir í hverjum leik og umber-
um og hjálpum í kærleika. Eigum þann
drengskap sem ungmennafélaginn ber inn
á hvern þann vettvang sem hann starfar á.
Viljum vera manneskjur með tilfinningar sem
ganga hreint til verks. Vinnum að landgræðslu,
skógrækt og umhverfisvernd og glæðum
með þjóðinni tryggð og rækt við heimili sín,
átthaga og ættjörð. Stuðlum að jafnvægi í
byggð landsins og aukum fræðslu almenn-
ings til að auðvelda hverjum og einum að
taka afstöðu til þjóðnytjamála og vinna að
framgangi þeirra.
Það er óhætt að segja að tíminn er furðu-
leg skepna. Stundum fer hann um mann
mjúkum höndum en í annan tíma hristir hann
mann og skekur eins og enginn sé morgun-
dagurinn.
Þannig hafa undanfarin ár verið.
Ungmennafélagshreyfingunni ber „að
kenna til í stormum sinnar tíðar“. Það er skylda
hvers manns. Margur hefur lent í erfiðleikum,
fólk hefur yfirgefið landið um sinn. Gjaldþrot
hefur hent mörg fyrirtæki og almenningur
hefur lent í efnahagslegum erfiðleikum. En
við erum þó stödd á þeim stað að við getum
vel við unað, höfum ekkert misst sem ekki er
hægt að ná árangri í á ný.
Eftir hrunið höfum við unnið markvisst að
því að láta ekki deigan síga í því starfi sem er
leiðarljós hreyfingarinnar og frekar reynt að
bæta í jafnframt því sem við höfum velt við
steinum til að finna hvar við gætum gert bet-
ur án þess að skerða starfsgetu okkar og
möguleika til að nýta tækifæri sem gætu
skapast.
48. sambandsþing UMFÍ var haldið um miðjan október sl. og var það bæði
starfsamt og málefnalegt. Mikill samhugur
og samstaða kom fram í þingstörfum og
þær fjölmörgu tillögur sem afgreiddar voru
eru vörður hreyfingarinnar í störfum hennar
næstu tvö árin.
Eins og venjulega voru fjármálin rædd
nokkuð á þinginu. Eitthvað er um að ein-
staklingum innan hreyfingarinnar hafi verið
tíðrætt um að rekstur ungmennafélagshreyf-
ingarinnar hafi verið erfiður undanfarin ár.
Eins og sést, þegar ársreikningarnir eru
skoðaðir, er það alls ekki svo því að venju-
bundinn rekstur hefur ætíð verið jákvæður.
Hins vegar hafa komið til afskriftir sem komu
til vegna fjármálakreppunnar sem hafa skekið
þetta þjóðfélag svo sem öllum er kunnugt
og hafa skekkt afkomumynd hreyfingarinnar.
Því miður hafa einstaka menn verið haldnir
Að loknu 48. sambandsþingi UMFÍ
þeirri ranghugmynd að rétt sé að hafa þetta
í hávegum og virðast telja það til bóta fyrir
hreyfinguna eins og kreppan hafi hvergi
komið við nema hér hjá okkur.
Ef við hefðum haft allar upplýsingar um
framtíðina á árinu 2008 hefðum við þá þegar
getað afskrifað á einu bretti það tap sem
hreyfingin varð fyrir vegna efnahagskoll-
steypunnar. Ef tekið er út úr ársreikningum
þetta áfall sæist með skýrum hætti að afkoma
félagsins hefur ávallt verið heilbrigð. Við
höfum nefnilega hagað okkur eins og hin
hagsýna húsmóðir, að eyða ekki um efni
fram.
Það vita allir sem vilja vita að frá árinu
2008 hefur dregið úr opinberum fjárfram-
lögum til ungmennafélagshreyfingarinnar í
kjölfar efnahagshrunsins enda höfum við
borið það án þess að kveina og kvarta. Ung-
mennafélaginn er nefnilega þannig. Við höf-
um hins vegar ekki látið deigan síga heldur
tekist að auka aðrar tekjur töluvert ásamt
því að arður okkar frá Íslenskri getspá hefur
aukist jafnt og þétt milli ára. Lausafjárstaða
hreyfingarinnar hefur alltaf verið jákvæð
eins og veltufjárhlutfallið ber með sér. Því
vísa ég á bug öllu tali um að efnahagur og
skuldsetning hreyfingarinnar hafi verið eða
sé mikil.
Á þinginu kom skýrt fram að nú skal horft
til framtíðar og að við ætlum að vera vakandi
fyrir tækifærum morgundagsins.
Ég hlakka til að starfa með nýkjörinni stjórn,
starfsmönnum og ungmennafélögum um
allt land að framgangi þeirra góðu verkefna
sem fram undan eru hjá hreyfingunni.
Framtíðin er björt hjá ungmennafélags-
hreyfingunni enda framtíðarsýnin skýr. Við
ætlum að starfa áfram samkvæmt þeim
markmiðum og gildum sem ungmennafélags-
hreyfingin hefur starfað eftir frá upphafi sem
eru að rækta lýð og land og vinna með þau
gildi sem eru undirstöðurnar í öllu starfi okk-
ar og felast í ungmennafélagsandanum.
Íslandi allt!
Helga Guðrún Guðjónsdóttir
Helga Guðrún
Guðjónsdóttir,
formaður UMFÍ.
Mynd að ofan:
Stjórn og vara-
stjórn UMFÍ
2013–2015 ásamt
framkvæmda-
stjóra.
Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ: