Skinfaxi - 01.08.2013, Qupperneq 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
Guðjón Loftsson hefur tekið þátt í öll-um Landsmótum UMFÍ 50+ til þessa
og á mótinu í sumar gerði hann sér lítið
fyrir og sigraði í opnum flokki í púttkeppn-
inni. Guðjón, sem er 78 ára, gamall, býr í
Hveragerði, æfir pútt með eldri borgurum
inni á veturna og svo fara þeir út á vorin til
að leika sér til skemmtunar og heilsubótar.
Tek þátt á meðan ég get
„Ég ætla að taka þátt í Landsmótum
UMFÍ 50+ á meðan ég get. Ég hef ofsalega
gaman af þessu, þetta er mikil upplifun
og andrúmsloftið einstaklega gott. Þarna
kynnist maður nýju og góðu fólki,“ sagði
Guðjón Loftsson að lokinni verðlauna-
Guðjón Loftsson hefur tekið þátt í öllum
þremur Landsmótum UMFÍ 50+:
Mikil upplifun og
andrúmsloftið
einstaklega gott
afhendingu í Leikskálum í Vík í Mýrdal.
Guðjón segist æfa líka boccia sem að
hans mati er líka mjög gefandi og skemmti-
leg íþrótt. Guðjón hefur stundað golf-
íþróttina í mörg ár en hefur dregið sig
aðeins í hlé vegna bakmeiðsla. Púttið
henti honum hins vegar vel.
„Ég legg mikið upp úr því að hreyfa mig.
Pútt og boccia er fínasta hreyfing en að
auki fer ég í klukkustunda langa göngu-
túra á hverjum morgni. Þetta skiptir miklu
máli fyrir mig enda líður mér vel. Ég harð-
ákveðinn í því að mæta á næsta mót sem
verður á Húsavík að ári,“ sagði Guðjón.
3. Landsmót UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal:
Guðjón Loftsson ásamt
Helgu Guðrúnu dóttur sinni.
Keppni utanvega á hjólreiðum á 30 km leið fór fram á Landsmóti UMFÍ 50+ í
Vík í Mýrdal. Fyrstur í mark kom Þorsteinn
Björn Einarsson á tæpri 1 klukkustund og
40 mínútum. Upphafspunktur leiðarinnar
var við tjaldsvæðið í Þakgili en leiðin er á
köflum erfið viðureignar og ekki nema
fyrir þá sem eru í góðri þjálfun. Þorsteinn
Björn hefur undanfarin tvö ár verið kjör-
inn íþróttamaður USVS en hann á heima á
Ytri-Sólheimum 2 í Mýrdal.
Lilja Petra Ásgeirsdóttir
keppti í hjólreiðum:
Hressandi í
morgunsárið
og heldur mér
gangandi
Lilja Petra Ásgeirsdóttir, 52 ára gömul,
hlaut annað sætið þegar hún kom í mark
eftir þessa krefjandi leið, tíu mínútum á
eftir fyrsta manni. Hún segist vera í góðri
þjálfun en hún hjólar úr Mosfellsbænum
niður á Landspítala 2–3 sinnum í viku,
alls 34 km fram og til baka. Samtals tekur
rúmar tvær klukkustundir að hjóla leiðina
niður eftir og síðan upp eftir heim. Hún er
lífeindafræðingur við sjúkrahúsið.
Mæti fersk í vinnuna
„Þetta heldur mér gangandi, svo hress-
andi í morgunsárið og hreinsar hugann.
Maður kemur ferskur í vinnuna og er
svona heilt yfir í þokkalegu formi allt árið
um kring. Það er færi allt árið og veturnir
eru ekki þar undanskildir. Ef eitthvað er að
færðinni skellir maður bara nagladekkjun-
um undir,“ sagði Lilja Petra.
Lilja Petra segist stunda dans og fjall-
göngur og segir að sér líði bara ofsalega
vel. „Ég ætla að stunda hreyfingu á meðan
ég stend í lappirnar. Ég stefni að því að
hjóla áfram á Landsmóti UMFÍ 50+ meðan
það er í boði,“ sagði þessi hressa kona úr
Mosfellsbænum.
Göngum um Ísland
Fjölskyldan á fjallið