Skinfaxi - 01.08.2013, Side 35
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35
sagði Gummi. Hann segir að líkamlegur þroski
hafi haft mikið að segja um það hvaða stöðu
hann spilaði.
Gummi átti mjög gott tímabil með ÍBV
2012 og fékk m.a. viðurkenningar fyrir
frammistöðu sína. Erlend lið veittu honum
athygli og sendu njósnara til að fylgjast með
honum. Norska úrvalsdeildarliðið Sarpsborg
08 hafði síðan samband við ÍBV eftir tímabil-
ið og er skemmst frá því að segja að Gummi
gekk til liðs við félagið í nóvember 2012. Hann
fór fyrst út í fjóra daga, æfði tvisvar með lið-
inu og lék einn æfingaleik. „Ég hef stefnt að
atvinnumennsku alla tíð og því var þetta
mjög mikilvægt fyrir mig. Sarpsborg 08 er
passlega stór klúbbur fyrir mig til að byrja í
atvinnumennsku og svo spila þeir líka góðan
fótbolta,“ sagði Gummi. „Ég skrifaði undir
þriggja ára samning í nóvember og fór svo
út til Noregs í byrjun janúar á þessu ári.“
Æfum miklu meira og
tempóið er hærra
Sarpsborg 08 var formlega stofnað árið
2008 eftir að IL Sparta og Sarpsborg FK voru
sameinuð í Sarpsborg 08. Í dag er félagið
mjög vel skipulagt og „allur rekstur eftir bók-
inni“, eins og Gummi segir. Félagið komst upp
í efstu deild (Tippeligaen) 2011 en féll sama
ár. Árið eftir vann það sig aftur upp og spilar
því í efstu deild þetta tímabilið.
Sarpsborg er 55.000 manna „rólegur bær“,
eins og Gummi segir, sunnarlega í Noregi.
Þangað er um klukkustundar akstur suður
frá Osló og um 15 mínútur tekur að aka í
austur til Svíþjóðar. Bærinn er stundum kall-
aður „Solbyen“ vegna þess að þar eru flestir
sólardagar í Noregi og sumrin frábær.
Gummi segir að það sé ólíku saman að
jafna að spila og æfa sem atvinnumaður í
norsku deildinni eða sem áhugamaður á
Íslandi. Hann æfir miklu meira og segir að
tempóið í norsku deildinni sé hærra. Þar spili
líka margir virkilega góðir leikmenn eins og
hann orðar það og þeir séu fleiri en á Íslandi.
Svo spila norsku liðin 30 leiki á tímabilinu
meðan þau íslensku spili 22. „Áhuginn á fót-
boltanum er meiri í Noregi en á Íslandi og
fleiri sem koma á leikina. Yfirleitt eru um
4.000 áhorfendur á heimaleikjum okkar og
svona 8–9.000 hjá stærri liðunum og stund-
um upp í 15.000. Svo er einstaka leikur þar
sem áhorfendur eru enn fleiri. Við spiluðum
t.d. 100 ára afmælisleik gegn Vålerenga, sem
við töpuðum 5:3, en á honum voru um 25.000
áhorfendur. Eins var leikur gegn Rosenborg
16. maí, daginn fyrir þjóðhátíðardag Norð-
manna, mjög skemmtilegur. Þar töpuðum
við 2:4 fyrir framan um 24.000 áhorfendur
sem var reyndar nokkuð svekkjandi því við
áttum góðan leik og alveg skilið að fá meira
út úr leiknum.“
Spilaði sig strax inn í
hjörtu Sarpsborgara
Gumma hefur gengið mjög vel með liði
Sarpsborgar það sem af er þessari leiktíð.
Hann hefur spilað nánast alla leiki liðsins og
náð að skora þrjú mörk í 28 umferðum.
Gummi spilar á miðjunni í treyju númer 8, en
á heimasíðu félagsins er hann kallaður Gudi
eða Thorarinsson. Þar segir enn fremur að
hann hafi strax frá byrjun spilað sig inn í
hjörtu Sarpsborgara, sé útsjónarsamur og
tekniskur leikmaður með magnaðan vinstri
fót. „Leikstíll Sarpsborgar hentar mér mjög
vel,“ segir Gummi. „Við notum mikið stuttar
sendingar á milli manna og boltinn er látinn
ganga á jörðinni. Það má segja að æfingarn-
ar gangi út á endalausar sendingar. Okkur
gekk vel í deildinni til að byrja með, en síðan
kom átta leikja taphrina sem við höfum verið
að reyna að snúa við,“ segir Gummi.
Tveir Íslendingar eru hjá Sarpsborg auk
Gumma, en það eru þeir Haraldur Björnsson,
markvörður úr Val, og Þórarinn Ingi Valdimars-
son, vinstri kantmaður, sem lék með Gumma
í ÍBV. Þeim hefur báðum gengið ágætlega.
Haraldur hefur reyndar átt við meiðsli að
stríða og var lánaður til 1. deildarliðs Fredrik-
stad í sumar.
Frábær ferill með yngri
landsliðum Íslands
Gummi hefur átt frábæran feril með yngri
landsliðum Íslands. Hann lék 5 landsleiki með
U17 ára liðinu, 13 með U19 ára liðinu og þegar
þetta er skrifað hefur hann spilað 8 leiki með
U21 árs liðinu. Undanfarið hefur hann tekið
þátt í undankeppni EM 2015 með U21 árs
landsliðinu. Strákunum hefur gengið mjög
vel og þeir eru þegar þetta er skrifað í næst
efsta sæti riðilsins með 12 stig eftir fimm leiki.
Þess má geta að í U21 árs landsliðinu með
Gumma er Jón Daði Guðbjörnsson, félagi
hans og jafnaldri frá Selfossi, en hann fór út
í atvinnu-mennsku á sama tíma og Gummi
og leikur með Viking í Stafangri. „Þetta er
mjög gott lið með toppstráka,“ segir Gummi
um U21 árs liðið. „Stemningin er líka góð og
þjálfararnir, Eyjólfur og Tómas Ingi, hressir og
skemmti-
legir.“ Gummi segist klárlega stefna á að
komast í A-landslið Íslands, það hafi verið
draumur sinn lengi.
Vonandi fyrsta skrefið á
ferlinum
Það er töluvert mál fyrir ungan mann að
halda út fyrir landsteinana í atvinnumennsku
í knattspyrnu. Gummi segir að atvinnu-
mennskan hjá Sarpsborg 08 sé vonandi
fyrsta skrefið á ferli sínum. Draumurinn sé að
taka síðar stærra skref og spila með stærri
klúbbi fyrir framan fleiri áhorfendur eins og
t.d. í Hollandi eða jafnvel Englandi. Svo er
aldrei að vita hvað getur gerst síðar.
Grípur í gítarinn í
frístundum og semur lög
Gummi fór að ráði föður síns og kláraði
stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands
áður en hann fór út í atvinnumennskuna.
Segir hann að það sé gott að eiga það í bak-
höndinni síðar meir. Í FSu var Gummi töluvert
viðloðandi tónlist, líkt og Ingó bróðir hans,
og vann m.a. söngvakeppni skólans. Hann
segist oft grípa í gítarinn og semja lög þegar
hann á frí frá fótboltanum. Annars er dæmi-
gerður dagur hjá Gumma í atvinnumennsk-
unni þannig að hann borðar morgunmat um
kl. 8:30 og er mættur á æfingu kl. 9:00. Æfing-
in stendur venjulega í 1–1½ tíma eða fram
að hádegismat sem er um kl. 12:00. Að hon-
um loknum er hvíld til kl. 15:00, en þá er
seinni æfing dagsins. Hún er yfirleitt léttari
og stendur í rúman klukkutíma. Prógram
dagsins er því yfirleitt búið um kl. 17:00.
Þá kíkja menn gjarnan á Facebook, horfa á
sjónvarpið eða sinna áhugamálum sínum.
Leikmenn hafa gert ýmislegt saman eins og
t.d. að kíkja á veðreiðar, prufukeyra BMW-bíla
og farið í GoCart. Stundum eru líka samveru-
stundir með styrktaraðilum og stuðnings-
mönnum liðsins.
Skinfaxi þakkar Gumma fyrir viðtalið sem
fór fram í bókasafninu á Selfossi einn góðan
haustdag í september þegar hann var í heim-
sókn á Selfossi hjá foreldrum sínum í tengsl-
um við landsleik með U21 árs landsliðinu.
Jafnframt er honum óskað áframhaldandi
góðs gengis á fótboltavellinum.
Viðtal: Örn Guðnason, Selfossi
„Leikstíll Sarps-
borgar hentar
mér mjög vel.“
Við notum
mikið stuttar
sendingar á
milli manna og
boltinn er lát-
inn ganga á
jörðinni.“
„Ég hef stefnt
að atvinnu-
mennsku alla
tíð og því var
þetta mjög
mikilvægt fyrir
mig.“