Skinfaxi - 01.08.2013, Side 31
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31
Föstudagurinn fór í flakk
Á föstudeginum var öllum hópnum smalað
saman upp í rútu og dagurinn fór í flakk. Við
heimsóttum m.a. Vadehavscentret í Ribe en
Vadehavet er þjóðgarður sem 12 milljónir far-
fugla heimsækja á hverju ári. Við fórum svo
með vagni, sem dráttarvél dró, út í eyjuna
Mandø. Þar eyddum við nokkrum klukkutím-
um og fengum leiðsögn um bæinn og eyjuna.
Ég hef samt ekki lent í svona mikilli rigningu
síðan á Unglingalandsmóti UMFÍ á Stykkis-
hólmi hér árið 2002. Rigningin setti strik í
reikninginn og var því leiðsögninni hætt
snemma og við söfnuðumst saman á veit-
ingastað bæjarins og drukkum heitt kakó.
Við þurftum nefnilega að bíða eftir að vagn-
inn gæti lagt aftur af stað yfir, það er aðeins
hægt að komast milli eyjar og lands þegar
er fjara. Kosið var um bíómynd til að horfa á
eftir kvöldmatinn svo að kvöldið var rólegt
og notalegt.
Verkefnastjórnun
Á laugardeginum voru svo fyrirlestrar sem
fjölluðu um verkefnastjórnun og hvernig
skipuleggja skuli verkefni. Hreyfivikan var
notuð sem dæmi og var hún í rauninni hálf-
gerður rauður þráður út alla vikuna en hún
var mikið notuð í tengslum við æfingar sem
við þurftum að leysa. Eftir hádegi var farið í
samskiptatækni og virka hlustun.
Um kvöldið var svo lokakvöldverðurinn,
hamborgarhryggur og flottheit. Búið var til
langborð með fallegum skreytingum. Hver
og einn fékk ákveðið hlutverk á meðan matn-
um stóð, en undir diskunum hjá hverjum og
einum var búið að koma fyrir litlu blaði þar
sem var búið að skrifa lýsingu á ákveðnu hlut-
verki. Mitt hlutverk var t.d. að stela mat af
diskum þeirra sem sátu nálægt mér, aðrir
þurftu að halda ræðu á 20 mínútna fresti á
meðan aðrir gáfu fólki við borðið reglulega
knús.
Fræðandi og skemmtilegt
Á sunnudeginum var frekar erfið kveðju-
stund sem að lauk með hópknúsi, rútan kom
og náði í okkur um eittleytið og keyrði okkur
á flugvöllinn í Billund. Þar fóru flestir í flug en
við Íslendingarnir ásamt Lindu frá Noregi átt-
um ekki flug fyrr en seint um kvöldið og
eyddum við því deginum í Legolandi, en
ekki hvað?
Fluginu okkar heim til Íslands seinkaði
svo aðeins svo við eyddum dágóðum tíma á
flugvellinum í Billund en komumst á endan-
um heim til Íslands.
Þessi vika var rosalega fræðandi og
skemmtileg. Ég vil bara hvetja alla til að
kynna sér NSU, Leiðtogaskólann, sem og
Evrópu unga fólksins. Það er svo margt snið-
ugt í boði og svona námskeið eru ómetanleg
reynsla sem mun nýtast manni í framtíðinni.
Sandra María Ásgeirsdóttir,
framkvæmdastýra UÍA.
Landsmót UMFÍ 50 +
verður haldið á Húsavík 20.-22. júní 2014.
Ætlar þú ekki að mæta?