Skinfaxi - 01.08.2013, Page 28
28 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
U
ndanfarin ár hafa mörg af elstu ung-
mennafélögum landsins fagnað
100 ára afmæli sínu og sum þeirra
hafa haldið afmælishátíðir af því tilefni.
Það heyrir þó til undantekninga að félög-
in gefið út sögu sína en á vordögum kom
út bókin Ungmennafélag Biskupstungna,
100 ára saga. Höfundur er sagnfræðingur-
inn Jón M. Ívarsson frá Vorsabæjarhóli í
Flóa.
Fyrir söguáhugamenn er ekki síst áhuga-
vert að lesa um þann eldmóð sem ein-
kenndi sveitasamfélag Biskupstungna í
upphafi síðustu aldar. Andi sjálfstæðis-
baráttunnar sveif yfir vötnum og hug-
sjónamenn um ræktun lands og lýðs voru
í fararbroddi. Fundir félagsins voru jafn-
framt sveitarskemmtanir. Þar voru fram-
faramálin rædd og svo var spilað, sungið
og dansað til skiptis. Stundum alla nóttina
því að félagsmenn voru skemmtanaglaðir.
Piltar glímdu á samkomum og stúlkur
efndu til handavinnukeppni. Ritfærir
félagar sömdu ljóð og laust mál í
félagsblaðið Baldur sem var lesið
upp á fundum. Bókasafn var starf-
andi á vegum félagsins. Árlega
hjálpuðu félagsmenn við heyskap
þeim sem stóðu höllum fæti og
gáfu jólagjafir á fátæk heimili.
Þarna er sagt frá skógrækt og
skemmtiferðum. Íþróttakeppnum
við nágrannafélög og gullöld
glímunnar og sundsins. Sigurður
Greipsson, skólastjóri í Haukadal,
rak íþróttaskóla að Geysi um
áratuga skeið og þar voru margir
Tungnamenn meðal nemenda.
Félagið átti mikla frjálsíþrótta-
kappa og jafnvel landsliðsmenn
á tímabili. Félagsmenn stund-
uðu fjöldann allan af íþrótta-
greinum og íþróttavöllur, sund-
laug og íþróttahús risu með
stuðningi félagsins.
Leiklistin hefur átt sinn sess í Biskup-
Glæsileg aldarsaga Ungmennafélags Biskupstungna
stungum og leikdeild
félagsins hefur sett upp
leikverk reglulega annað
hvert ár að undanförnu.
Alls hefur félagið sýnt 74
leikrit á þessu 100 ára
tímabili og aðsókn verið
geysigóð enda mikið lagt
í æfingar og sviðsetn-
ingar.
Félagið lyfti grettistaki
þegar það stóð fyrir bygg-
ingu félagsheimilisins
Aratungu sem var fullbúið
árið 1961. Við tilkomu
hússins varð sannkölluð
menningarbylting í mann-
lífi Biskupstungna. Sagt
er frá þeirri margvíslegu
starfsemi sem þar hefur
þróast, allt frá íþróttum og
leiklist til árshátíða, heim-
boða, þorrablóta og ástarfunda æskunnar
á sveitaböllunum sem urðu víðfræg þegar
Mánar frá Selfossi voru upp á sitt besta.
Frá þessu öllu segir í bókinni sem er
300 blaðsíður í stóru broti og ríkulega
skreytt með ljósmyndum úr starfinu. Hún
ber stórhug og myndarskap ungmenna-
félaga í Biskupstungum fagurt vitni og er
full ástæða til að óska höfundi og Tungna-
mönnum til hamingju með hana. Bókin
fæst á góðu verði hjá stjórnarfólki Ung-
mennafélags Biskupstungna.
Við þessi tímamót ákvað stjórn félags-
ins að útnefna 5 einstaklinga sem heiðurs-
félaga fyrir margháttuð störf fyrir félagið.
Þeir eru: Gunnar Sverrisson og Sigríður
J. Sigurfinnsdóttir Hrosshaga, Áslaug
Sveinbjarnardóttir Espiflöt, Guðný Rósa
Magnúsdóttir Tjörn og Egill Jónasson
Hjarðarlandi.