Skinfaxi - 01.08.2013, Síða 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Dagana 7.–9. júní sl. var 3. Landsmót UMFÍ 50+ haldið í Vík í Mýrdal. Móts-
haldari var Ungmennasamband Vestur-
Skaftafellssýslu, en undirbúningur fyrir
mótið stóð yfir í nokkra mánuði. Mótshald-
ið allt gekk eins og fyrirfram var áætlað og
ekkert stórvægilegt kom upp sem raskaði
dagskrá á einn eða annan hátt. Aðstaðan
til keppni í Vík var öll til fyrirmyndar. Keppt
var í 16 keppnisgreinum.
Mikið var lagt upp úr fræðslu um heil-
brigði og hollustu á mótinu. Boðið var t.d.
upp á heilsufarsmælingar sem alltaf eru
jafnvinsælar. Mótið í Vík sýnir að Lands-
mót UMFÍ 50+ er komið til að vera. Kepp-
Hafsteinn Óskarsson gat sér gott orð sem frjálsíþróttamaður hér á árum
áður. Hafsteinn hafði stefnt að því um
hríð að taka þátt í Landsmóti UMFÍ 50+
og það varð úr að hann skellti sér til Víkur.
Hafsteinn tók þátt í kastgreinum og stóð
sig með prýði eins og við var að búast.
„Mér finnst frábært að vera með og
gaman að sjá að þetta framtak skuli ganga
vel eins og raun ber vitni. Þessi mót hljóta
að eiga góða framtíð fyrir sér og gaman
er að sjá hvað þátttakendur eru ánægðir.
Hafsteinn Óskarsson
frjálsíþróttamaður:
Áhugi kviknar
eftir að hafa
keppt á fyrsta
mótinu í Vík
Aðalatriðið í mínum huga er ekki keppnin
sjálf heldur að hitta fólk og eiga góða
stund með því,“ sagði Hafsteinn Óskars-
son.
Fljótt að fyrnast
- Býrðu ekki ennþá að þeirri hreyfingu
sem þú fékkst þegar að þú varst yngri?
„Jú, en það er samt ansi fljótt að fyrnast
þegar maður heldur því ekki við. Það verð-
ur að passa upp á að halda áfram að hreyfa
sig þegar maður eldist. Það er nefnilega
erfitt að byrja aftur ef maður stoppar of
lengi.“
Hafsteini fannst þörf fyrir að koma svona
móti á laggirnar. Að hans mati setur það
réttan anda í iðkunina. Í honum er fólgið
er að hreyfa sig og taka þessu ekki of
hátíðlega en vera samt í keppni. Það er
ákveðin gleði að vera að keppa.
„Það tengir fólk saman en á þeim stutta
tíma sem ég var í Vík hitti ég marga gamla
félaga sem langt er síðan ég hef séð. Ég
hef mikinn hug á því að mæta aftur að ári.
Það kviknar áhugi eftir að hafa komið
hingað til Víkur,“ sagði Hafsteinn Óskars-
son.
Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsmóts UMFÍ 50+:
Mótin eiga bara eftir að vaxa og dafna
endur og gestir skemmtu sér konunglega
þrátt fyrir að nokkuð hafi rignt á keppend-
ur og gesti.
Ánægð með þátttökuna
„Við vorum sérlega ánægð með það
hvað mótið gekk vel í Vík. Veðurguðirnir
hefðu getað verið okkur hliðhollari en
þátttakendur og gestir létu það ekki á sig
fá, nutu dvalarinnar og heilt yfir erum við
ánægð með þátttökuna í mótinu,“ sagði
Sigurður Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Landsmóta UMFÍ 50+.
Sigurður sagði að tímaáætlun mótsins
hefði staðist. Framkvæmdaaðilar hefðu
einnig verið ánægðir með hvað utanvega-
hlaupið hefði gengið vel en þarna hefði
verið um að ræða nýtt hlaup. Hlaupið var
úr Reynisfjöru, yfir fjallið og inn í bæinn.
Sigurður sagðist ekki verða hissa á því þótt
þetta hlaup yrði árlegur viðburður hér eftir.
„Það er gaman að sjá hvernig þessi mót
hafa þróast með jákvæðum hætti og núna
horfum við full tilhlökkunar til næsta móts
sem haldið verður á Húsavík. Við vonumst
til að sjá alla þá sem voru á mótinu í Vík á
Húsavík næsta sumar. Gaman væri að sjá
ný andlit en þessi mót eiga bara eftir að
vaxa og dafna með hverju árinu,“ sagði
Sigurður í samtali við Skinfaxa.
3. Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal: