Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2013, Side 29

Skinfaxi - 01.08.2013, Side 29
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29 Dagana 1.–8. júlí sl. var haldin Ungmennavika NSU á Sólheimum en þessar Ungmennavikur hafa verið haldnar í nokkur ár í samstarfi UMFÍ við önnur félög á Norðurlöndunum. Þetta var önnur Ungmennavikan sem ég mæti á en ég fór í fyrsta sinn á Ungmennaviku NSU sumarið 2011. Á hverri Ungmennaviku er þema og þem- að í ár var víðsýni, samvinna, traust og um- burðarlyndi. Unnið var með það í gegnum íþróttir og leik, eða óformlegt nám. Við unnum í hópum með að búa til viðburð tengdum hreyfingu og áttum að reyna að hafa eins marga fjölbreytta og ólíka hópa í huga og við gátum og vinna að auknum skilningi fyrir sérþörfum annarra. Þátttakendurnir voru frá Noregi, Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, Þýskalandi og Íslandi og ég kannaðist við nokkra sem ég hafði hitt á Ungmennavikunni 2011. Það var alveg æðis- legt að fá að hitta krakkana aftur og fá tæki- færi til að kynnast þeim betur en einnig að kynnast þeim sem ég hafði aldrei hitt áður. Ég og hinir þátttakendurnir frá Íslandi smull- um líka rosalega vel saman og eftir tvo daga var líkt og við hefðum þekkt hvert annað í mörg ár! Aðstaðan á Sólheimum var líka alveg æðisleg en við vorum mikið úti til að byrja með og nýttum okkar það þegar veðrið gaf kost á því en það var smá rigning í lok vikunnar. Morgnarnir byrjuðu á morgunleikfimi fyrir þá sem vildu. Eftir það var morgunmatur og svo byrjuðu vinnuhópar og kynningar. Svo rétt fyrir hádegismat átti ein þjóð hverju sinni að kynna leiki sem voru hefðbundnir í landi hennar. Það var alveg rosalega lærdómsríkt og gaman að fá að læra leiki frá mismunandi þjóðum. Oft kannaðist ég við leiki sem voru svipaðir leikjum sem ég hafði lært hér á Ís- landi en höfðu bara annað heiti. Eftir hádegi voru svo skoðunarferðir um Suðurlandið eða frekari hópavinna og verkefnakynningar. Í skoðunarferðunum fórum við t.d. á hesta- sýningu hjá Friðheimum og skoðuðum Gull- foss og Geysi, fórum í göngutúr í skógi fyrir ofan Laugarvatn og í sund bæði á Laugar- vatni og Selfossi. Við fengum líka að fylgjast með nokkrum viðburðum á Landsmóti UMFÍ föstudaginn 5. júlí og einnig vorum við við- stödd setningu mótsins. Ég efast ekki um að mörg okkar hafi fengið innblástur eða hug- myndir að hreyfingarviðburði sem þau gætu haldið heima. Margir sem ég ræddi við, sem voru frá Norðurlöndunum, áttu erfitt með að trúa því að hægt væri að halda svona stóran íþróttaviðburð á Íslandi, við værum jú svo lítil þjóð! Tungumálið var ekkert vandamál. Það var frekar ruglandi til að byrja með að detta allt í einu aftur inn í skandinavískuna en svo fór dönskukennslan í grunnskólanum að rifjast upp og ég var komin með tökin á þessu í lok Gaman að hitta krakkana aftur og kynnast þeim betur Ungmennavika NSU á Sólheimum: vikunnar. Ég var samt búin að gefa sjálfri mér loforð um að bæta mig í dönskunni en ég fór á ráðstefnu á vegum NSU í desember á síð- asta ári sem var alfarið á skandinavísku og ég var staðráðin í að bæta mig fyrir Ung- mennavikuna. Ég gaf mér samt lítinn tíma til að glugga í gömlu dönskuglósurnar en þetta reddaðist. Mér fannst þó auðveldara að skilja hina heldur en að tala sjálf. Ég var aldrei viss um hvort ég gæti sagt allt sem ég vildi segja á dönsku svo að ég svindlaði oftar en ég vil viðurkenna og talaði ensku þegar ég neydd- ist til. UMFÍ og NSU eru þátttakendur í herferð sem ISCA stendur fyrir og nefnist MOVE-WEEK. Í lok vikunnar vorum við búin að fá næga þjálfun í að skipuleggja, halda utan um og framkvæma viðburð með þessa herferð í huga. Stefnt var að því að viðburðurinn ætti að hvetja fólk til hreyfingar sér til heilsubótar. Við vorum öll í hópum, hver hópur var með nokkra skipulagða og fjölbreytta leiki síðasta daginn og við buðum íbúum Sólheima að vera með okkur í þessum leikjum. Viðburður- inn heppnaðist mjög vel að mínu mati en leikirnir, sem við fórum í, voru flestir vel skipu- lagðir, fjölbreyttir og hentuðu þörfum allra sem tóku þátt. Ég tel að það að hafa skemmt sér vel skipti mestu máli og það tókst. Á lokakvöldinu var kveðjuveisla. Hver hóp- ur var með skemmtiatriði en þar voru allir með mikinn húmor fyrir sjálfum sér og sér- staklega leiðbeinendurnir. Þeir voru alveg æðislegir, bæði fannst þeim í lagi að við gerð- um grín að þeim og svo gerðu þeir sjálfir grín að sér í sínu atriði. Undir lokin var svo komið upp veggspjöldum sem við höfðum gert í byrjun vikunnar af okkur sjálfum og umslag látið á hvert spjald. Hver og einn átti þá að skrifa nafnlausan miða til allra hinna og láta miðana í tilheyrandi umslag. Þetta var stremb- ið fyrir suma en það var rosalega erfitt að velja á milli allra góðu minninganna sem maður hafði átt með krökkunum. Ég geymi mína miða ennþá og það er rosalega gaman að kíkja á þá stöku sinnum og lesa allt það sem var skrifað til manns og giska á hver skrifaði hvað. Kolbrún Lára Kjartansdóttir Kolbrún Lára Kjartansdóttir.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.