Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2013, Page 38

Skinfaxi - 01.08.2013, Page 38
38 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Íslandsmót FÁÍA 60 ára og eldri í pútti fór fram í Nesi í Reykholtsdal Mynd að ofan: Þrír efstu í karla- flokki, Arelíus Harðarson, Berg- steinn Pálsson og Sigurður Á. Finnbogason. Mynd til hægri: Sveit FaMos sem sigraði í sveitakeppninni. Íslandsmót Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, 60 ára og eldri í pútti fór fram í byrjun septem- ber í Nesi í Reykholtsdal í Borgarfirði. Skráðar voru 16 sveitir en til leiks mættu 13. Keppt var á tveimur níu holu völlum og spilaðir tveir hringir á hvorum velli 4 x 9, alls 36 holur. Undirbúningur og framkvæmd öll var í höndum félaga eldri borgara í Borgarbyggð. Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi: Í kvennaflokki sigraði Jytta Juul, Borg- arfirði, á 74 höggum, Þórey S. Guðmunds- dóttir, Reykjavík, varð í öðru sæti á 75 höggum og í þriðja sæti lenti Ólafía Hrönn Ólafsdóttir, Garðabæ, á 78 höggum. Í karlaflokki bar Bergsteinn Pálsson, Mosfellsbæ, sigur úr býtum á 68 höggum, Arelíus Harðarson, Hafnarfirði, varð annar á 69 höggum og Sigurður Á. Finnboga- son, Kópavogi, varð í þriðja sæti á 69 höggum. Í sveitakeppninni sigraði FaMos úr Mos- fellsbæ á 207 höggum, FebH, Hafnar- fjörður hafnaði í öðru sæti á 215 höggum og í þriðja sæti lenti Feb-Gullsmára, Kópavogi á 216 höggum. Velkomin á 17. UNGLINGALANDSMÓT UMFÍ á Sauðárkróki verslunarmannahelgina 1.-3. ágúst 2014 Skagfirðingar bjóða ykkur velkomin á skemmtilegasta frjálsíþróttavöll landsins þaðan sem aðeins er steinsnar í knattspyrnuvelli, íþróttahús, sundlaug, golfvöll, reiðhöll og aðstöðu fyrir allar aðrar keppnisgreinar, auk þess sem tjaldsvæði eru í stuttu göngufæri. www.visitskagafjordur.is Það verður kátt á Króknum N Ý PR EN T eh f.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.