Skinfaxi - 01.08.2013, Page 11
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 11
Mæðgurnar, Unnur Katrín Ólafsdóttir og
Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir, á sund-
keppni mósins. Unnur Katrín er með
gullverðlaun um hálsinn eftir sigur í einni
greininni sem hún tók þátt í.
Matthías Már
Kristjánsson
greip í bók á
milli skáka.
Katrín Unnur Ólafsdóttir úr Grafar-
voginum, sem farið hefur á átta Ungl-
ingalandsmót í röð, sagði að það hefði
verið ofsalega gaman að taka þátt í
Unglingalandsmótunum í gegnum
tíðina og um hverja verslunarmanna-
helgi kæmi ekkert annað til greina en
að fara á Unglingalandsmót. Katrín
tók þátt meðal annars í sundi og
frjálsum íþróttum á mótinu á Höfn.
„Stundum hafa vinkonurnar farið
með mér en oftast hef ég þó farið með
mömmu og pabba. Ég á eftir að fara á
eitt mót til viðbótar en ég verð 18 ára
á næsta ári. Það er alveg á hreinu að
ég mæti á mótið á Sauðárkróki á
næsta ári,“ sagði Katrín Unnur
Ólafsdóttir.
Matthías Már Kristjánsson, 15 ára
piltur úr Kópavogi, keppti undir
merkjum UMSK á mótinu. Matthías
Már var að keppa á sínu fyrsta
Unglingalandsmóti.
„Ég keppti í skák, glímu og fótbolta
og verð bara að segja að mér finnst
þetta mjög skemmtilegt. Dagarnir
voru fljótir að líða þegar maður tekur
þátt í svona mörgum greinum,“ sagði
Matthías Már sem gat vel hugsað sér
að taka þátt í næsta móti.
Hefur farið á átta
Unglingalandsmót
Dagarnir voru
fljótir að líða